Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 56
Helgarblað 24.–27. febrúar 2017 15. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 TOTAL ÞEGAR ÁLAGIÐ ER MIKIÐ Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is Voru þetta Eistar? Lýtaaðgerðir algjört þrot n Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur komið sterkur inn á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarið þar sem hann varpar reglulega fram hin- um ýmsu hugleiðingum og hug- vekjum í stuttu máli. Þótt hann hafi alltaf verið óhræddur við að prófa nýja hluti og haldið sér í takti við tíðarand- ann þá er ólíklegt að hinn sex- tugi Bubbi leggist undir hnífinn í fegrunaraðgerð á næstunni, ef marka má nýlega færslu hans. „Lýtaaðgerðir eru vitnis- burður um gjaldþrot manna og kvenna gagnvart lífinu.“ Bubbi vinnur þessa dagana að nýrri plötu þar sem hann er undir suðuramerísk- um áhrifum. Býst hann við að hún komi út 6. júní næstkomandi, á 61 árs afmæli söngvar- ans. Umhugað um eistun á Eiði n Knattspyrnugoðsögnin Eið- ur Smári Guðjohsen skemmti sér konunglega eins og aðrir sem horfðu á leik Manchester City og Monaco í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Átta mörk litu dagsins ljós en á Twitter vildi erlendur aðdáandi Eiðs meina að 4-2 sig- ur Chelsea á Barcelona árið 2005, þar sem Eiður var meðal markaskorara, hafi verið betri. Annar fylgjandi Eiðs vill þó meina að þarna sé sá fyrri að sleikja upp átrúnaðargoðið með þeim orð- um: „Eið verkjar í eistun núna, þú mátt hætta að sjúga.“ Eiður endurvarp- ar tístinu til ríflega 30 þúsund fylgj- enda sinn á Twitter með hnyttnu svari: „Nei, þau eru fínu lagi … takk fyrir umhyggj- una.“ „Hóra og súrefnisþjófur“ n Íslenska rapphljómsveitin Reykjavíkurdætur hefur heldur betur gert það gott á undanförn- um misserum. Þó ferill þeirra hafi langt í frá verið óumdeildur þá hafa þær komið sem ferskur and- vari inn í íslenska poppmenningu og hrist upp í samfélaginu. Velgengni og fjölmiðlaathygli sveitarinnar á þó sínar myrku hliðar. Meðlimir sveitarinnar hafa nefnilega oft mátt sitja und- ir ógeðfelldum ummælum nafn- leysingja í netheimum, sem viðra meðal annars kvenfyrirlitningu sína við YouTube-myndbönd sveitarinnar. Ein Reykjavíkur- dætra, Steiney Skúladóttir, gerir þetta að umtalsefni á Twitter: „Ef ég er of glöð og bjartsýn í lífinu les ég commentin á Reykjavíkurdætra YouTube-inu og minni mig á hvað ég er mikil hóra og súr- efnisþjófur.“ K ynþokki í dansi og stefnumótaforritið Tinder eru á dagskrá þáttarins Rauði sófinn, sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld. Í þáttunum tekur Ragnheiður Eiríks- dóttir, Ragga Eiríks, á móti góðum gestum í rauðan plusssófa. Um- fjöllunarefnið er viðfangsefni sem þáttastjórnandi, menntaður hjúkr- unarfræðingur og aðstoðarritstjóri bleikt.is, þekkir vel; kynlíf. „Allir elska kynlíf, og kynlíf verð- ur efst á baugi í rauða sófanum,“ segir Ragga í samtali við DV. „Reyndar mun ég fjalla um ýmis- legt sem tengist kynlífi, og ef vel er að gáð tengist hér um bil allt kynlífi. Ég gæti í það minnsta fundið leiðir til að tengja flest við það,“ segir hún. En hvers vegna rauður sófi? Ragga á ekki í vandræðum með að útskýra það. „Sófar eru mjúkir og æðislegir, og ef þeir eru rauðir og úr plussi minna þeir jafnvel á mjúkar varir eða jafnvel skapabarma. Stemningin í þættinum verður mjúk og opin og ég mun bjóða fjöl- breyttum og fróðum viðmælendum í sófann.“ Í fyrsta þættinum eru tvö mál á dagskrá, kynþokki í dansi og stefnumótafor- ritið Tinder. „Það var erfitt að velja því ég er með óra- langan lista af dásamlegum viðmælendum í sófann. Ég ákvað að bjóða Margréti Erlu Maack og Þorvarði Pálssyni í fyrsta þáttinn. Við Margrét munum ræða um kynþokka í dansi og æfa nokkrar þokkafullar hreyfingar með strúts- fjaðrir okkur til hjálpar, svo kíkir Þorvarður til mín og miðlar af sinni víðtæku reynslu á notkun Tinder.“ Ragga lofar hispurslausri stemn- ingu í rauða sófanum en fyrsti þátturinn fer í loftið í kvöld, föstu- daginn 24. febrúar, klukkan 21.30, á ÍNN. Eftir frumsýningu verður hægt að horfa á Rauða sófann á www.inn- tv.is og á www.bleikt.is. n „Allir elska kynlíf“ Nýir sjónvarpsþættir Röggu Eiríks hefjast á ÍNN í kvöld Ragga í rauða sófanum Þættirnir verða á dagskrá á föstudagskvöldum. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.