Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 22
Helgarblað 24.–27. febrúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Eðlilegt að fólk fái ónota tilfinningu Guðjón Arngrímsson hjá Icelandair um erfiða lendingu í Manchester. – visir.is N ú er svo komið að ef sést glitta einhvers staðar í auðan reit á höfuðborgarsvæðinu þá fá peningamenn glampa í augun og fyllast gríðarlegri þrá til að reisa þar hótel eða gistiheimili. Of fáir virðast hafa áhuga á að stöðva þá. Niðurstaðan er sú að miðborgin hefur smám saman verið að breytast í eitt stórt hótelsvæði með tilheyr­ andi lundabúðum sem selja svo að segja allar sama varninginn. Í blaði dagsins sýnir DV með myndrænum hætti hótelin á höfuð­ borgarsvæðinu, sér­ staklega í og við mið­ borgina. Sú mynd sýnir að hér hefur geisað hótelæði – sem virðist síst í rénun. Svo sannarlega eru enn í borginni falleg svæði og gömul upp­ gerð hús sem gleðja augað. Um leið vaxa áhyggjur af því að far­ ið verði að hrófla við þessum stöðum. Hin gráðugu augu pen­ ingamannanna láta fátt í friði, ef hægt er rífa gamalt hús til að troða þar forljótu há­ hýsi þá er það gert. Ef fallegt tré er of fyrir­ ferðarmikið er það fellt til að koma fyrir enn einu hótelinu. Í Reykjavík eru hótel og gistiheimili svo að segja á hverju horni. Ár hvert verður ekki betur séð en að nú sé komið nóg og upp rís kraf­ an „Ekki meir! Ekki meir!“, með litlum árangri því stöðugt berast fréttir af enn frekari fram­ kvæmdum. Engin heildarstefna virð­ ist vera til. Meðan menn vilja byggja hótel þá fá þeir það. Reykjavík er að verða einsleit borg. Ekki er mikill sjarmi yfir því. Kannanir sýna að þeir erlendu ferðamenn sem hingað koma eru langflestir ánægðir með dvöl sína og vilja gjarnan koma aftur. Þetta getur hins vegar breyst mjög skyndilega. Ferðamaður sem kemur til nýs lands má ekki upplifa landið sem túrista­ gildru, stað þar sem reynt er að plokka sem mesta peninga af hon­ um. Hér á landi er þessi hætta fyrir hendi. Það er dýrt að dvelja á Íslandi og ferðamenn hljóta að spyrja sig hvort það sé þess virði. Einn daginn kann ferðamannastraumnum að linna og eftir standa auð hótel­ herbergi og lundabúðir með varning sem selst sáralítið. Vonandi á Reykjavík ekki eftir að minna á Ólympíuleikaborg, að loknum leik­ um, með mannvirki sem engum til­ gangi þjóna lengur. n Einsleit hótelborg Gegn áfengisfrumvarpi Páll Magnússon, oddviti Sjálf­ stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, steig í ræðustól Alþingis síðast­ liðinn fimmtudag og flutti jóm­ frúrræðu sína en hennar hafði verið beðið með nokkurri eftir­ væntingu. Páll sá sig knúinn til að koma í pontu til að lýsa yfir andstöðu sinni við frumvarp um að sala á áfengi verði gefin frjáls. Það vekur nokkra athygli að for­ ingi Sjálfstæðismanna á Suður­ landi skuli vera andsnúinn frum­ varpi sem fyrirfram má gera ráð fyrir að mæti hvað mestri velvild innan Sjálfstæðisflokksins. Það vill reyndar svo til að einn flutn­ ingsmanna frumvarpsins er einmitt einn af þingmönnum Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Vilhjálmur Árnason. Erfitt nafn Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gat ómögulega munað nafn Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, þegar hann var í ræðustól Al­ þingis og kallaði hann ýmist Óttarr, Proppéson eða Kolbein Óttarr Proppé. Kolbeinn tók þetta ekki óstinnt upp og kall­ aði til Jóns Þórs að hann mætti kalla sig herra Proppé. Örugglega skemmtilegasta stund dagsins á þeim þingdegi. Föstudaga á ÍNN „Miðborgin hefur smám saman ver- ið að breytast í eitt stórt hótelsvæði með tilheyr- andi lundabúðum. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Mynd SiGtryGGur Ari Myndin Myndataka Fuglarnir við Reykjavíkurtjörn gera engar athugasemdir þegar þeir eru beðnir um að sitja fyrir á myndum. Mynd SiGtryGGur Ari Nú man ég aldrei nafnið hans, eh, Proppé son Jón Þór Ólafsson mundi ekki nafnið á Kolbeini Óttarssyni Proppé. – Alþingi Ég hef tekið ákvörðun Ráðherrann Þórdís Kolbrún hefur stofnað skrifstofu ferðamála. – Alþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.