Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 16
Helgarblað 24.–27. mars 201716 Fréttir Í búðamarkaðurinn á höfuðborgar- svæðinu kemst í jafnvægi á næstu þremur til fjórum árum, gangi uppbyggingaráætlanir eftir. Hið eina sem gæti breytt því er að veru- legur, ófyrirséður forsendubrestur yrði. Ef ekki þá ætti að nást jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á þess- um tíma, sé uppbygging markviss. Þetta fullyrða Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Fram- kvæmdastjóri samtakanna segir að ekki standi á sveitarfélögunum, bolt- inn sé hjá byggingaaðilum. Vantar 1.700 íbúðir Ljóst er að umtalsverður skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, sem aftur hefur leitt til hærra húsnæðis- verðs. Samkvæmt mati SSH vantaði um 1.700 íbúðir í byrjun þessa árs til þess að jafnvægi væri milli framboðs og eftirspurnar á húsnæði. Á þessu ætti hins vegar að geta orðið breyting á næstu árum. Að jafnaði er talið að þörf sé á 1.500 til 1.600 nýjum íbúðum árlega á höfuðborgarsvæðinu öllu. Íbúðaupp- bygging hrundi hins vegar við banka- hrunið, en hafði árin áður verið um- fram þörf. Nýjum íbúðum fækkaði niður fyrir 500 árin 2009 og 2011 og voru undir 1.000 fram til ársins 2016 þegar staða mála glæddist nokkuð. Gæti náð jafnvægi á þremur til fjórum árum Tæpar 4.000 íbúðir eru nú í byggingu eða fara í byggingu á næstunni á höf- uðborgarsvæðinu og má gera ráð fyrir að þær komi á markað á næstu tveimur árum. Fjöldi byggingarhæfra svæða er þá til staðar þar sem hægt væri að hefja uppbyggingu á næstu tólf mánuðum. Á þeim mætti byggja ríflega 2.000 íbúðir eftir því sem fram kemur í mati SSH. Sé síðan horft á samþykkt deiliskipulaga á svæðum sem verður hægt að hefja bygginga- framkvæmdir á eftir eitt til tvö ár, þá er hægt að byggja þar tæplega 5.500 íbúðir. Alls eru þetta um 11.500 íbúð- ir. Með markvissri uppbyggingu á þessum svæðum mun íbúðamark- aður ná jafnvægi á næstu þremur til fjórum árum, að mati SSH. Í mati SSH er einnig horft lengra fram í tímann. Þannig er bent á að í formlegu ferli sé deiliskipulag fyr- ir svæði þar sem mætti byggja ríf- lega 7.000 nýjar íbúðir. Þau svæði gætu orðið byggingarhæf eftir tvö ár og síðar. Sömuleiðis er á það bent að unnið sé að þróunarvinnu á svæðum sem gætu borið 19.000 íbúðir en ekki er hægt að segja til um hvenær slíkri vinnu lýkur. Segir sveitarfélögin vera að standa við sitt Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, segir að upplýsingarnar sem raktar eru hér að framan séu eins áreiðanlegar og hægt sé. Hins vegar sé ákveðin óvissa fólgin í því að erfitt geti reynst að áætla byggingartíma íbúða. Deiliskipulag leiði þannig ekki sjálfkrafa til þess að byggingafram- kvæmdir fari af stað. Þá sé ekki gef- ið að framkvæmdir hefjist strax og byggingarleyfi hefur verið gefið út. „Við reynum að slá varnagla í þessum efnum, meðal annars með því að segja að með útgáfu byggingarleyfis eru líkur til að að ein- hver flytji inn í fullbyggða íbúð eftir tvö ár. Við teljum að við getum með svona 80 prósent öryggi fullyrt út frá þessum gögnum til framtíðar, þótt óvissan aukist í spánni eftir því sem lengra er horft fram í framtíðina.