Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 18
Vikublað 14.–16. febrúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þarf ekki að banna allt Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra boðar frumvarp þar sem lagt er til að sömu reglur gildi um rafsí- garettur og tóbak. Ekki eru allir sammála um nauðsyn þess. Einn þeirra er Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata og fyrrverandi reykingamaður. Hann er viðkvæmur fyrir tóbaksreyk en einnig fyrir rafsígarettum. En þótt Helgi Hrafn finni fyrir óþægind- um vegna rafsígarettna þá er hann ekki fylgjandi banni á þeim. „Mín reynsla af fólki sem notar rafsí- garettur innanhúss er sú að þetta sé ekkert vandamál. Maður ein- faldlega biður það um að passa að blása ekki í andlitið á manni og þá er vandinn næstum því alfarið far- inn“, segir hann á facebook. „Það þarf ekki að banna allt sem er óþægilegt,“ segir Helgi Hrafn, Píratinn sem margir sakna að skuli ekki sitja á þingi, þar sem þörf er á viðhorfum eins og þessum. Fyrsti alvarlegi ágreiningurinn Frá upphafi hafa ýmsir spáð því að ríkisstjórnin verði ekki lang- líf, enda hefur hún afar nauman meirihluta. Nú er fyrsta alvar- lega ágreinings- efnið komið fram en það snýr að lögfestingu jafn- launavottun- ar sem Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra boðar. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru sumir hverjir ekki hrifnir af því. Þar eru á ferð „the usual suspects“, Óli Björn Kárason, Sigríður Andersen og Brynjar Ní- elsson. Ekkert bendir til að þing- menn Viðreisnar ætli að gefa eftir og búast má við hörðum deilum milli Viðreisnar og Sjálfstæð- isflokks vegna málsins. Hverjir sögðu að þessir tveir flokkar væru bara sami flokkurinn? Sennilega er ég heldur forn í mér Eva María Jónsdóttir starfar hjá Stofnun Árna Magnússonar. – DV Þú ert ekki í lagi, Jakob minn Gunnar Smári Egilsson vandar Jakobi Bjarnari ekki kveðjurnar. – Facebook Eitt það rosalegasta sem ég hef lent í Unnar hljóp með börnin út úr brennandi húsi. – DV Vond ímynd stórútgerðarinnar S jómannaverkfallið hefur ver- ið langt og strangt. Það er ljóst að gríðarlegir peningar hafa tapast, svo miklir reyndar að undrun sætir að ekki var samið fyrir löngu. Enginn hefur grætt á þessu verkfalli. Sjómenn, sem hafa verið samningslausir í sex ár, slökuðu nokk- uð á kröfum sem þeir segja þó hafa verið hógværar og sanngjarnar. Stór- útgerðin sýndi strax frá byrjun þrjósku, enda er það víst helst þar sem menn hafa efni á að tapa. Lítil útgerðarfélög mega þó örugglega ekki við tapinu og þar hljóta menn að vera mjög uggandi. Stórútgerðin ætti að íhuga sinn gang. Í hugum fjölmargra Íslendinga er ímynd hennar ekki góð. Í daglegu tali er iðulega talað um „útgerðarauð- valdið“ – sem segir sitt um viðhorfið. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin græða á tá og fingri og eigendur þeirra fá ríf- legar arðgreiðslur. Ljóst er að fyrirtæk- in gætu greitt mun hærri veiðigjöld til ríkisins en þau gera. Á sama tíma hefur verið lítill áhugi á að leiðrétta kjör sjó- manna. Það er ekki skrýtið þótt hvar- fli að einhverjum að útgerðin hafi ver- ið að draga deiluna á langinn og þreyta þannig sjómenn svo þeir gæfu eftir. Ólíkt stórútgerðinni njóta sjómenn ómældrar virðingar landsmanna. Í gegnum aldir hafa þeir verið lofaðir og um þá ort kvæði og af þeim sagð- ar sögur. Þjóðin er vel meðvituð um að starf sjómanna er erfitt og áhættu- samt og kostar jafnframt mikla fjar- veru frá fjölskyldu. Fáir eru hins vegar til að mæra útgerðina, ef einhver gerir slíkt er hann samstundis sakaður um að ganga götu hagsmunaaðila. Stór- útgerðin í landinu mætti vel leggjast í naflaskoðun og spyrja sig hvort ekki sé ástæða fyrir því illa umtali sem hún mætir svo víða. Deilur eins og þessa ber ætíð að leysa við samningaborðið. Þegar þetta er ritað hefur samkomulag enn ekki náðst en vonandi gerist það sem fyrst, ef það hefur ekki þegar gerst. Sjómenn hafa gefið nokkuð eftir og vonandi sér útgerðin sóma sinn í því að gera hið sama. n Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Stórútgerðin sýndi strax frá byrjun þrjósku, enda er það víst helst þar sem menn hafa efni á að tapa. Myndin Vorveður Það hefur verið vorlegt víða um land að undanförnu og laukar sums staðar byrjaðir að senda skeyti upp úr moldinni. Langtímaspár gera engu að síður ráð fyrir kólnandi veðri um og upp úr næstu helgi. MyNd SiGtryGGUr Ari V e g a m ó t a s t í g u r 4 | 1 0 1 R e y k j a v í k | s í m i 5 1 1 3 0 4 0 | v e g a m o t @ v e g a m o t . i s FRÁ 11–16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.