Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 30
Helgarblað 24.–27. mars 201730 Sport
M
ikilvægur leikur er
framundan fyrir ís-
lenska karlalandsliðið
í knattspyrnu. Í kvöld,
föstudag, mætir Ísland
Kósóvó en leikurinn fer fram í Al-
baníu. Leikið er í borginni Shkoder
sem er nálægt landamærum Kósóvó.
Íslenska liðið kom til borgarinnar á
miðvikudag og æfði á Loro Borici-
vellinum á fimmtudag. Allir leik-
menn Íslands sem eru í hópnum eru
heilir heilsu og geta tekið þátt í leikn-
um.
Verðum að vinna svona leiki
Pétur Pétursson, fyrrverandi að-
stoðarþjálfari landsliðsins, býst við
erfiðum leik en segir að Ísland verði
að vinna. Liðið stefnir á annað af
tveimur efstu sætunum í riðlinum og
þá þarf svona leikur að vinnast. Fari
Ísland með sigur af hólmi er liðið í
góðri stöðu með 10 stig eftir fyrri um-
ferðina í riðlinum. Framundan er svo
leikur við Króatíu í sumar sem gæti
orðið um toppsætið í riðlinum.
„Þetta er rosalega mikilvægt fyr-
ir landsliðið að vinna Kósóvó. Það
verður án nokkurs vafa mjög erfitt
að spila á móti þeim en við verðum
að vinna leiki gegn svona liði miðað
við hvernig þessi riðill er að spilast.
Baráttan á toppnum er mjög hörð
og liðið hefur sett sér það markmið
að hafna í einu af efstu tveimur sæt-
unum, þá þarf að taka 12 stig í þess-
um fjórum leikjum gegn Kósóvó og
Finnlandi,“ segir Pétur um málið.
Getur verið hættulegt
að mæta þeim
Kósóvó hefur aðeins spilað fjóra
keppnisleiki sem þjóð en nýverið
samþykkti FIFA aðild þjóðarinnar.
Kósóvó á ekki keppnisvöll sem upp-
fyllir þær kröfur sem eru gerðar hjá
FIFA og því mætast liðin í Albaníu.
,,Þetta er nýtt lið sem þeir eru að
byggja upp og það getur verið hættu-
legt að mæta þeim.“ Hann bendir
á að Kósóvó hafi náð jafntefli gegn
Finnlandi í fyrsta leik og búast megi
við því að þeir verði betri með hverj-
um leiknum. „Það er iðulega þannig
að lið frá þessum hluta Evrópu eru
góð að spila boltanum. Ég held að
þeir muni bara verða betri en von-
andi verður það ekki fyrr en eftir
þennan leik.“
Sóknarleikurinn horfinn
Pétur, eins og fleiri, hefur svolitl-
ar áhyggjur af sóknarleik lands-
liðsins en Kolbeinn Sigþórsson og
Alfreð Finnbogason, sem eru helstu
markaskorarar liðsins, eru báðir fjar-
verandi vegna meiðsla. Þá eru kant-
mennirnir Jóhann Berg Guðmunds-
son og Birkir Bjarnason einnig
meiddir en báðir hafa átt fast sæti í
liðinu.
,,Þetta er í fyrsta skipti sem lands-
liðið lendir í svona meiðslavandræð-
um, síðustu fjögur ár. Á móti kem-
ur hins vegar að þeir leikmenn sem
ættu að koma inn hafa fengið reynslu
með liðinu og ættu að þekkja vel sín
hlutverk og leikskipulag liðsins.“
Hann segir að með leiknum gef-
ist leikmönnum gott tækifæri til að
sanna að þeir eigi heima í byrjun-
arliðinu.
„Þeir geta sett meiri pressu á
þessa leikmenn sem hafa síðustu ár
átt þessar stöður.“ Hann bendir á að
Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson
virðast klárir í slaginn – vörnin sé
því til staðar. „Þú ert með Aron Ein-
ar og Gylfa Þór fyrir framan þá. Það
er í raun sóknarleikurinn sem hefur
horfið með þeim mönnum sem eru
meiddir. Það hafa auðvitað mikið af
mörkum horfið með þeim sem eru
meiddir en við erum öflugir í föstum
leikatriðum með Kára og Ragga.“
Viðar grípur gæsina
Viðar Örn Kjartansson, framherji
liðsins, gæti fengið tækifæri í byrjun-
arliðinu en hann hefur verið í frétt-
um síðustu daga fyrir atvik utan vall-
ar. Viðar fékk sér í glas á ferð sinni
til móts við landsliðið í nóvember.
