Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 10
Vikublað 14.–16. febrúar 201710 Fréttir Í takt við tímann • Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa. • Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum. frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450 Björn ákærður fyrir morðið á jóni Gunnari: réttarhöld hafin n Ákærði neitar sök og fullyrðir að kunningi sinn, Ronnie Hällstrom, hafi banað Jóni H inn 9. febrúar síðast- liðinn var fyrirtaka í máli sænska ríkisins gegn þar- lendum manni sem grun- aður er um að hafa banað Jóni Gunnari Kristjánssyni þann 18. júlí síðastliðinn. Árásin átti sér stað á tjaldsvæði í grennd við Akalla-neðanjarðarlestarstöðina í samnefndu úthverfi Stokkhólms. Í lok júlí var greint frá því að einn einstaklingur hafi verið handtek- inn en lögreglan taldi líkur á að tve- ir hafi verið að verki. Nú liggur fyrir að sá grunaði heitir Björn Kollberg en hann á einnig yfir höfði sér dóm fyrir tvær aðrar hættulegar líkams- árásir nokkru fyrr, þjófnað á bif- reið og fíkniefnalagabrot. Málsvörn Kollberg er sú að benda á félaga sinn, Ronnie Hällstrom, sem bú- settur var á umræddu tjaldsvæði. Heldur meintur morðingi því fram að Hällstrom hafi veitt Íslendingn- um hina banvænu áverka og að það séu samantekin ráð íbúa tjaldsvæð- isins að skella skuldinni á hann. Hällstrom segir í yfirheyrslum að áskanirnar séu „hlægilegar“. Miklir áverkar á líkinu Jón Gunnar Kristjánsson fæddist á Íslandi árið 1981 og var því 35 ára gamall þegar hann lést. Hann flutti til Svíþjóðar tveggja ára að aldri og bjó þar síðan ásamt fjölskyldu sinni. Um tíma lagði hann stund á læknis- fræði en virtist síðan hafa fallið af beinu brautinni í lífinu og undir það síðasta var hann farinn að umgang- ast einstaklinga sem tengjast undir- heimum þar ytra. Jón lætur eftir sig tvö ung börn. Árásin, sem kostaði Jón líf- ið, átti sér stað í hádeginu, mánu- daginn 18. júlí í blíðskaparveðri. Í ákærunni gegn Birni Kollberg kemur fram að Jón hafi verið ítrek- að stunginn í brjótkassann, bakið og handleggi auk þess sem hann hafi verið sleginn með bandýkylfu og járnstöng í höfuðið. Þá er það niðurstaða lögreglurannsóknar að Jón hafi legið varnarlaus í jörðinni þegar mesta ofbeldið gekk yfir. Áverkarnir á líkama Jóns voru veru- legir og verða þeir ekki útlistaðir frekar af tillitssemi við aðstandend- ur Jóns. Opinber dánarorsök hans er vegna alvarlegs áverka á heila og blóðs í lungum. Leysti frá skjóðunni eftir þrjá mánuði Í opinberum gögnum málsins kem- ur fram að Björn Kollberg hafi verið handtekinn 8. ágúst 2016 og tveimur dögum síðar var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur setið síðan. Þremur mánuðum síð- ar ákvað hann að leysa frá skjóðunni þegar allt virtist stefna í hann yrði dæmdur fyrir morðið. DV hefur und- ir höndum afrit af yfirheyrslunni á meintum morðingja en slík gögn eru aðgengileg fjölmiðlum þar í landi. Yfirheyrslan gefur innsýn í síðustu stundir Jóns Gunnars en þess ber þó að geta að lögreglan hefur talið vitn- isburðinn það ótrúverðugan að Björn var síðar ákærður fyrir morðið, þrátt fyrir að hann fullyrði að annar hafi verið að verki. Björn heldur því fram að þennan örlagaríka morgun, 18. júlí, hafi hann verið staddur hjá vinkonu sinni og hr- ingt í barnsmóður sína, Ninu, sem býr í tjaldvagni á áðurnefndu tjaldsvæði í Akalla. Þau hafi rætt um börnin sín sem eru í fóstri á vegum hins opin- bera og meðferðina sem Nina hafi verið á leið í. Björn segist hafa tjáð Ninu að hann myndi koma í heim- sókn til hennar og lána henni peninga og sígarettur. Þá hafi Nina kvartað undan því að Jón haldi til á tjaldsvæð- inu og hafi verið að valda sér ónæði. Vinur Björns hafi síðan skutlað hon- um til barnsmóður sinnar. Átök brjótast út Þegar á tjaldvæðið í Akalla var kom- ið hafi Björn hitt vin sinn, áður- nefndan Ronnie Hällstrom, sem hafi tjáð honum að Nina væri í sím- anum en að Jón Gunnar svæfi í for- tjaldi vagnsins. Björn hafi þá þegar í stað gengið að tjaldinu og lamið í það til þess að vekja Jón. Hann hafi síðan gengið að vinum sínum, með- al annars Hällstrom, og fengið sér sígarettu. Hann kveðst hafa verið í afar góðu skapi en allt hafi breyst skömmu síðar þegar Jón hafi kom- ið gangandi út úr tjaldinu með kú- bein í annarri hendi og skiptilykil í hinni. Björn segist hafa vitað þá að uppgjör væri yfirvofandi. Hann hafi gengið til móts við Jón með stálrör af ryksugu í hendinni sem Hällstrom rétti honum. Tvímenningarnir hafi þegar í stað farið að rífast hástöfum Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Jón Gunnar Kristjánsson Varð fyrir hrottalegri árás þann 18. júlí síðastliðinn sem endaði með því að hann lét lífið. Réttarhöld yfir meintum morðingja standa nú yfir í Svíþjóð. Mynd Af fAceBooK Ronnie Hällstrom Myndin er tekin af sænsku lögreglunni þegar Hällstrom var handtekinn þann 18. júlí. Hann var með stöðu grunaðs manns þar til í októberlok 2016.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.