Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 34
Helgarblað 24.–27. mars 201734 Fólk Viðtal É g kom hingað til að verða barnfóstra hjá íslenskri fjöl- skyldu – au pair. Þetta var í janúar, það var ofboðslega kalt, allt of mikill vindur, og það var svo dimmt. Mér leist öm- urlega á þetta og ætlaði heim eft- ir viku. En svo ákvað ég að þrauka og klára starfssamninginn við fjöl- skylduna sem var níu mánuð- ir,“ segir Aneta Matuszewska, sem kom til Íslands frá Póllandi fyrst árið 2001. Hana óraði ekki fyrir því að 16 árum síðar byggi hún enn á landinu. Eitt leiddi af öðru: Anetu bauðst vinna á leikskóla þar sem hún segir að afar vel hafi verið tek- ið á móti henni. Hún áttaði sig fljótt á því að hún myndi njóta sín mun betur í leik og starfi ef hún lærði tungu heimamanna og eftir inn- an við þriggja ára dvöl á Íslandi var hún orðin vel talandi á málinu. Á fimmta ári sínu á Íslandi kynntist Aneta síðan ástinni með óvæntum og vægast sagt afar hröðum hætti en hún og eiginmaður hennar, Hjalti Ómarsson, voru nánast óað- skiljanleg allt frá því þau litu hvort annað fyrst augum. Aneta er núna skólastjóri hjá Retor fræðslu, fyrirtæki sem hún og Hjalti reka saman. Starfsemin felst í íslenskukennslu fyrir innflytjend- ur og hefur Retor undanfarið gert samstarfssamninga við mörg fyrir- tæki um íslenskukennslu fyrir er- lent starfsfólk og innleiðingu ís- lensku sem leiðandi tungumáls á vinnustöðum þar sem eru margir erlendir starfsmenn. Aneta er 39 ára gömul en Hjalti 32 ára. Blaðamaður DV átti gott spjall við þau hjón í rúmgóðum og smekklegum húsakynnum Retor fræðslu að Hlíðarsmára 8. Fljótlega eftir að spjallið hófst spurði blaða- maður Anetu út í uppruna hennar og hvort hún hafi snemma orðið góð í tungumálum en hún hefur talað reiprennandi íslensku árum saman: „Ég er frá bænum Leszno sem ligg- ur á milli tveggja borga, Poznan og Wroclaw, og er jafnframt ekki langt frá höfuðborg Þýskalands, Berlín. Ég held ég hafi almennt átt gott með að læra tungumál en mér gekk samt ekki sérlega vel í rússnesku og þýsku í grunnskóla vegna þess að þetta voru skyldufög og þess vegna upplifði ég þau sem kvöð. Þegar ég var komin í framhaldsskóla voru breyttir tímar og mér stóð til boða að læra ensku og ég greip tækifær- ið. Enskan var alltaf í æðum mín- um, ég heyrði hana í útvarpinu og sjónvarpinu og mér veittist auð- veldara að læra hana en hin málin.“ Rétt eins og það tók Anetu nokkurn tíma að sætta sig við ís- lenska veðráttu og dimma vetrar- daga þá leist henni ekkert á tungu- málið í byrjun námsins: „Ég lærði hjá Námsflokkum Reykjavíkur sem þá voru staðsettir við Tjörn- ina. Þetta voru mjög skemmtileg námskeið og ég lærði mikið. En mér fannst þetta tungumál hræði- legt í byrjun. Það hafði kannski eitt- hvað með það að gera að kennarinn spurði okkur spurninga í fyrsta tím- anum sem voru mjög krefjandi fyr- ir byrjendur í málinu og þetta vakti mér kvíða. En ég ákvað að halda áfram og smám saman varð þetta auðveldara.“ Eftir fjögurra ára dvöl á landinu fór Aneta sjálf að kenna innflytjendum íslensku og fékk starf við það hjá Mími – símenntun þar sem henni líkaði mjög vel. Síðar átti hún sjálf eftir að byggja upp eigin skóla í íslenskukennslu. Ást við fyrstu sýn Áhugavert er að fylgjast með við- brögðum Anetu og Hjalta þegar blaðamaður beinir talinu að fyrstu kynnum þeirra. Ljóst er að sú stund var eftirminnileg og kemur þeim enn í geðshræringu. Þegar þetta var starfaði Aneta á leikskóla í Árbæ og Hjalti kom þangað nýr til starfa. Þetta var í nóvember árið 2006. Við gefum Hjalta orðið: „Það var þannig að mig langaði til að prófa eitthvað nýtt og réð mig í vinnu á leikskóla. Það var mjög skemmtileg tilbreyting frá fyrri störfum. Fyrsta vinnudaginn minn gekk ég inn á kaffistofu og þar voru samankomnar allar konurnar sem voru að vinna þarna til að taka á móti karlmanninum sem ætlaði að fara að vinna á leikskólanum. Þarna sá ég Anetu í fyrsta sinn – augu okk- ar mættust og það varð ekki aftur snúið.