Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 34
Helgarblað 24.–27. febrúar 201726 Fólk Viðtal
fannst þetta vera mikið klessuverk.
Það var gaman að eiga heima
þarna vestur frá, stutt að ganga
niður í bæ og stutt í Melaskólann.
Þarna voru tugir stráka og stelpna
að leik alla daga og þar var mikið
fjör. Þegar ég varð fimmtugur sagði
vinur minn: „Helgi, við strákarnir
þurfum að fara að hittast allir.“ Það
dróst á langinn en svo sagði ég einn
daginn: „Ég skal bjóða þeim öllum
í mat.“ Þeir voru ekki nógu áhuga
samir um það svo ég sagði við vin
minn: „Segðu þeim að það verði líka
frítt á barinn.“ Þá mættu þeir allir og
höfðu gaman af. Ég hugsaði með
mér: „Svakalega er barinn sterkur
auglýsingamiðill.“ Eftir þetta erum
við tuttugu til þrjátíu sem hittumst
einu sinni á ári.“
Hann er spurður hvort um
hverfi Kamp Knox hafi mótað hann.
„Ef það hefur mótað mig þá er ég
ánægður með það,“ segir hann.
Íbúðirnar í bröggunum voru lítil
hreiður, eins og ég kalla það. Ég fór
að heiman fimmtán ára gamall og
tók á leigu sex fermetra geymsluher
bergi uppi á lofti á Hjarðarhaganum.
Ég var himinlifandi með þetta hús
næði.“
Heppinn í lífinu
Ákvaðst þú meðvitað að koma undir
þig fótunum og stofna fyrirtæki?
„Með hverju árinu sem líður velti
ég því æ meir fyrir mér hvort maður
stjórnar sjálfur framvindunni. Ég fór
að hugsa sérlega mikið um þetta eftir
að ég missti son minn og eiginkonu.
Maður heldur að maður stjórni
flestu en kannski stjórnar maður
ósköp litlu.“
Helgi var einungis 26 ára gamall
þegar hann stofnaði sælgætis
verksmiðjuna Góu. „Ég var búinn
að gera ýmislegt áður, enda hafði
ég áhuga á svo mörgu. Ég var að
reyna að bjarga mér,“ segir hann.
„Ég fór ungur maður að gera við
barnavagna og reiðhjól. Ég fór líka
til Grindavíkur á sjóinn og mér
dugði ekki að vera bara á bátnum,
mér fannst ég líka verða að opna
sjoppu í plássinu. Þar var Mána
borg með afgreiðsluborð og sæti
fyrir 50 manns. Eigandinn gat ekki
rekið staðinn og ég hringdi í hann
og spurði hvort hann vildi leigja
mér hann. Svo opnaði ég sjoppuna
þegar komið var í land á kvöldin.
Það var mjög gaman að vera í
Grindavík og kynnast lífinu þar.“
Ertu fæddur rekstrarmaður?
„Rekstur er eitthvað sem hefur
verið í mér. Kannski hef ég hugs
að eitthvað aðeins lengra en margir
– eða svo er líka spurning hver
stjórnar, hvort það sé maður sjálfur
eða eitthvert annað afl. Ég tel mig
hafa verið heppinn í lífinu og hef
verið laus við tóbak og brennivín og
það er engin spurning að það skap
ar miklar tekjur. Svo hef ég líka alltaf
haft gott fólk í kringum mig. Í starfi
eins og mínu verður maður að hafa
fólkið með sér, maður gerir lítið án
þess. Þar hef ég sannarlega verið
mjög heppinn.“
Peningar hafa ekki truflað
Helgi lét sér ekki nægja að stofna
sælgætisgerðina Góu heldur kom
með Kentucky Fried til Íslands,
fjölmörgum landsmönnum til mik
illar gleði. „Já, 1980 datt mér þetta
í hug. Þá gengum við í EFTA og þá
hélt fólk að það væri engin fram
tíð í því lengur að framleiða ís
lenskt sælgæti. Mér fannst tilvalið
að koma með Kentucky Fried til Ís
lands en menn höfðu ekki mikla trú
á þeirri hugmynd. Þetta er hreint
kjúklingakjöt, ekki hænur eins og
einn sagði við mig. „Ég borða engar
hænur, Helgi,“ sagði hann. „Þetta er
kjúklingur, bara sex vikna gamall,“
sagði ég. Það tók mig tíu ár að fá
hann til að borða kjúklinginn en ég
held að hann hafi borðað Kentucky
í hverri viku eftir það.“
Þú borðar Kentucky en borðaðu
líka sælgætið sem þú framleiðir?
