Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 56
Helgarblað 24.–27. febrúar 2017
15. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
TOTAL ÞEGAR ÁLAGIÐ ER MIKIÐ
Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is
Voru þetta
Eistar?
Lýtaaðgerðir
algjört þrot
n Tónlistarmaðurinn Bubbi
Morthens hefur komið sterkur
inn á samfélagsmiðlinum
Twitter undanfarið þar sem
hann varpar reglulega fram hin-
um ýmsu hugleiðingum og hug-
vekjum í stuttu máli.
Þótt hann hafi alltaf verið
óhræddur við að prófa nýja hluti
og haldið sér í takti við tíðarand-
ann þá er ólíklegt að hinn sex-
tugi Bubbi leggist undir hnífinn
í fegrunaraðgerð á næstunni, ef
marka má nýlega færslu hans.
„Lýtaaðgerðir eru vitnis-
burður um gjaldþrot manna og
kvenna gagnvart lífinu.“
Bubbi vinnur þessa dagana
að nýrri plötu þar sem hann er
undir suðuramerísk-
um áhrifum. Býst
hann við að hún
komi út 6. júní
næstkomandi, á
61 árs afmæli
söngvar-
ans.
Umhugað um
eistun á Eiði
n Knattspyrnugoðsögnin Eið-
ur Smári Guðjohsen skemmti
sér konunglega eins og aðrir sem
horfðu á leik Manchester City og
Monaco í Meistaradeild Evrópu
í vikunni. Átta mörk litu dagsins
ljós en á Twitter vildi erlendur
aðdáandi Eiðs meina að 4-2 sig-
ur Chelsea á Barcelona árið
2005, þar sem Eiður var meðal
markaskorara, hafi verið betri.
Annar fylgjandi Eiðs vill þó
meina að þarna sé sá fyrri að sleikja
upp átrúnaðargoðið með þeim orð-
um: „Eið verkjar í eistun núna, þú
mátt hætta að sjúga.“
Eiður endurvarp-
ar tístinu til ríflega
30 þúsund fylgj-
enda sinn á Twitter
með hnyttnu svari:
„Nei, þau eru fínu
lagi … takk fyrir
umhyggj-
una.“
„Hóra og
súrefnisþjófur“
n Íslenska rapphljómsveitin
Reykjavíkurdætur hefur heldur
betur gert það gott á undanförn-
um misserum. Þó ferill þeirra hafi
langt í frá verið óumdeildur þá
hafa þær komið sem ferskur and-
vari inn í íslenska poppmenningu
og hrist upp í samfélaginu.
Velgengni og fjölmiðlaathygli
sveitarinnar á þó sínar myrku
hliðar. Meðlimir sveitarinnar
hafa nefnilega oft mátt sitja und-
ir ógeðfelldum ummælum nafn-
leysingja í netheimum, sem viðra
meðal annars kvenfyrirlitningu
sína við YouTube-myndbönd
sveitarinnar. Ein Reykjavíkur-
dætra, Steiney Skúladóttir, gerir
þetta að umtalsefni á Twitter:
„Ef ég er of glöð og
bjartsýn í lífinu les
ég commentin á
Reykjavíkurdætra
YouTube-inu og
minni mig á hvað
ég er mikil
hóra og súr-
efnisþjófur.“
K
ynþokki í dansi og
stefnumótaforritið Tinder
eru á dagskrá þáttarins Rauði
sófinn, sem hefur göngu sína
á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld. Í
þáttunum tekur Ragnheiður Eiríks-
dóttir, Ragga Eiríks, á móti góðum
gestum í rauðan plusssófa. Um-
fjöllunarefnið er viðfangsefni sem
þáttastjórnandi, menntaður hjúkr-
unarfræðingur og aðstoðarritstjóri
bleikt.is, þekkir vel; kynlíf.
„Allir elska kynlíf, og kynlíf verð-
ur efst á baugi í rauða sófanum,“
segir Ragga í samtali við DV.
„Reyndar mun ég fjalla um ýmis-
legt sem tengist kynlífi, og ef vel er
að gáð tengist hér um bil allt kynlífi.
Ég gæti í það minnsta fundið leiðir
til að tengja flest við það,“ segir hún.
En hvers vegna rauður sófi?
Ragga á ekki í vandræðum með að
útskýra það. „Sófar eru mjúkir og
æðislegir, og ef þeir eru rauðir og úr
plussi minna þeir jafnvel á mjúkar
varir eða jafnvel skapabarma.
Stemningin í þættinum verður
mjúk og opin og ég mun bjóða fjöl-
breyttum og fróðum viðmælendum
í sófann.“
Í fyrsta þættinum eru
tvö mál á dagskrá, kynþokki
í dansi og stefnumótafor-
ritið Tinder. „Það var erfitt
að velja því ég er með óra-
langan lista af dásamlegum
viðmælendum í sófann. Ég
ákvað að bjóða Margréti Erlu
Maack og Þorvarði Pálssyni í fyrsta
þáttinn. Við Margrét munum ræða
um kynþokka í dansi og æfa nokkrar
þokkafullar hreyfingar með strúts-
fjaðrir okkur til hjálpar, svo kíkir
Þorvarður til mín og miðlar af sinni
víðtæku reynslu á notkun Tinder.“
Ragga lofar hispurslausri stemn-
ingu í rauða sófanum en fyrsti
þátturinn fer í loftið í kvöld, föstu-
daginn 24. febrúar, klukkan 21.30, á
ÍNN. Eftir frumsýningu verður hægt
að horfa á Rauða sófann á www.inn-
tv.is og á www.bleikt.is. n
„Allir elska kynlíf“
Nýir sjónvarpsþættir Röggu Eiríks hefjast á ÍNN í kvöld
Ragga í rauða
sófanum Þættirnir
verða á dagskrá á
föstudagskvöldum.
Mynd SiGtRyGGuR ARi