Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 55
Helgarblað 24.–27. mars 2017 Kynningarblað - Verkstæði og varahlutir 3 Einstakt bílaverkstæði og varahlutaverslun Bíladoktorinn Í Skútuvogi 13 er bílavarahluta- verslunin og bílaverkstæðið Bíla-Doktorinn til húsa. Það sinnir almennum bílaviðgerð- um og er einnig smurstöð. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki og eigandi Bíla-Doktorsins, segir fyr- irtækið þjónusta mest Mercedes- Benz, Volkswagen, Audi og Skoda með viðgerðum og varahlutasölu, en þeir smyrji og geri við fjölda annarra bílategunda. Áhersla lögð á gæðavörur „Varahlutaverslun okkar hefur upp á að bjóða marga af algeng- ustu varahlutum fyrir fyrrnefnd- ar tegundir. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gæðavörur sem uppfylla ströngustu kröfur bif- reiðaeigenda og eftirlitsaðila í Þýskalandi, þaðan sem megin uppistaðan af okkar vörum kem- ur,“ segir Rúnar. „Varhlutaverslunin leggur áherslu á að nota öflug upp- lýsingakerfi til að gera afgreiðslu varahluta eins nákvæma og rétta og mögulegt er,“ bætir hann við. Þekktir fyrir vönduð vinnu- brögð Bíla-Doktorinn er ört vaxandi fyrir- tæki sem á stóran hóp tryggra við- skiptavina sem margir hverjir hafa átt farsæl viðskipti við verslunina frá upphafi. „Það er markmið okk- ar að veita viðskiptavinum okk- ar góða þjónustu byggða á þekk- ingu og langri reynslu á viðhaldi og umhirðu hvers kyns bifreiða,“ segir Rúnar. „Okkar aðalsmerki er vönd- uð vinnubrögð sem skila sér í betra umferðaröryggi og áreiðanleika þeirra ökutækja sem við sinnum viðgerðum á og seljum varahluti í,“ segir hann í framhaldinu. Saga á bak við nafn fyrirtæk- isins Nafn fyrirtækisins var dregið af viðurnefni Rúnars á meðal bílaá- hugamanna. „„Herr doktor“, kalla þeir mig,“ segir Rúnar. Hann hefur unnið nærri alla sína starfsævi við bíla og vinnuvélar og er einn þekkt- asti áhugamaður um Mercedes- Benz-bíla á Íslandi en hann hefur haft það að áhugamáli að gera upp og varðveita fornbifreiðar af þeirri gerð, ásamt því að eiga einn bíl úr hópi þeirra elstu hér á landi, Ch- evrolet árgerð 1931. Bjóða upp á almennar bílavið- gerðir „Við bjóðum upp á flestallar almenn- ar bílaviðgerðir,“ segir Rúnar. „Öll umskipti á slithlutum og lagfæringar á biluðu gangverki er eitthvað sem er okkar daglega starf. Þó svo að við bjóðum flestar gerðir bíla velkomn- ar í viðgerð þá höfum við að mestu leyti sérhæft okkur í Mercedes-Benz, Volkswagen, Skoda og Audi eins og áður sagði og búum við því yfir nokkurri sérþekkingu á þeim,“ segir Rúnar. Hjá Bíla-Doktornum eru fimm starfsmenn; tveir bifvélavirkjar, tveir vélvirkjar og einn starfsmaður sinnir móttöku og varahlutaverslun. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.