„Já, ég geri það. Þú sérð hvað ég
er myndarlegur!“
Hvaða máli skipta peningar þig?
„Ekkert óskaplega miklu máli.
Að vísu er gott að hafa þá en þeir
hafa ekki truflað mig eða mína
fjölskyldu mjög mikið. Mér hefur
sýnst fólk sem á peninga vera yfir
leitt mjög jarðbundið og passa
samt. Maður eignast reyndar ekki
peninga nema vera passasamur.
Mér hefur gengið mjög vel, á næsta
ári eru 50 ár síðan þetta fyrirtæki
var skrásett og það hefur alltaf haft
sömu kennitölu.“
Ertu mjög vinnusamur?
„Ég hef haft afskaplega gaman
af að vinna, hef verið í skapandi og
skemmtilegu starfi með góða vöru og
uppbygging hefur verið mikil. Ég hef
farið úr 100 fermetrum í 7.000 fer
metra. Ég hef líka verið mjög heilsu
hraustur og er það enn í dag. Enda sit
ég hérna við borðið með þér, 75 ára
gamall.“
Harmleikurinn
Helgi segist hafa átt gott líf en harm
leikurinn í lífi hans er morðið á syni
hans, Hannesi Þór. Eiginkona hans
til fimmtíu ára, Jóna Steinunn, lést
ári seinna úr krabbameini. „Mér er
sagt af fólki sem hefur lent í svipuð
um sporum og við að það reyndist
konunum afar þungbært að missa
barn sitt og dæmi eru um að þær
hafa dáið stuttu seinna. Allt var
þetta mjög erfitt en það hjálpaði
mér mikið að ég á bæði góða vini
og góða fjölskyldu. Vinnan hjálpaði
mér líka.“
Þegar þú lítur til baka, varstu
reiður og ertu reiður vegna þess sem
gerðist?
„Ég veit ekki hvað ég á að segja.
Ætli ég sé ekki bæði reiður og sár.
Ég vorkenni þessum manni að
hafa gert þetta. Ég spyr mig hvað
hafi verið að honum? Ég missti
bæði son minn og konu mína. Ég
og sonur minn vorum mjög nánir
og hann hafði mikinn áhuga á fyr
irtækjarekstrinum. Konan var mín
hægri hönd í þessu öllu saman í
gegnum tíðina. En svona er lífið,
það ekkert hægt að gera við því og
maður verður að reyna að vinna
úr sorginni. Mér hefur tekist það
þokkalega og sömuleiðis fjöl
skyldunni. Þetta tók mjög á systur
Hannesar og sömuleiðis afabörnin.
Þetta var öllum afar erfitt.“
Trú á það góða hinum megin
Stuttu eftir lát Hannesar kom í ljós
að hann hafði eignast barn með
eistneskri konu „Þetta er skrýtið
því við vissum ekki af honum fyrr
en eftir að Hannes dó. Þá kom bara
allt í einu lítill drengur inn í líf fjöl
skyldunnar,“ segir Helgi. „Við erum
í eins miklu sambandi og hægt er.
Hann heitir Siimm, kemur hingað
einu sinni til tvisvar á ári og er einn
af okkur,“ segir Helgi. „Hann var
hjá okkur síðasta sumar í mánuð.
Mamma hans sem er gift kom líka
með nýja manninum og tveimur
börnum þeirra. Ég bauð þeim
öllum vegna þess að ég get það.
Siimm verður átta ára á þessu ári
og kemur þá í heimsókn og er mjög
spenntur fyrir því.“
Eins og þú hefur talað í þessu
viðtali þá finnst mér eins og þú trúir
á líf eftir dauðann?
„Já, það er engin spurning í mín
um huga. Það getur ekki verið að
við séum látin fæðast hérna bara
til að puða. Ég held ekki. Ég ætla að
minnsta kosti að hafa þá trú.“
Þú talaðir oftar en einu sinni í
þessu viðtali um það hver stjórnar.
Trúirðu á Guð?
„Ég held að maður verði að
gera það. Ég trúi á það góða hinum
megin. En svo verður hver að hafa
trúna fyrir sig. Ég ætla ekki að reyna
að troða minni trú upp á nokkurn
mann. En væri búið að tala svona
mikið um Guð almáttugan um allar
þessar aldir ef hann væri bara ein
hver playboy?“ n
„Ég vor-
kenni
þessum manni
að hafa gert
þetta. Ég spyr
mig hvað hafi
verið að hon-
um? Ég missti
bæði son minn
og konu mína.
Velgengni „Ég hef
farið úr 100 fermetrum í
7.000 fermetra.“
Nýjar vörur