Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 14
Helgarblað 24.–27. mars 201714 Fréttir Umdeildur fyrirlesari kennir Íslendingum að verða ríkir n J.T. Foxx stendur fyrir heilsdags námskeiði í apríllok n Snillingur eða svikahrappur? Þ ann 28. apríl næstkom- andi fer viðburðurinn Mega Speaker Reykjavík fram á ótilgreindum stað í Reykjavík. Þar mun banda- ríski markaðsmaðurinn J.T. Foxx freista þess að kenna Íslendingum ýmis ráð til þess að verða ríkir. Foxx kynnir sig sem helsta „ríkidæmis- þjálfa“ (e. Wealth Coach) heims en á sérstakri heimasíðu viðburðar- ins má lesa um helstu viðfangsefni Foxx á námskeiðinu. Til dæmis má nefna „Hvernig eigi að hafa atvinnu sína af fyrirlestrum (fyrir 500 þús- und–2,5 milljónir hvert verkefni)“, „Hvernig eigi að verða metsölu- höfundur á Amazon“ og ekki síst „Hvernig eigi að spjalla við fræga einstaklinga eins og Al Pacino, Sylvester Stallone, Schwarzenegger og Zuckerberg“. Byrjaði sem fasteignasali Viðburðurinn er auglýstur grimmt á Facebook þessa dagana og þar hlekkjað í áðurnefnda heimasíðu viðburðarins. Þar má lesa ýmsa lof- gjörð um kappann sem heitir réttu nafni Justin Gorenko og er rúmlega þrítugur að aldri. Hann er fæddur í Kanada en flutti til Bandaríkjanna þar sem hann breytti nafni sínu í J.T. Foxx. Að eigin sögn haslaði hann sér völl sem fasteignasali í Flórída áður en hann fór að hafa lifibrauð af því að kenna öðrum að efnast. Á heimasíðu viðburðarins seg- ir orðrétt: „Ástæðan fyrir því að ég er að halda þetta eins dags nám- skeið er að ég veit hversu miklir möguleikar felast í Reykvíkingum. Ég er að koma til Reykjavíkur til þess að ausa úr viskubrunni mín- um varðandi markaðsmál og ætla að finna næsta stjörnuræðumann, markþjálfara og rithöfund. Vittu til, það gæti verið þú!“ Snillingur eða svikahrappur? Engin staðsetning er tilgreind en fram kemur að hún verði send með tölvupósti til þeirra sem skrá sig. Blaðamaður prófaði að skrá sig til leiks og fékk staðfestingu þess efnis í tölvupóstfangið. Í því kom fram að nákvæm staðsetning yrði gefin upp síðar. Óhætt er að segja að nám- skeið J.T. Foxx séu umdeild í meira lagi. Ef leitað er að nafni hans á leit- arvélinni Google þá kemur upp ógrynni af síðum þar sem hann er ýmist lofaður í hástert eða fullyrt að hann sé fullkominn svikahrappur. Fjölmargar síður eru síðan á hans eigin vegum þar sem því er haldið fram að samkeppnisaðilar hans og óvildarmenn séu að reyna að koma á hann höggi með því að dreifa óhróðri um hann. Stallone, Travolta og Vanilla Ice Það sem vekur ekki síst athygli við J.T. Foxx eru tengsl hans við fræga einstaklinga og segja má að það veiti honum trúverð- ugleika. Á heimasíðu viðburðar- ins má sjá myndir af honum með stjörnum eins og áðurnefndum Al Pacino, Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, John Travolta, 50 Cent, Richard Branson og síðast en ekki síst Vanilla Ice. Þá má sjá myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem áðurnefndar stjörnur eru gest- ir á fyrirlestrum Foxx og tala hlýlega um hann. Úrtölumenn segja að Foxx greiði stjörnunum fyrir heim- sóknirnar og enginn vinskapur sé þeirra á milli. Þá vekur