Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 4
Vikublað 14.–16. febrúar 20174 Fréttir HVAR ER SÓSAN? Það er ekkert betra en steiktur fiskur í raspi og nýjar kartöflur. Nema kannski steiktur fiskur í raspi, nýjar kartöflur og nóg af remolaði. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. Bíða enn Enn er beðið eftir niðurstöð- um úr lífsýnarannsóknum vegna dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta sagði Grímur Grímsson, yfir- maður rannsóknardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, við RÚV á mánudag. Thomas Frederik Møller Olsen situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að dauða Birnu. Umrædd lífsýni voru tek- in úr fatnaði og munum sem haldlagðir voru við leit í Polar Nanoq eftir að skipinu var snúið við til Íslands. Að sögn Gríms var Thomas ekki yfirheyrður um helgina og ekki liggur fyrir hvenær hann verður yfirheyrður næst. Gæsluvarðhaldsúrskurð- urinn rennur út á fimmtudag og þá verður tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á lengra varðhald yfir honum. Þ etta er búin að vera mjög sársaukafull vika,“ seg- ir kokkaneminn Birkir Ívar Gunnlaugsson sem lenti í alvarlegu vinnuslysi fyr- ir viku þegar rjómasprautu-gas- hylki sprakk með þeim afleiðing- um að hann brenndist illa í andliti, á höndunum og skaddaðist á auga. Betur fór en á horfðist í fyrstu og eru læknar bjartsýnir á að Birkir nái full- um bata með tímanum. Gashylkið sprakk Þegar slysið varð, um kvöldmatar- leytið síðastliðinn þriðjudag, var Birkir að útbúa sósu í stórum stálp- otti en margir áttu pantað borð á veitingastaðnum þar sem hann vinnur umrætt kvöld. Þegar sósan var nánast tilbúin, orðin hnausþykk og mallaði á 240 gráðu hita, ákvað Birkir að byrja að fylla á gashylki í sprautubrúsum sem notaðir eru á staðnum fyrir hin- ar ýmsu sósur, frauð og rjóma. Gas- hylkin voru geymd í hillu fyrir ofan eldavélina. „Ég færði sósupottinn til hliðar og rétti höndina upp til að sækja gas- hylki. Við það dettur eitt hylkið ofan í pottinn. Ég vissi strax að það gæti sprungið og var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að að gera þegar það sprakk, nokkrum sekúndum síðar.“ Sprengingin var gríðarlega kraft- mikil. Sósan slettist um allt eldhús, þrjá metra upp í loftið, og hellu- borðið, þar sem potturinn stóð, möl- brotnaði. Birkir, sem stóð beint fyrir framan pottinn, brenndist mjög illa þegar heit sósan fór yfir hann. „Ég byrjaði bara að öskra. Sárauk- inn var svo gríðarlega mikill og mér fannst eins og það væri að kvikna í andlitinu á mér. Um leið og þetta gerist fer rafmagnið af svo við sem vorum í eldhúsinu sáum ekkert. Vinnufélagar mínir reyndu að gera sitt besta til að hlúa að mér en það var erfitt í myrkrinu.“ Augað bólgnaði Uppi varð fótur og fit í eldhúsinu, þar sem ekkert nema ópin í Birki heyrð- ust í myrkrinu en hann hljóp sjálf- ur beint undir vaskinn til að kæla brunasárin. „Síðan byrjaði augað á mér að bólgna og þá var ég alveg viss um að ég væri orðinn blindur.“ Í framhaldinu kom lögregla og sjúkrabíll á vettvang og Birkir var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi en með viðkomu á Hvolsvelli þar sem slysið varð úti á landi. „Sjúkraflutningamennirn- ir sem komu fyrstir á vettvang voru lengi að átta sig á því hvernig ætti að meðhöndla brunasárin. Þeir fundu í fyrstu heldur ekkert til að kæla mig,“ segir Birkir, sem er gríðarlega ósáttur við þessa fyrstu hjálp. „Ég þurfti að biðja þá ít- rekað um að setja eitthvað yfir andlitið á mér og held að þeir hafi einfaldlega ekki vit- að hvernig ætti að bregðast við svona brunaáverkum. Að lok- um fundu þeir þó Burn Free- grisjur sem þeir lögðu yfir and- litið á mér.“ Gleymdist að kæla hand- legginn Eftir að sjúkrabíllinn var kom- inn á Hvolsvöll mat vakthaf- andi læknir ástand Birkis svo alvarlegt að hann þyrfti að komast sem allra fyrst til Reykjavík- ur. Áður en sjúkrabíllinn lagði aftur af stað fékk Birkir morfín og áfram- haldandi kælimeðferð en hann seg- ir að á þessum tímapunkti hafi sárs- aukinn verið orðinn óbærilegur. Morfínið sló bara mjög takmark- að á verkina. Þá gleymdist að kæla handlegginn á Birki í öllum hama- ganginum. „Ég man ekki mikið eftir ferðinni í bæinn, ég var á svo miklum lyfjum. En ég fékk nett áfall þegar ég heyrði sjúkraflutningamanninn segja í tal- stöðina að ég væri annaðhvort með annars- eða þriðjastigs brunasár. Þó svo að ég viti ekki mikið um bruna þá veit ég að það er ekki hægt að laga ör eftir þriðja stigs brunasár.“ Núna, viku síðar, er Birkir kom- inn heim af sjúkrahúsinu. Bruna- sárin eru annars stigs svo læknar eru bjartsýnir á að húðin grói alveg á nokkrum mánuðum. Augað er illa farið og hornhimnan skaddað- ist í slysinu. Í fyrstu var Birkir aðeins með 40 prósent sjón en með réttri læknismeðferð vonast augnlækn- irinn hans til þess að hann fái fulla sjón með tímanum.“ Birkir kveðst enn vera í miklu áfalli og finna mikið til. Hann ráð- leggur fólki eindregið að huga að því hvar gashylki eru geymd á heimil- inu. „Ég held að ég muni aldrei nota gashylki aftur. Ef svo verður verða þau ekki geymd nálægt einhverju heitu. Helst bara í öðru rými.“ n „Síðan byrjaði augað á mér að bólgna og þá var ég alveg viss um að ég væri orðinn blindur“ Rjómasprautuhylki sprakk framan í Birki Kristín Clausen kristin@dv.is Tveggja gráðu brunasár Andlitið er illa farið. Mynd Úr einKAsAfni Miklir áverkar Fyrst eftir slysið litu brunasárin svona út. Mynd Úr einKAsAfni Læknar telja að Birkir eigi eftir að ná fullum bata Hornhimnan á auganu skaddaðist. Mynd Úr einKAsAfni Ætlar í eigin útgerð „Ég er alger byrjandi í útgerð og menn taka kannski tillit til þess er þeir ræða við mig. En ég hef fulla þekkingu á fullvinnslu og sölu á ferskum fiski,“ segir Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn. Kristján hefur nú hug á að fara af stað í útgerð. Kristján greinir sjálfur frá þessu í auglýsingu á Facebook- síðu Fiskikóngsins og óskar eftir að kaupa bát og kvóta eða að kaupa sig inn í útgerð. Kristján segist vanta vana menn til að reka og stjórna bátnum. Markmiðið er að viðskiptavinir hans fái flottan og splunkunýjan fisk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.