Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 26
Helgarblað 24.–27. febrúar 20172 Allt fyrir heimilið - Kynningarblað Búð full af brosum Kastalinn, bráðskemmtileg hönnunarverslun á Selfossi K astalinn er án efa ein skemmtilegasta hönnunar- búð landsins með ógrynnin öll af íslenskri hönnun. Þegar Kastalinn varð eins árs í fyrra og hóf eigandinn, María Marko, að flytja inn vel valdar er- lendar hönnunarvörur sem gleðja bæði augu og huga. „Verslunin er L-laga og annar anginn er alveg ís- lenskur á meðan hinn anginn er full- ur af litaglaðri hollenskri hönnun sem vekur kátínu, jarðbundinni danskri vörulínu og bandarískum vörum með kolsvörtum húmor sem eru jafnframt vandaðar og úr góð- um og efnum. Svo vekja frönsku an- anaslamparnir alltaf athygli og aðdá- un, enda bæði ótrúlega skemmtilegir og heillandi,“ segir María. Kastalinn býður upp á alþjóðlega hönnunar- blöndu sem heillar fagurkerann í okkur öllum. María er menntað- ur vöruhönnuður og lærði einnig barnamenningarhönnun í Svíþjóð. Hún rekur hönnunarstúdíó í versl- uninni og hannar þar fallegar vörur sem hún selur. Leikgleðin í fyrirrúmi Það er alltaf jafn gaman kíkja í heim- sókn í Kastalann hennar Maríu á Sel- fossi enda einkennist vöruúrvalið af vönduðum og skemmtilegum hönnunarvörum. „Heimili manns er kastalinn hans“, eru einkenn- isorð verslunarinnar og leitast María við að bjóða upp á fjölbreytta hönnun sem er hvort tveggja mjúk og hlý; og litrík og leikglöð. María opnaði einnig spánnýja og glæsilega vefverslun í nóvember í fyrra þar sem einnig er hægt að nálgast allar vörur Kastalans. „Þar má til dæm- is panta fiskalampa frá Hollandi, notalegar danskar leirkrúsir, dulítið drungalega kertastjaka og íslensk plaköt með eyrnamörkum. Við erum líka með ótrúlega fín hvítvínsglös í nokkrum litum sem fallegt er að blanda saman. Þetta fæst allt hérna. Einn viðskiptavinur í sumar kvaddi okkur með orðunum: „A shop full of smiles!“ sem er einmitt það sem við viljum vera,“ segir María. Hönnunarbland í poka Kastalinn grænmálaði er staðsettur á Selfossi, beint á móti hótelinu. „Við erum hægra megin við brúna þegar maður keyr- ir frá Reykjavík,” segir María. Þó má sannar- lega segja að það sé fyllilega þess virði að taka á sig örlítinn krók úr alfaraleið til þess að kíkja í Kastalann, ganga aftur út með bros á vör og hönnunarbland í poka. n Kastalinn er staðsettur á Eyravegi 5, Selfossi. Opið er í versl- uninni mán–fös 10–18 og lau 12– 16. Langi þig að kíkja við í Kastal- anum utan opnunartíma er ekkert mál að hafa samband við Maríu og hún býður þér inn. Sími: 663-3757, e- mail: postur@kastali.is Nánari upplýsingar má nálgast á vefverslun Kastalans; www.kastali. is og á Facebook-síðunni: Kastalinn. Einnig má fylgjast með versluninni á Snapchat undir nafninu: Kastalinn og á Instagram: Kastali.is Myndir Sigtryggur Ari „Á endanum verður þetta ríkisperan“ Rafvörumarkaðurinn: LED-perur mun hagstæðari en glóperur S umir eru hikandi af því það er hærra verð á LED-per- um. En þegar upp er staðið er alltaf miklu hagstæðara að kaupa LED vegna þess að endingin er miklu meiri. Þetta borg- ar sig alltaf. Einnig má nefna varð- andi útiljósin að þá er það þannig með glóperur að það myndast raki inni í ljósinu þegar hitinn frá því blandast við útikuldann þegar frost er. Þetta vandamál er úr sögunni þegar notast er við LED-útiljós.“ Þetta segir Sigurður Davíð Skúla- son, sölumaður hjá Rafvörumark- aðnum við Fellsmúla í Reykjavík, en verslunin er klár í slaginn fyrir LED- væðinguna sem nú á sér stað. „Lýsingin er bjartari, en í raun er hægt að stýra því alveg eftir eigin óskum, því það er til svo mikið úr- val af mismunandi LED-perum. Sveigjanleikinn er svo miklu meiri en í glóperunum og svo má nefna að LED-perurnar eru núna allar orðnar dimmanlegar, þannig að birtustig- inu ræður þú sjálfur, auk þess sem LED-peran er svona almennt bjart- ari. Þannig er t.d. 60w LED-peran 806 lm en 60w glópera er bara 530 lm. Hún lýsir minna.“ (Ath. Lúmen er SL-mælieining fyrir ljósflæði, táknuð með lm). Rafvörumarkaðurinn býður upp á LED-perur í hæsta gæðaflokki og þar er Philips fyrirferðarmikið merki: „Philips er sígilt merki og mjög fínt. Við erum með Philips innikúpla, stíl- hreina og mjög hentuga. Við eigum 6w í LED sem jafngilda 40w ef um glóperu væri að ræða. 10w jafngilda 60w og 16w jafngilda 85w. Það eru þessar þrjár helstu gerðir af birtu- stigum,“ segir Sigurður og nefnir til sögunnar fleiri sterk merki, til dæmis Calex en það eru mjög flott- ar og vandaðar perur. „Við erum með LED-útiljós frá Fumagalli. Þau eru með LED-platta sem hægt er að skipta um, sem er mikill kostur. Með plattanum fæst miklu meiri dreifing í ljósið en það er ekki þessi punktur í miðjunni sem fylgir glóperunni heldur ljós allan hringinn – dreifist miklu betur.“ Sem fyrr segir kosta LED-perur meira en glóperur en eru mun ódýr- ari þegar upp er staðið þar sem þær endast margfalt lengur. Rafvöru- markaðurinn býður líka upp á ódýr- ari LED-perur fyrir þá sem eru hik- andi og vilja prófa LED áður en þeir skipta yfir. Þær perur hafa þó ekki hina dæmigerðu endingu LED-ljósa, en eru ágætt milliskref. Sigurður seg- ir að LED-væðingin sé á fullri ferð um þessar myndir. „Það hefur orðið mikil aukning það sem af er þessu ári og frá því skömmu fyrir áramót. Við seljum nánast eingöngu LED-per- ur í dag þannig að þetta er það sem koma skal. Á endanum verður þetta ríkisperan.“ n Rafvörumarkaðurinn er sem fyrr segir í Fellsmúla í Reykjavík. Opið er virka daga frá 9 til 18, laugardaga frá 11 til 16 og sunnudaga frá 12 til 16. Rafvörumarkaðurinn er á Facebook: facebook.com/rafvorumarkadurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.