“ Páll segir að líta megi svo á að hús- næðismarkaðurinn á höfuðborgar- svæðinu sé í skuld. „Uppbygging var steindauð hér á fyrstu árunum eftir hrun og því er þessi vöntun sem við stöndum frammi fyrir í dag. Ég hef hins vegar enga ástæðu til að ætla annað en að farið verði í þessa mark- vissu uppbyggingu sem við nefnum. Þörfin er til staðar og vilji sveitarfé- laganna til að gera það sem þarf til að mæta eftirspurninni er líka fyllilega til staðar. Sveitarfélögin þurfa að skapa aðstæður og rými til uppbyggingar og það eru þau að gera og hafa ver- ið að gera. Þá standa eftir þrír hópar, þeir sem byggja, þeir sem kaupa og þeir sem fjármagna. Þunginn liggur núna á verktökum og þeim sem byggja eiga íbúðirnar sem vantar. Við vit- um að á þessum tímapunkti eru stór- ir byggingaaðilar á bólakafi í byggingu hótela, allur þeirra fókus hefur farið í það og þeir gera ekki annað á með- an. Ef hins vegar byggingaaðilar beita sér af krafti í þessari uppbyggingu, á sama tíma og sveitarfélögin bjóða verulegt framboð af byggingarhæfum lóðum, þá ætti að vera vandalaust að svara eftirspurninni á þessum tíma. Eftir stendur þá hvernig á að koma því þannig fyrir að ungt fólk geti fjármagn- að kaup á íbúðum. Manni sýnist þó að verið sé að leita allra leiða til þess.“ Leiguíbúðir eru líka íbúðir Umræða um aðkomu stórra fjár- festingarfélaga, leigufélaga, að íbúðauppbyggingu og kaupum á ný- byggingum hefur verið fyrirferðar- mikil. Páll bendir á að séu stórir að- ilar að kaupa íbúðir í miklum mæli til útleigu sé það auðvitað líka lausn á húsnæðisvanda, rétt eins og kaup á íbúðum í séreign. Hitt sé svo ann- að mál hvort það leiguverð sem kraf- ist er sé eðlilegt. „Það er svolítið erfitt að lesa í það sem er að ger- ast á markaðnum, hversu hátt hlut- fall eru vanalega kaup og í hversu miklu máli aðilar séu að kaupa inn í eignasöfn sín til útleigu. Það má hins vegar kannski einu gilda hvort um sé að ræða séreign- ir eða leiguhúsnæði, ef íbúðaupp- bygging eykst þá. Ef leiguhúsnæði fjölgar þá uppfyllir það eftirspurn á þeim markaði líka.“ Vitað er að íbúðum sem nýtt- ar eru í ferðaþjónustu hefur stór- fjölgað á síðustu árum. Páll segir að erfitt sé að leiðrétta fyrir því að ver- ið sé að taka einhvern fjölda íbúða til slíkra nota, um það séu til tak- mörkuð gögn. „Annað sem við eig- um erfitt með að reikna með er að hér á landi er fjöldi fólks sem ekki er skráð í þjóðskrá. Nýlega gaf Vinnu- málastofnun út það mat sitt að 20 þúsund manns væru hér á landi sem tímabundið vinnuafl. Einhvers staðar verður það fólk að sofa, þó það fari úr landi á þriggja mánaða fresti. Alþýðusambandið gerði raun- ar athugasemd við þetta mat og taldi að talan væri enn hærri. Hver sem hin raunverulega tala er þá er aug- ljóst að þetta skiptir máli.“ n Hægt að leysa húsnæðis- vandann á fjórum árum n Fjöldi íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu n Næg byggingarsvæði til staðar Uppbyggingaráform Byggingareitir - staða Fjöldi íbúða A Útgefin byggingarleyfi - í byggingu núna 3.890 B Byggingarhæf svæði - í byggingu næstu 0–12 mán. 2.140 C Samþykkt deiliskipulög - byggingarhæft eftir 1–2 ár 5.460 D Deiliskipulag í formlegu ferli - byggingarhæft eftir 2 ár og síðar 7.240 E Þróunarsvæði - hugmyndavinna sem kallar á skipulagsbreytingar 19.000 Samtals 37.730 Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is „Við vitum að á þessum tíma- punkti eru stórir byggingaaðilar á bólakafi í byggingu hótela. 19 95 2.000 1.500 1.000 500 (500) (1.000) (1.500) 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 20 22 Fullbúnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu – Þróun og spá Birgðastaða Árleg viðbót Fjöldi fullgerðra íbúða, matsstig 8 eða ofar (Þjóðskrá) Íbúðir í byggingu Útgefin byggingarleyfi 2015 og 2016 (Sveitarfélögin) Byggingarhæf svæði Fjöldi íbúða sem hægt er að veita byggingarleyfi 2017 (Sveitarfélögin) Deiliskipulögð svæði Fjöldi íbúða sem hægt er að veita byggingarleyfi 2018-22 (Sveitarfélögin) Fjöldi íbúða í smíðum Með markvissri uppbyggingu má leysa íbúðavandann á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur til fjórum árum, að mati Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. MynD SiGtRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.