Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 54
Helgarblað 24.–27. mars 20172 Verkstæði og varahlutir - Kynningarblað Þ egar bílrúða brotnar eða fær í sig sprungu er gott að hringja í Bílrúðumeistarar- ann, Dalvegi 18, Kópavogi, í síma 571-1133, og panta tíma. Eftir það er séð um allt sem á að gera á einum stað, hratt og ör- ugglega. „Það fer rafræn sending frá okkur á tryggingafélagið þannig að viðskiptavinurinn þarf aldrei að vera í neinu sambandi við það frekar en hann vill. Það er mikilvægt að þetta sé ekki flókið fyrir viðskiptavininn. Hann geti bara hringt í eitt númer og síðan sé gengið frá öllu á einum stað,“ segir Páll Gunnlaugsson, eig- andi Bílrúðumeistarans. Páll er lærður bifreiðasmíða- meistari og það er góð tilfinning fyrir viðskiptavini að vita af rúðu- ísetningunni í höndum faglærðs og þrautreynds manns. Páll hefur starfað við rúðuísetningar allt frá árinu 2001, en hann stofnaði Bíl- rúðumeistarann árið 2011. Mikill vöxtur hefur verið í viðskiptunum vegna góðrar þjónustu að sögn Páls. Upprunagæði á ísettu gleri – hægt að nota plástra og sleppa við rúðu- skipti við minniháttar skemmdir. „Ég legg áherslu á að nota gler sem er af sömu gæðum og uppruna- lega glerið í bílnum og því getur bí- leigandinn treyst því að fá jafngóða rúðu og var upphaflega,“ segir Páll. En eru rúðubrot í bílum algeng? „Það er ótrúlega mikið um rúðu- brot. Algengast er að eitthvað komi í rúðuna, steinn sem skemmir hana og ef hún brotnar ekki strax þá klár- ar frostið og hitabreytingarnar verk- ið. En ef fólk nýtir sér þessa plástra sem bæði eru í boði hjá mér og tryggingafélögunum, þá eru þeir settir yfir skemmdina strax, bíleig- andinn kemur síðan með bílinn til mín og ég get fyllt upp í skemmd- ina án þess að það þurfi að skipta um rúðu. Þetta er auðvitað miklu ódýrari kostur og getur gengið ef skemmdin er á lítt áberandi stað á rúðunni, utan sjónsviðs ökumanns. Auk minni kostnaðar þarf eig- andinn þá ekki að greiða fyrir neina sjálfsáhættu.“ Biðtími frá því hringt er í 571- 1133 vegna rúðubrots er vana- lega 1–2 dagar. Páll segir að rúðu- brot vegna skemmdarverka séu sjaldgæfari en það sem hann kall- ar, rúðubrot af eðlilegum ástæð- um. Skemmdarverk gangi þó oft í bylgjum og stundum verði mörg rúðubrot á stuttum tíma vegna skemmdarverkafaraldurs. Þess má geta að Páll er fljótur að leysa þau algengu vandamál þegar hliðarrúður festast í upphölurum. Þá er hægt að koma með bílinn beint í Bílrúðumeistarann þar sem rúðan er losuð og skipt um upp- halarann. Að sögn Páls eru þessi vandamál algeng þegar byrjar að frysta á veturna. n Allt á einum stað þegar skipta þarf um rúðu Bílrúðumeistarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.