“ Þannig að þetta var ást við fyrstu sýn? „Já, hjartað í mér slær örar í hvert skipti sem ég rifja upp þetta ótrú- lega augnablik.“ „Ég fann þetta líka strax,“ segir Aneta og bætir síðan við hikandi: „Ég var í öðru sambandi á þessum tíma.“ „Þannig að á því augnabliki þegar Aneta leit mig fyrst augum gerði hún sér grein fyrir því að hún var komin í vandræði,“ segir Hjalti. Upp frá þessu voru Aneta og Hjalti nánast óaðskiljanleg og létu það ekki þvælast fyrir sér að þau unnu ekki á sömu deildinni á leik- skólanum. Þau fundu sífellt til- efni til að hittast og ræða saman í vinnunni. „Aðeins þremur mánuðum síðar var hún flutt inn til mín og um vor- ið 2007 trúlofuðum við okkur,“ seg- ir Hjalti. Hjalti og Aneta koma fyrir sjón- ir sem yfirvegað, skynsamt og rólegt fólk. Ljóst er að þau eru enn snortin yfir því hvað ástin greip þau heljar- tökum á sínum tíma svo ekki varð aftur snúið frá fyrsta augnatilliti. Aneta var orðin altalandi á ís- lensku og þurfti í sjálfu sér ekki á Hjalta að halda til að ná tökum á málinu – en hins vegar: „Ég kunni alltaf vel að meta það hjá Hjalta að hann var alltaf tilbúinn að leið- rétta mig. Ég tek öllum leiðrétting- um fagnandi því það gerir mig betri í málinu og betri kennara.“ Hjalti: „Því má bæta við að það var sérstök upplifun fyrir mig að vera beðinn um að leiðrétta mál- far manneskju, að hún sæktist eftir því. Að henni liði vel með það. Mér átti að líða vel með að leiðrétta hana en manni finnst slíkt alltaf vera af- skiptasemi. Það tók dálítinn tíma til að venjast því.“ Gera íslensku að leiðandi tungumáli Hugmyndin að stofnun eigin skóla fæddist árið 2006 þegar Aneta var enn að kenna hjá Mími – sí- menntun. Framkvæmdin hófst hins vegar ekki fyrr en um mitt ár 2008. Aneta segir að Hjalti hafi þar ráð- ið úrslitum um að þau hrintu hug- myndinni í framkvæmd: „Hann ýtti mér út í djúpu laugina. Sagði: „Annaðhvort gerum við þetta núna eða það verður ekkert úr því.““ Retor bauð í upphafi íslensku- kennslu fyrir öll þjóðerni en smám saman tók starfið að einskorðast við íslenskukennslu fyrir Pólverja þar sem þörfin var afar mikil. Undan- farin misseri hefur Retor gert sam- starfssamninga við mörg fyrirtæki þar sem erlendu starfsfólki er veitt íslenskukennsla. Jafnframt veitir Retor ráðgjöf til íslenskra starfsmanna fyrirtækj- anna um samskipti á íslensku við erlent starfsfólk með litla íslensku- kunnáttu. Unnið er eftir þeirri stefnu að íslenska sé leiðandi tungumál á vinnustöðum þar sem eru margir erlendir starfsmenn. Aneta segir mikilvægt að Ís- lendingar leggi enskuna á hilluna í samskiptum sínum við innflytj- „Ræturnar í Póllandi en hjartað á Íslandi“ Aneta Matuszewska kom til Íslands árið 2001 og ætlaði að dveljast hér um skamma hríð. En þremur árum síðar var hún orðin altalandi á íslensku og árið 2005 hóf hún að kenna innflytjendum tungumálið. Augnablikið þegar hún leit verðandi eiginmann sinn, Hjalta Ómarsson, fyrst augum, var rafmagnað. Aneta var komin í vandræði. Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is „Hjartað í mér slær örar í hvert skipti sem ég rifja upp þetta ótrúlega augnablik. m y n d S iG tr y G G u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.