það vissulega upp grunsemdir að „heimsþekktur“ fyrirlesari eins og J.T. Foxx skuli ekki fá neina fjölmiðlaumfjöllun sem heitið getur. Hann fullyrðir að Forbes og BBC hafi fjallað um sig en ekkert er að finna um það þegar leitað er á netinu. Þá birtir hann mynd af sér á forsíðum tveggja tímarita sem gefin eru út í Suður- Afríku. Lofrulla um viðskiptaafrek án sannana Hægt er að finna talsvert af mis- áreiðanlegri gagnrýni á námskeið og fyrirlestra J.T. Foxx þegar leit- að er á netinu. Einn þátttakandi á námskeiði í París, sem er sam- bærilegt við það sem haldið verð- ur í Reykjavík, skrifaði nýlega pistil um reynslu sína. Þar kom fram að dagurinn hefði hafist á því að aðstoðarmaður Foxx hefði hitað salinn upp í rúma klukkustund og þá aðallega greint frá afrekum Foxx í viðskiptalífinu. Meðal annars sagði hann að Foxx væri eigandi 50 fyrirtækja án þess að tilgreina nöfn þeirra sérstaklega. Foxx hefði síðan sjálfur stigið á svið og að mestu leyti fjallað um eigin auðæfi og samskipti sín við ríkt og frægt fólk. Síðan var boðað til há- degishlés en þá fengu þátttakendur tilboð um að kaupa geisladiskasett, 15 diska í setti, með ítarlegum ráð- leggingum Foxx um hvernig ætti að efnast. Að sjálfsögðu var um sér- stakt tilboð að ræða en nokkrir val- möguleikar voru í boði sem kost- uðu frá tæplega 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund krónur. Heppnir þátttakendur rukkaðir um fimm milljónir Eftir hlé hélt sama lofrullan áfram en þá var tilkynnt að tuttugu álit- legir þátttakendur yrðu valdir úr salnum til þess að gangast undir frekari þjálfun. Aftur voru nokkr- ir valkostir í boði, fyrir „hina heppnu“, sem að sjálfsögðu kost- uðu dágóðan skildinginn. Sá dýr- asti kostaði rúmlega fimm millj- ónir króna en þá var um þriggja daga námskeið að ræða og fengju þátttakendur að hitta goðsögnina Al Pacino í stutta stund. Ódýrasti valkosturinn kost- aði um 120 þúsund krónur en það gaf viðkomandi rétt til þess að sækja tveggja daga námskeið á vegum J.T. Foxx einhvers stað- ar í heim- inum ein- hvern tímann á næstu tíu árum. Flug, gisting og uppi- hald ekki innifalið. Að lok- um lýsir þátttak- andinn miklum vonbrigð- um sín- um með að Foxx forðaðist augnsamband við þátttakendur auk þess sem hann talaði vélrænt og öll uppsetningin virkaði gervileg. Þá var tækni- leg úrvinnsla ekki upp á marga fiska því tölvubúnaðurinn gaf sig ítrekað. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Foxx og Stallone „Ríkidæmisþjálfinn“ gerir mikið úr vinskap sínum við frægt fólk sem og ríkidæmi sínu. Erfitt er að henda reiður á hvort fullyrðingarnar eigi við rök að styðjast. Pacino og Foxx „Ríkidæmisþjálfinn“ gerir mikið úr meintum vinskap sínum við frægt fólk. Gagnrýnendur segja að hinir frægu taki vænar summur fyrir að mæta á viðburði Foxx. „Ég er að koma til Reykjavíkur til þess að ausa úr visku- brunni mínum varðandi markaðsmál og ætla að finna næsta stjörnu- ræðumann, markþjálf- ara og rithöfund. Vittu til, það gæti verið þú! J.T. Foxx Óhætt er að segja að „ríkidæmis- þjálfinn“ sé veru- lega umdeildur. mynd JTFoxx.xom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.