Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 24
Vikublað 14.–16. febrúar 201720 Skrýtið Ó skarsverðlaunin verða af­ hent við hátíðlega athöfn í 89. skipti þann 26. febrúar næstkomandi. Þó að leikar­ ar fái tilnefningu til Óskars­ verðlauna er það engin ávísun á velgengni til langframa. Fjölmargir leikarar hafa ekki fundið fjöl sína eftir að hafa unnið þessi eftirsóttustu verðlaun sem veitt eru á sviði kvik­ mynda á ári hverju. Hér má sjá sjö dæmi um slíka leikara. n einar@dv.is EyðimErkurgangan Eftir ÓskarsvErðlaun 1 Cuba Gooding Jr.Vann: Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Jerry Maguire Hvenær: 1996 Þessi 49 ára gamli leikari var á há­ tindi ferilsins undir lok liðinnar ald­ ar þegar hann lék í myndum á borð við Jerry Maguire og As Good as It Gets. Hann tók hins vegar slæmar ákvarðanir í kjölfarið og lék í misvel heppnuðum myndum á borð við Rat Race, Snow Dogs og Boat Trips, auk fjölda annarra B­hasarmynda. Nýlega lék hann þó O.J. Simpson í þáttunum American Crime Story og virðist hann að einhverju leyti hafa fundið fjöl sína að nýju. 2 Adrian BrodyVann: Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina The Pianist Hvenær: Árið 2003 Bíómyndin The Pianist kom Adrian Brody á kortið fyrir alvöru, enda sýndi hann magnaðan leik í frábærri mynd. Myndin er að margra mati í hópi bestu bíómynda sögunnar, en hún hlaut þó aðeins þrenn Óskars­ verðlaun. Brody hefur ekki verið mjög áberandi á undanförnum árum en fékk þó góða dóma fyrir leik sinn í þáttunum Houdini árið 2014. 3 Jennifer ConnellyVann: Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina A Beautiful Mind Hvenær: 2002 Áður en Jennifer Connelly hreppti Óskarinn hafði hún átt viðburða­ ríkan feril og leikið í myndum á borð við Requiem for a Dream. Frá árinu 2002 þegar hún sýndi stórleik ásamt Russell Crowe í myndinni A Beauti­ ful Mind hefur Connelly ekki verið sérstaklega áberandi, ef undan eru skilin nokkur hlutverk í myndum á borð við Reservation Road (2007), Blood Diamond (2006) og Noah (2014). 4 Brenda FrickerVann: Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina My Left Foot Hvenær: 1990 Aðeins þremur árum eftir að Brenda vann Óskarinn lék hún dúfna­ konuna alræmdu í Home Alone 2. Ferill hennar lá niður á við eftir frammistöðu hennar í My Left Foot. Hún er þó hvergi nærri hætt að leika en hefur að mestu komið fram í sjónvarpsmyndum. 5 Roberto BeningniVann: Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina Life Is Beautiful Hvenær: 1999 Ítalski leikarinn sló eftirminnilega í gegn í myndinni La Vita é Bella skömmu fyrir alda­ mót. Þessi viðkunn­ anlegi náungi heillaði flesta upp úr skónum eins og Ítala er siður. Síðan þá hefur lítið spurst til Beningni og hefur hann raunar leikið í afar fáum myndum frá árinu 1999. Síðast lék hann í myndinni To Rome with Love árið 2012. 6 Mercedes RuehlVann: Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina The Fisher King Hvenær: 1992 Mercedes Ruehl er nafn sem hringir eflaust ekki mörgum bjöll­ um hjá kvikmynda­ háhugamönnum. Hún hefur þó leikið í fjölmörgum þátt­ um og kvikmynd­ um en fáar hafa þó slegið í gegn. Eftir að hún vann Óskarinn lék hún í heldur misheppnuðum bíó­ myndum eins og Lost in Yonkers og The Last Action Hero með Arnold Schwarzenegger. Sem fyrr segir hefur hún leikið í ýmsum þáttum í gegnum tíðina, til dæmis Psych, Entourace og Law & Order. 7 Michael CiminoVann: Óskarinn fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina The Deer Hunter Hvenær: 1979 Michael Cimino var spáð bjartri fram­ tíð eftir að mynd hans, The Deer Hunt­ er, sló eftir­ minnilega í gegn. Myndin skartaði Robert De Niro í aðalhlutverki og var valin besta bíó­ myndin á Óskarsverðlaunahátíð­ inni árið 1979 auk þess sem Cimino fékk verðlaun sem besti leikstjór­ inn. Í kjölfarið fylgdi hvert floppið á eftir öðru. Tveimur árum seinna kom út myndin Heaven‘s Gate sem er líklega einhver lengsta kvikmynd sögunnar, rúmir fimm klukkutímar. Myndin var dýr í framleiðslu og setti kvikmyndafyrirtækið United Artists nánast á hausinn. Myndin var illa sótt og hlaut auk þess heldur lélega dóma. Cimino náði sér aldrei á strik eftir þetta, en hann lést í fyrrasumar, 77 ára að aldri. n Það getur verið kalt á toppnum n Manstu eftir Michael Cimino?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.