Málið komst í fréttir í síðustu viku
en fjórir mánuðir eru síðan á því var
tekið innan hópsins. ,,Þetta er tæki-
færi fyrir Viðar, ef hann fær byrjun-
arliðssæti. Hann er búinn að raða inn
mörkum og eftir allar þessar greinar
um hann hef ég ekki neina trú á öðru
en hann skori ef hann fær tækifær-
ið. Hann grípur gæsina. Þetta mál
er löngu búið, eins og Heimir [Hall-
grímsson, landsliðsþjálfari] hef-
ur komið inn á.“ Hann telur að um-
ræðan hafi ekki nein áhrif á liðið en
segir að það gæti haft einhver áhrif á
Viðar. „En ég held að það gæti orðið
á jákvæðan hátt. Hann getur nýtt
sér þetta, skorað mark og þá verð-
ur þetta mál aldrei rætt aftur,“ segir
Pétur um málefni Viðars.
Gylfi stígur upp
Mikið mun mæða á skærustu stjörnu
Íslands, Gylfa Þór Sigurðsson. Lykil-
menn í sóknarleikinn vantar og því
er ábyrgðin, sem er yfirleitt mikil á
herðum Gylfa, meiri en áður. ,,Gylfi
er algjör lykilmaður í sóknarleiknum
í þessum leik, hann stýrir leiknum
með Aroni. Gylfi er nú bara þannig
gerður að hann poppar alltaf upp
þegar mest þarf á honum að halda.
Maður hefur því ekki neina trú á
öðru en að hann verði í góðum gír í
þessum leik.“
Sverrir Ingi er tilbúinn
Miðverðir liðsins hafa verið í smá
klípu en Kári Árnason hefur ver-
ið meiddur og Ragnar Sigurðsson
fær ekkert að spila hjá Fulham á
Englandi. Á sama tíma er Sverrir Ingi
Ingason að spila vel með Granada
í La Liga á Spáni. Pétur, sem þekkir
liðið vel, sér hins vegar ekki ástæðu
til þess að breyta til í hjarta varnar-
innar, enda Kári og Ragnar yfirleitt
afar öflugir með landsliðinu.
„Sverrir Ingi er meira en tilbú-
inn í að stíga inn í hjarta varnarinn-
ar ef þörf er á, hann er búinn að spila
marga leiki á Spáni og standa sig vel.
Hann er í leikformi en ég hef ekki
trú á neinu öðru en að Kári og Raggi
byrji þennan leik ef þeir eru heil-
ir heilsu. Þetta er bara einn leikur,
Sverrir kemur inn ef það eru meiðsli.
Það hafa allir verið að taka æfingarn-
ar og ég held að það sé ekki nein
ástæða til þess að breyta. Kári og
Raggi hafa náð afar vel saman,“ segir
Pétur að lokum. n
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
Telur að Viðar grípi
n Pétur Pétursson segir nýja menn fá alvöru tækifæri n Enn aukin ábyrgð á Gylfa
„Góðir
leikmenn
með mikla
hæfileika“
Heimir Hallgrímsson á blaða-
mannafundi á fimmtudag
,,Við vitum mikið um lið Kósóvó. Við
erum vel undirbúnir, þetta eru góðir
leikmenn með mikla hæfileika. Þeir
spila með góðum liðum í Evrópu, við
höfum horft á alla leiki þeirra og sem
lið eru þeir alltaf að bæta sig. Síðasti
leikur þeirra var gegn Tyrklandi og þá
áttu þeir að vera yfir í hálfleik, stærsti
ósigur þeirra var á móti Króatíu en þeir
fengu fullt af færum í þeim leik og við
vitum að þeir eru mjög hættulegir.
Ég vil hrósa þjálfara liðsins, hann fær
bara nokkra daga í undirbúning og
hann hefur gert mjög vel í að búa til
gott lið með leikmenn sem hafa ekki
spilað saman lengi á stuttum tíma.“
„Er betri
leikmaður
í dag“
Aron Einar Gunnarsson á
blaðamannafundi á fimmtudag
„Ég hef þroskast mikið síðan ég var
hérna síðast. Leikur minn hefur líka
þroskast þannig að ég myndi segja að
ég sé betri leikmaður í dag en ég var
þegar ég kom hingað síðast. Við höfum
horft á mikið af myndböndum með
þeim, þeir eru að spila með góðum
liðum í Evrópu. Þetta er lið sem ber að
virða og þetta verður erfiður leikur fyrir
okkur. Þeir hafa fengið stuttan tíma en
þeim hefur tekist að búa til gott lið, við
þurfum að fara varlega á morgun.“
„Hann getur
nýtt sér
þetta, skorað
mark og þá verður
þetta mál aldrei
rætt aftur
Klárir í slaginn Vinni Íslendingar leikinn gæti
leikur við Króatíu á Laugardalsvelli í júní orðið
úrslitaleikur um toppsætið í riðlinum. MyndIr EPA
gæsina gegn KósóVó