Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 12
Vikublað 14.–16. febrúar 201712 Fréttir H afnar voru framkvæmdir við uppbyggingu um 2.050 íbúða í Reykjavík á árabilinu 2014 til 2016 og eru þær íbúðir á ýmsum byggingarstigum. Sumar eru fullgerðar, aðrar fokheldar og aðrar í smíðum. Af þeim eru um 800 leigu- og/eða búseturéttaríbúðir og um 1.250 eigna- eða söluíbúðir. Auk þess voru gefin út um 350 byggingarleyfi á tímabilinu til uppbyggingar á eigna- eða söluíbúðum. Gert er ráð fyrir að uppbygging á um 1.300 íbúðum hefj- ist á þessu ári og á árunum 2018 til 2019 hefjist uppbygging á um 2.600 íbúðum í Reykjavík. Tölurnar hér að framan eru fengnar frá skrifstofu borgarstjóra. Í samstarfssamningi meirihluta borg- arstjórnar sem undirritaður var árið 2014 kom fram að borgarstjórn stefndi að því að fjölga leigu- og bú- seturéttaríbúðum um 2.500 til 3.000. Uppbyggingin átti að fara fram í sam- starfi við langtímaleigufélög og eink- um þau sem rekin væru án hagn- aðarsjónarmiða. Þá var samþykkt í nóvember 2014 að heimila Félags- bústöðum að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á árunum 2015 til 2019, í samræmi við samstarfssamninginn. Auk þess gerir húsnæðisáætlun Reykjavíkur- borgar ráð fyrir uppbyggingu íbúða í samstarfi við Búseta, Félagsstofn- un stúdenta, Byggingafélag náms- manna, Félag eldri borgara og fleiri til þess að auka framboð íbúða fyrir alla. Við það bætast svo íbúðir sem rísa á hefðbundnum íbúðamarkaði. Á tímabilinu 2014 til 2019 má gera ráð fyrir að byggðar verði upp um 5.700 íbúðir í borginni, gangi áætlan- ir eftir. Þar af verði leigu- og búsetu- réttaríbúðir um 2.650 til 2.800. Sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra eru nú staðfest áform um uppbyggingu 3.733 leigu- og bú- seturéttaríbúða í samvinnu við lykil- samstarfsaðila sem nefndir eru hér að framan. Þá verður fjölgun félags- legra leiguíbúða Félagsbústaða að hluta til knúin áfram með kaupum á íbúðum. Þar fyrir utan eru leiguíbúð- ir byggðar upp af félögum sem rekin eru í hagnaðarskyni. Eins og sakir standa eru 5.000 íbúðir í samþykktu deiliskipulagi hjá borginni og eru um 1.500 þeirra komnar á byggingarstig. Reiknað er með að stærstur hluti þeirra 3.500 sem útaf standa komist á byggingar- stig á þessu ári og á árunum 2018 til 2019. Þá munu ríflega 1.000 íbúðir til viðbótar bætast við á samþykktu deiliskipulagi á næstunni. n 5.700 íbúðir í upp- byggingu til 2019 n Framkvæmdir við ríflega 2.000 íbúðir hafnar frá upphafi kjörtímabils Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Langt komið Uppbygging á Lýsisreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur er langt komin þó að mörg handtök séu eftir. Fólk er þegar flutt inn í íbúðir á reitnum. Mynd SigtRygguR ARi Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Garn í sjöl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.