Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 13
Vikublað 14.–16. febrúar 2017 Fréttir 13 Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Gleraugnaverslunin Eyesland hefur opnað nýja og glæsilega verslun á Grandagarði 13. Mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Cocoa Mint sólgleraugu kr. 12.900,- Sjáðu muninn? Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gefur lítið fyrir umræddar framkvæmdir og áætlanir í stóra samhenginu. „Ég er ekkert að efast um að þetta og hitt er í pípunum og búið að gefa út þessi og hin byggingarleyfi en þegar maður skoðar raun- veruleikann er hann sá að frá árinu 2010 til loka árs 2015 eru það aðeins 1.557 íbúðir sem voru fullkláraðar í Reykjavík. Samkvæmt aðalskipulagi ætti hins vegar að fullklára 700 íbúðir á ári, og raunar erum við sammála um það í meirihluta og minnihluta að það þurfi að hækka þá tölu í 1.000 á ári. Fólk flytur ekki inn í áætlanir.“ Halldór bendir á að mörg þeirra uppbyggingarverkefna sem nú sé stefnt að hafi verið lengi í pípunum. Sökum þess hversu hægt uppbygging gengur sé því þörf á að fjölga lóðum sem í boði séu. Á borgarstjórnarfundi 7. febrúar síðastliðinn lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að fjölgað verði lóðum til uppbyggingar á íbúðum í Úlfarsárdal. Tillögunni var vísað til borgarráðs til meðferðar. Í umræðum um tillöguna sagði Halldór að meirihlutinn keyrði áfram „lóðaskortsstefnu“. Halldór segir að sökum skorts á íbúðum hafi verð á markaði hækkað verulega, um 42 prósent á stuttum tíma, og samkvæmt spám Arion banka muni verð hækka enn um 30 prósent á næstu tveimur árum. „Það sem borgin getur gert til að sporna við þessu er að úthluta fleiri lóðum til að hægt sé að byggja fleiri íbúðir.“ Halldór bendir á að í upphafi kjörtímabils hafi verið um 400 manns á biðlista vegna félagslegs húsnæðis en séu nú um 1.000 talsins. Stefnan hafi verið að fjölga félagslegum íbúðum um 100 á ári en það hafi ekki gengið eftir. „Frá árinu 2010 hefur þeim aðeins fjölgað um 200 íbúðir.“ 800 leigu- og búsetu- réttaríbúðir í byggingu Á árunum 2014 til 2016 hófst uppbygging á um 800 leigu- og búseturéttaríbúðum. Um eftirfarandi framkvæmdir er að ræða: n Einholt-Þverholt: 203 búseturéttaríbúðir. Fullgerðar/fokheldar n Ásholtsreitur: 103 stúdentaíbúðir. Fullgerðar n Bílanaustsreitur: 44 íbúðir fyrir eldri borgara. Fullgerðar/fokheldar n Bryggjuhverfi, Úlfarsárdalur, Eddufell, Stakkholt o.fl: 360 almennar leiguíbúðir. Fullgerðar/fokheldar/í smíðum n Reynisvatnsás: 18 búseturéttaríbúðir. Á byrjunarstigi n Mörkin: 70 íbúðir fyrir eldri borgara. Á byrjunarstigi 1.600 byggingarleyfi gefin út Á árunum 2014 til 2016 hófst uppbygging um 1.250 eigna- eða söluíbúða. Auk þess voru gefin út um 350 byggingaleyfi til viðbótar sem ekki hafa enn verið virkjuð. Um eftirfarandi framkvæmdir er að ræða: n Lýsisreitur: 142 íbúðir. Í smíðum/fokheldar n Skuggi: 35 íbúðir. Fullgerðar n Stakkholt: 116 íbúðir. Fullgerðar n Hljómalindarreitur: 35 íbúðir. Fokheldar/fullgerðar n Seljavegur: 10 íbúðir. Í smíðum n Reynisvatnsás: Um 20 íbúðir. Í smíðum/fokheldar/fullgerðar n Úlfarsárdalur: Um 150 íbúðir. Í smíðum/fokheldar/fullgerðar n Frakkastígsreitur: 68 íbúðir. Í smíðum n Höfðatorg: 90 íbúðir. Í smíðum n Hlíðarendi: 174 íbúðir. Framkvæmdir á byrjunarstigi n Tryggvagata 13: 40 íbúðir. Fokheldar n RÚV-reitur: 64 íbúðir. Framkvæmdir á byrjunarstigi/í smíðum n Önnur svæði: 300 íbúðir. Í smíðum/fokheldar/fullgerðar Gætu hafið uppbyggingu á allt að 2.500 íbúðum Á þessu ári er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist á um 1.300 íbúðum í borginni. Gangi hins vegar áætlanir eftir gætu þær orðið mun fleiri en það, miðað við áform og byggingarleyfi. Gangi allar áætlanir eftir gæti hafist uppbygging á allt að 2.500 íbúðum auk þess sem mögulegt er að óvirkjuð byggingaleyfi frá fyrri árum bætist við. Bæði er um leigu- og búseturéttaríbúðir að ræða, sem og eigna- og söluíbúðir. Um eftirfarandi framkvæmdir er að ræða: n Vesturbugt: 176 íbúðir n Baróns- og Laugavegsreitir: 100 íbúðir n Spöngin: 120 íbúðir n Félagsstofnun, Vísindagarðar: 210 íbúðir n HR stúdentaíbúðir: 112 íbúðir n KHÍ-reitur: 150 íbúðir n Úlfarsárdalur: 120 íbúðir n Nauthólsvegur 79: 40 íbúðir n RÚV-reitur: 296 íbúðir n Kirkjusandur: 300 íbúðir (ca 150 á þessu ári) n Vogabyggð: 660 íbúðir (fjöldi íbúða í fyrsta áfanga, heildin er um 1.300 íbúðir) n Keilugrandi (Búseti): 78 n Árskógar (Búseti): 72 n Skógarvegur (Búseti): 20 n Hlíðarendi: 150 „Fólk flytur ekki inn í áætlanir“ Oddviti sjálfstæðismanna gefur lítið fyrir áætlanir í stóra samhenginu Að hefjast Uppbygging á Ríkisútvarpsreitnum er að hefjast. MyNd SigTRygguR ARi Mikil uppbygging framundan Mikil uppbygging er framundan á Hlíðarendasvæðinu. MyNd SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.