Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 11
Vikublað 14.–16. febrúar 2017 → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS 36 á annarri 32 á hinni IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu gómsætar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Frosið hrefnukjöt komið í verslanirBjörn ákærður fyrir morðið á jóni Gunnari: réttarhöld hafin n Ákærði neitar sök og fullyrðir að kunningi sinn, Ronnie Hällstrom, hafi banað Jóni Fréttir 11 Meintur morðingi Myndin er úr öryggiskerfi Akalla- neðanjarðarlestastöðvarinnar og er af Birni Kollberg (til hægri), skömmu eftir að hann á að hafa banað Jóni Gunnari Kristjánssyni. Öryggisverðir eru að hafa afskipti af honum á stöðinni eftir að hann reyndi að lauma sér inn án þess að borga fargjald. og ógnað hvor öðrum með verkfær- unum. Þekktust frá fyrri tíð Á þessu stigi yfirheyrslunnar viður- kennir Björn að leiðir hans og Jóns hafi áður legið saman. Tvisvar áður hafi skorist í odda með þeim, fyrst nokkru áður þegar þeir slógust og skölluðu hvorn annan og síðar þegar Björn stal bíl af Jóni. Jón hafi verið afar ósáttur við það, eðli máls- ins samkvæmt, og endaði með að lemja Björn fyrir verknaðinn. Þá hafi Jón verið verulega ósáttur við vin Björns sem leigði af honum íbúð og stóð ekki við sitt. Þessir óuppgerðu atburðir hafi leitt til þess að upp úr sauð á tjaldsvæðinu í Akalla. Fram kemur í yfirheyrslunni að Jón hafi lagt frá sér kúbeinið á ein- hverjum tímapunkti en þegar átök brutust út milli mannanna hafi Björn tekið það upp og slegið Jón í handleggina. Jón reyndi að verja sig og meðal annars rifið í hálsfesti Björns með þeim afleiðingum að tví- menningarnir féllu á jörðina. Slags- málin bárust síðan að nærliggjandi trjám í útjaðri tjaldsvæðisins en þá fullyrðir Björn að Ronnie Hällstrom hafi komið aðvífandi og stungið Jón í brjóstholið. Björn hafi þá öskrað að honum hvað í ósköpunum Häll- strom væri að gera. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að hypja sig af vett- vangi og tekið neðanjarðarlestina niður í miðbæ Stokkhólms. Meira viti hann ekki um afdrif Jóns né viti hann ástæðu þess að Hällstrom hafi stungið Jón. Björn segir að það hafi ekki kom- ið sér á óvart að hann væri bend- laður við morðið en hann hefði talið að rannsókn myndi leiða sak- leysi sitt í ljós. Eftir þrjá mánuði frá handtökunni hafi lögmaður Björns tjáð honum að allt stefndi í að hann yrði dæmdur fyrir morðið og því hafi hann loks ákveðið að leysa frá skjóðunni og segja sína hlið. „Hann reyndi að reisa sig upp“ DV hefur einnig undir höndum lögregluskýrslur vegna yfirheyrslu Ronnie Hällstrom og annarra vitna í málinu. Þegar skýringar Björns voru bornar undir Hällstrom þá vís- aði hann þeim algjörlega á bug og sagði þær „hlægilegar“. Að hans mati væri Björn að reyna að koma sjálfum sér úr klípunni með því að benda á aðra. Hann segist hafa komið að Jóni í blóði sínu ásamt Ninu, barnsmóð- ur hins meinta morðingja. Hann hafi kallað á hana að hringja í sjúkrabíl sem hún gerði og skömmu síðar stökk hún upp í bíl og keyrði til móts við sjúkraflutningamennina til þess að tryggja að þeir kæmust sem fyrst á vettvang. Á meðan hafi Hällstrom beðið með Jóni sem enn var með lífsmarki. „Hann reyndi að reisa sig upp en ég sagði honum að hann yrði að liggja kyrr. Hann væri læknir og hann ætti að vita það,“ segir Häll- strom í skýrslunni. Fékk hníf frá Hällstrom Fram kemur í gögnunum sem DV hefur undir höndum að Hällstrom hafi verið handtekinn nokkrum vikum eftir árásina og fengið rétt- arstöðu grunaðs manns. Þar réði miklu vitnisburður manns að nafni Axel Overödder sem steig fram og sagði að Hällstrom hefði laumað að sér hníf sem mögulega tengist morðinu á Jóni. DV hefur ekki upp- lýsingar um hver svör Hällstrom voru en rannsókn lögreglu á aðild hans lauk þann 25.október 2016. Þá hefur DV undir höndum vitn- isburð eins íbúa í nærliggjandi tjaldvagni, sem fullyrðir að hann hafi séð Björn slá Jón af alefli með járnröri og hafi Íslendingurinn fall- ið fram á hnén við höggið. Meira sá maðurinn ekki enda forðaði hann sér af vettvangi. Eins og áður segir var Björn Koll- berg ákærður fyrir morðið á Jóni Gunnari en Ronnie Hällstrom er með stöðu vitnis. Málið var tekið fyrir þann 9. febrúar en verður framhaldið miðvikudaginn 15. febrúar. n Meint morðvopn Hnífurinn sem Axel Overödder kom til lögreglu og fullyrti að Ronnie Hällstrom hefði falið sér. „Hann reyndi að reisa sig upp en ég sagði honum að hann yrði að liggja kyrr. Hann væri læknir og hann ætti að vita það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.