Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2017, Blaðsíða 44
Helgarblað 24.–27. febrúar 201736 Heilsa
Kjallaravandamál
n Sum vandamálin algengari en önnur n Ýmislegt forvitnilegt í kjallaranum
Þ
að er ekki ofsögum sagt að
við eigum mörg orð og orða-
tiltæki um líffærakerfi okkar
og má svo sem segja að þegar
við erum að gefa þessum lík-
amspörtum nafn séum við iðulega að
gera það af nokkurri alúð. Snilldin er
mismikil og er orðið kjallari kannski
ekki það besta, en þar er verið að vísa
til innri og ytri kynfæra kynjanna. Það
er augljóst að einstaklingar geta glímt
við ansi mörg vandamál þar, en sum
eru algengari en önnur.
Klamydía og kynfæravörtur
Það er ákveðinn munur á milli kynja
og þá eru vandamálin líka bundin að
vissu leyti við aldur eða aldursskeið.
Þegar við horfum til karlanna þá má
segja að hjá þeim sem yngri eru sé oft-
ar en ekki um að ræða óþægindi við
þvaglát, verki, sviða, kláða, útbrot eða
jafnvel útferð sem í mörgum tilvikum
má rekja til sýkinga. Þar koma til ein-
faldari þvagfærasýkingar, sveppasýk-
ingar í húð eða undir forhúð, bólgur
í blöðruhálskirtli en einnig kynsjúk-
dómar eins og klamydía, herpes eða
kynfæravörtur svo dæmi séu tekin.
Mikilvægt er að átta sig á því að
þrátt fyrir að vera smitaður af kyn-
sjúkdómi líkt og klamydíu geta bæði
karlar og konur verið einkennalaus.
Því er afar mikilvægt að láta skoða
reglubundið fyrir slíku, sérstaklega
ef skipt er um maka, en það á við um
allan aldur í raun.
Ekki eins mikil reisn
Hjá eldri körlum er meira um þá
kvörtun að þvaglát séu að verða
tregari sem orsakast oftar en ekki af
stækkuðum blöðruhálskirtli. Sum-
ir fá veruleg óþægindi af og jafnvel
þvagteppu, því getur þurft að hefla
og minnka umfang kirtilsins til að
létta á þvaglátum. Ekki má gleyma
því að tíðni blöðruhálskirtilskrabba-
meina eykst með aldri og er mik-
ilvægt að vera vakandi fyrir því. Þá
upplifa karlar á efri árum að ekki sé
eins mikil reisn yfir þeim og áður var
sem getur verið afar viðkvæmt mál,
en þarf að ræða því úrræðin eru orðin
ansi mörg.
Þvagleki og sýkingar
Konurnar glíma við svipuð vandamál
að mörgu leyti og karlarnir en þó er
munur á tíðni vandamála og orsök.
Líklega er ein algengasta orsök fyrir
óþægindum hjá konum þvagfærasýk-
ing, en þær eru mun líklegri til þess
en karlar þar sem þvagrásin er styttri.
Það eru þó ýms-
ar aðrar ástæð-
ur fyrir tíðari sýk-
ingum og má þar
nefna hormóna-
starfsemi, en þekkt
er að eftir tíða-
hvörf finna kon-
ur oftsinnis meira
fyrir óþægind-
um, þurrkur og
breytingar á slím-
húðinni hafa þar
sitt að segja. Þá hef
ég áður komið inn
á það að þvagleki
er tíðara vanda-
mál meðal kvenna
og getur komið
fram á öllum aldri
en þó sérstaklega
eftir barnsburð
og verða konur
að vera meðvitaðar og gera reglu-
bundnar grindarbotnsæfingar.
Kynsjúkdómar
Útferð, kláði og sviði er býsna al-
gengt umkvörtunarefni einnig og
þar geta legið til grundvallar mjög
margar orsakir. Algengast er að ein-
hvers konar truflun verði á bakter-
íuflóru í sköpunum sem stuðlar að
ofvexti á annaðhvort bakteríum eða
sveppum sem aftur skapa þau ein-
kenni sem konur finna fyrir. Ekki má
þó gleyma öðrum sjúkdómum og
ástæðum, sér í lagi ef einföld með-
ferð dugar ekki. Þar koma til að sjálf-
sögðu sömu kynsjúkdómar og hjá
körlunum og verða konur að láta
skoða sig ekki síður en karlarnir sé
nokkur grunur um slíkt.
Illkynja sjúkdómur
Konur eftir tíðahvörf eiga hér aftur
meira á hættu að finna fyrir ein-
kennum vegna breytinga í slímhúð-
inni, en mataræði, streita, álag og
lyfjanotkun eru einnig áhættuþætt-
ir. Alltaf skyldi láta skoða ef útferðin
er blóðlituð, þar sem slíkt getur
verið merki um illkynja sjúkdóm.
Óþægindi vegna innri kvenlíf-
færa eru einnig margvísleg, en ef
konur finna til verkja við samfarir
bendir það til bólgu eða ertingar
í leghálsi, legi eða eggjastokkum
og ætti að skoða það vel. Hnútar
í legi, blöðrur á eggjastokkum og
aðskotahlutir eins og lykkja geta
valdið einkennum og er rétt að hafa
í huga.
Þá má ekki gleyma tíðaverkjum
sem geta verið mismiklir og veru-
lega einstaklingsbundnir en konur
læra yfirleitt vel að þekkja þá. Svo
auðvitað þungun sem þarf alltaf að
útiloka – líka hjá konum á barns-
burðaraldri. Bráðir og miklir kvið-
verkir geta verið utanlegsfóstur
og uppásnúningur á eggjaleiðara
og er rétt að leita strax læknis, hið
sama gildir hjá körlum ef skyndi-
legir og miklir verkir koma upp í
eistum. Kjallarinn geymir því ýmis-
legt forvitnilegt og verra ef hann er
í skralli. n
Kynfæri kvenna Líklega er þvagfæra-
sýking ein algengasta orsök óþæginda hjá
konum. Mynd 123rf.coM
„Kjallarinn geymir því ýmislegt forvitnilegt
og verra ef hann er í skralli
Teitur Guðmundsson
læknir
Góðan daginn Vandamál
í „kjallaranum“ geta verið af
ýmsum toga. Mynd 123rf.coM
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953