Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Page 26
Vikublað 14.–16. febrúar 201722 Sport U m það leyti sem Manchest- er City fagnaði sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í rúm 40 ár vorið 2012 var Gabriel Jesus 14 ára piltur sem lék sér í fótbolta á götum fátækrahverfisins Jardim Peri í norðurhluta Sao Paulo. Nú, fimm árum síðar, er Gabriel Jesus ein af vonarstjörnum City- liðsins eftir að hafa gengið í rað- ir félagsins í byrjun janúar frá Pal- meiras í Brasilíu. Hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir félagið og heldur hann sjálfum Sergio Aguero, einum besta leikmanni ensku úrvalsdeildar- innar, á bekknum. En hver er þessi ungi Brassi sem komið hefur eins og stormsveipur í ensku úrvalsdeildina? Ólst upp á sparkvöllum Gabriel Jesus fæddist þann 7. apríl 1997 í Sao Paulo og ólst upp í Jard- im Peri-hverfinu. Eins og Brasilíumanna er siður eyddi Gabriel Jesus löng- um stundum á sparkvöll- um hverfisins. Jesus var orðinn nokkuð stálpaður þegar hann gekk í raðir fótboltafélags í borginni en árið 2010, þegar hann var 12 ára, gekk hann til liðs við áhugamannafé- lagið Associação Atlética Anhanguera. Áður hafði hann æft fótbolta með liði í hverfinu en hjá Anhanguera naut hann fyrst al- mennilegrar leiðsagnar þeirra sem voru ágætlega að sér í fótboltafræð- um. Palmeiras bankar á dyrnar Stórlið Brasilíu eru með net út- sendara um allt land og ekki leið á löngu þar til forsvarsmenn Palmeiras, eins sigursælasta knattspyrnu- liðs Suður-Ameríku, fengu veður af hæfileikum hans. Þann 1. júlí 2013 skrif- aði Gabriel Jesus undir samning við félagið en hafa ber í huga að þá var hann nýorðinn 16 ára. Hann spil- aði með ung- lingaliði félags- ins fyrst um sinn og er óhætt að segja að hann hafi farið vel af stað með sínu nýja liði. Á sínu fyrsta tímabili skoraði hann 54 mörk í 48 leikjum fyrir unglingalið Palmeiras. Keyptur á 3,8 milljarða Forsvarsmenn Palmeiras vissu sem var að þeir voru með óslípaðan dem- ant í höndunum og í ársbyrjun 2014 fékk Gabriel Jesus samningstilboð sem hann gat ekki hafnað og skrif- aði hann undir þriggja ára samning. Áfram hélt Jesus að raða inn mörk- unum fyrir unglingaliðið og árið 2014 skoraði hann 37 mörk í 22 leikjum. Það ár fékk Gabriel Jesus smjörþefinn af því sem koma skyldi og var hann í nokkur skipti í hópi aðalliðsins án þess að spila. Það var svo í mars 2015 að hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Gabriel Jesus kom sér hægt og bítandi inn í liðið og fyrr en varði var hann orðinn lykilmaður í því. Tímabilið 2015 skoraði hann 4 mörk í 20 leikjum en 12 mörk í 27 leikjum árið 2016, áður en Manchester City tókst að klófesta hann í fyrrasumar. Þann 3. ágúst síðastliðinn var tilkynnt að Jesus myndi ganga í raðir City í byrjun janúar og var kaupverðið talið vera 27 milljónir punda, 3,8 milljarðar Fær vasa- pening frá mömmu n Gabriel Jesus slær í gegn hjá City n Heldur Aguero fyrir utan liðið n Hlaut strangt uppeldi og hlýðir mömmu í einu og öllu Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Marki fagnað Gabriel Jesus fagnar hér fyrra marki sínu gegn Swansea á dögun- um. Jesus tryggði City sigur í leiknum með sínu öðru marki í uppbótartíma. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Swansea. Mynd EPA Meistarar Gabriel Jesus vann deildina með Palmeiras í desember áður en hann hélt til Manchester. Með mömmu Gabriel Jesus lítur upp til móður sinnar, Veru Lucia de Jesus, sem stendur þétt við bak sonar síns. Hún krefst þó mikils af honum og lætur hann heyra það ef hann gerir eitthvað sem er henni á móti skapi. Ungur snáði Gabriel Jesus er fæddur árið 1997. Tímabilið 1996- 1997 var Manchester City í miðju- moði í næstefstu deild Englands. Þá voru leikmenn eins og Niall Quinn, Uwe Rösler og Georgi Kinkladze á mála hjá félaginu. ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD MÚRUM & SMÍÐUM ehf Ertu að fara í framkvæmdir ? Ekkert verk of smátt né stórt ! Fagleg og góð þjónusta . Upplýsingar í síma 788 8870 eða murumogsmidum@murumogsmidum.is TIL BOÐ ÞÉ R A Ð KO STN AÐA RLA USU ! Múrvinna Smíðavinna Málningarvinna Jarðvinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.