Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Qupperneq 28
Vikublað 14.–16. febrúar 201724 Lífsstíll F lest okkar eyða drjúgum hluta ævinnar í vinnunni og því skiptir það miklu máli að vinnuveitendur okkar skapi okkur gott vinnuumhverfi svo okkur líði vel í vinnunni. Mörg fyrirtæki kappkosta að gera þetta og fá á móti ánægt starfsfólk sem er til­ búið að leggja mikið á sig. Góð laun eru aðeins einn þáttur en mörg fyrir­ tæki bjóða starfsmönnum sínum ýmiss konar kaupauka, sem ekki er inni í hinum hefðbundnu launum. Business Insider tók saman nokkur athyglisverð dæmi sem má sjá hér. Ekki er þó um tæmandi upplýsingar að ræða og aðeins stiklað á stóru um helstu atriðin. Í könnun sem ráðningarskrif­ stofan Glassdoor framkvæmdi ekki alls fyrir löngu sögðust 57 prósent þeirra sem voru í atvinnuleit horfa til kaupauka fyrirtækja þegar þeir ákveða hvort þeir þiggi starf eða ekki. Með kaupauka er átt við ýmislegt sem starfsmenn þurfa ekki að bera kostnað af; allt frá mat í vinnunni til ókeypis húsnæðis. Í þessari sömu könnun sögðust 80 prósent svarenda frekar vilja kaupauka en launahækkun. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki bjóði starfs­ fólki ýmis legt aukreitis við hin hefð­ bundnu laun. Það er ekki að ástæðu­ lausu því ljóst er að mikið er undir hjá fyrirtækjum. Hæfasta starfsfólk­ ið leitar þangað sem kjörin eru best. „Kaupaukar og ýmsar viðbætur við laun skipta miklu máli. Þeir sem eru í atvinnuleit ættu að hafa þetta í huga,“ segir Scott Dobroski, sér­ fræðingur hjá Glassdoor, í samtali við Business Insider. n einar@dv.is Launin segja ekki alltaf alla söguna Fyrirtæki leggja meiri áherslu á að bjóða starfsfólki upp á ýmiss konar kaupauka Nemar fá ókeypis húsnæði Starfsnemum hjá Facebook stendur til boða ókeypis húsnæði meðan á reynslu- tímanum stendur. Þeir sem kjósa heldur að búa annars staðar geta fengið þúsund Bandaríkjadali í framfærslustyrk, rúmar 100 þúsund krónur, ofan á þau laun sem þeir fá. Starfsmenn fá einnig ókeypis mat í vinnunni, fjögurra mánaða fæðingarorlof á fullum launum og góðar tryggingar. 5 mánaða launað orlof Starfsfólk American Express fær fimm mánaða fæðingarorlof á fullum launum eftir að það eignast barn. Þetta á bæði við um feður og mæður. Þessu til viðbótar hefur starfsfólk aðgang að brjóstagjafarráð- gjafa allan sólar- hringinn auk þess sem mæður, sem þurfa að ferðast mikið vegna vinnu sinnar, geta sent brjóstamjólk með hraðpósti hvert á land sem er, endurgjaldslaust. Fríir hamborgarar In-N-Out Burger er bandarísk skyndibita- keðja sem rekur yfir 300 útibú víða um Bandaríkin. Starfsfólk borðar frítt á staðn- um en ekki er mælt með því að hver og einn borði meira en einn tvöfaldan hamborgara með frönskum á degi hverjum. Styrkur eftir andlát Google er býsna eftirsóttur vinnu- staður og það ekki að ástæðulausu. Aðstandendum þeirra starfs- manna sem falla frá eru tryggðar greiðslur í áratug eftir fráfall viðkomandi. Maki fær 50 prósent af launum viðkomandi starfsmanns í tíu ár eftir andlát hans. Þá fá starfsmenn frían hádegis- og kvöldverð og geta látið þvo bílinn sinn frítt. Eins árs orlof á fullum launum Streymisveitan Netflix býður starfsfólki sínu eins árs fæðingarorlof á fullum laun- um. Þetta á bæði við um feður og mæður. Láta gott af sér leiða Tæknifyrirtæk- ið Salesforce í Kaliforníu í Bandaríkjunum gefur starfsmönn- um sínum launað leyfi sex daga á ári til að sinna sjálfboðastörfum. Þá fá þeir þúsund dollara á ári sem þeir geta ráðstafað til þeirra góðgerðarmála sem þeir vilja. Geta gist hvar sem er Airbnb hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar sínar í San Francisco í Kaliforníu, gefur starfsmönnum sínum tvö þúsund Bandaríkjadali, tæpar 230 þúsund krónur, á hverju ári sem þeir geta notað til að gista á einhverjum af þúsundum gisti- staða sem fyrirtækið býður upp á. Loka tvær vikur á ári Fyrirtækið Adobe, sem framleiðir og þróar ýmsan hugbúnað í tölvur, lokar í einu viku í desember ár hvert og eina viku yfir sumartí- mann. Þetta er gert svo allir starfsmenn geti átt þess kost að hugsa um allt annað en vinnuna tvær vikur á ári. Tannlæknir og bílaþvottur Líftæknifyrirtækið Genentech býður starfsfólki sínu upp á alls konar þjónustu. Þannig getur fólk látið þvo bílinn sinn frítt, farið í klippingu frítt og notið ókeypis tannlæknaþjónustu. Þá býður fyrirtækið upp á daggæslu fyrir börn starfsmanna ef þeir lenda í vandræðum með pössun. Þrjár ókeypis máltíðir á dag Starfsfólki Twitter stendur ýmislegt til boða. Þannig fá þeir sem vinna langa vinnudaga þrjár ókeypis máltíðir á dag. Þá geta starfsmenn sótt ýmiss konar endurmenntunarnám- skeið endurgjaldslaust að sjálfsögðu. Starfsfólk Facebook Nýtur ýmissa viðbótarkjara. Starfsnemar fá ókeypis hús- næði meðan á reynslutíma stendur. Mynd EPA PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler plusminus.is • sími: 517 0317 Hágæða sjóngler frá nOVa TIlBOð Margskipt sjóngler frá 49.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.