Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Blaðsíða 28
Helgarblað 24.–27. mars 201728 Fólk Viðtal
Að bregðast hratt við
Víkjum að starfsferlinum, það kom
mér á óvart þegar ég frétti að þú vær-
ir lærður bakari. Af hverju varð það
nám fyrir valinu?
„Mér gekk mjög vel í skóla en
var gripinn gríðarlegum námsleiða
þegar ég lauk gagnfræðaskólagöngu.
Mig langaði ekki í menntaskóla og
ákvað að fara að gera eitthvað allt
annað. Ég fór að vinna sem hand
langari í byggingavinnu en fékk
lungnabólgu og varð að hætta því. Ég
ákvað þá að fara í Iðnskólann og læra
til bakara. Ég fann mig algjörlega í
því, námsleiðinn hvarf og ég dúxaði.
Á námstímanum vann ég nokkuð fyr
ir Svein heitinn bakara. Þegar ég var
22 ára, nýbúinn að læra, bauð hann
mér vinnu sem yfirbakari í nýju bak
aríi sínu og þar stjórnaði ég mönnum
sem voru helmingi eldri en ég. Þetta
var góður skóli og við Sveinn vor
um miklir vinir og félagar. Ég vann
við þetta í tíu ár alls. Þá var ég kom
inn í þrot. Vinnan sjálf átti vel við
mig en vinnutíminn var ömurlegur
og sömuleiðis kjörin. Ég fann líka að
það var að fjara undan stéttinni fag
lega. Bakarar voru byrjaðir að kaupa
kleinuhringi, vínarbrauð og annað
sem framleitt var í útlöndum, þíða
það upp og selja í bakaríum sínum.
Það fannst mér skelfilega vond þró
un. Ég sá að ég myndi ekki þrífast í
þessu starfi til lengdar.
Ég tók atvinnutilboði um að
vinna sem verslunarstjóri hjá ný
stofnuðum pítsustað á Grensásvegi.
Þetta þótti gríðarlegt skref niður á
við hjá yfirbakara hjá Sveini bak
ara. Á Grensásvegi var Bandaríkja
maður sem átti að kenna okkur
rétt vinnubrögð. Hann var fyrrver
andi hermaður og óskaplega strang
ur. Ég var 28 ára gamall og hann bar
ekki nokkra virðingu fyrir mér og var
nokk sama þótt ég væri með meist
araréttindi í bakaraiðn. Hann lét mig
sannarlega heyra það, fannst ég ekki
kunna neitt né vita neitt og dró mig
sundur og saman í háði. Það er hann
sem kenndi mér að reka fyrirtæki.
Það er ekki flóknara að reka pítsu
stað en húsgagnaverslun eða banka.
Hann kenndi mér þá grunnþætti sem
skipta máli.“
Hvaða grunnþættir eru þetta?
„Að bregðast hratt við. Hér í IKEA
kemur mér ekkert á óvart. Ég þarf
ekki að bíða eftir því að fjármála
stjórinn minn klári uppgjörið fyr
ir marsmánuð. Ég veit nákvæmlega
síðasta dag marsmánaðar hvern
ig staðan er. Þegar ég var hjá Sveini
bakara var talning einu sinni á ári og
síðan ársuppgjör og menn sátu með
krosslagða fingur og biðu eftir því að
endurskoðandinn kæmi með upp
lýsingar um hvort það væri hagn
aður eða tap. Mörg íslensk fyrirtæki
vita ekki nákvæmlega hvernig þau
standa. Hversu oft hefur maður ekki
heyrt sögur af mönnum sem voru í
blússandi rekstri og keyptu sér Range
Rover og einbýlishús en rúlluðu svo
á hausinn af því þeir vissu ekki betur.
Á hverjum einasta morgni þegar
ég mæti í vinnuna byrja ég á því að
fara yfir tölu gærdagsins og gef öllum
stjórnendum endurgjöf, þar sem ég
hrósa eða lasta eftir því sem við á. Ef
þú stendur þig illa á mánudegi og ert
að gera einhverja vitleysu þá hefurðu
strax þriðjudaginn til að bregðast við.
Bandaríkjamaðurinn kenndi mér að
það þýðir ekkert í miðjum mars að
barma sér yfir stöðunni í febrúar.“
Hækkaði laun til að lækka
launakostnað
Þórarinn vann hjá Domino's hér á
landi en fór síðan til Danmerkur og
var þar í fjögur ár og sá um að koma
Domino's á laggirnar. Hann sneri
síðan aftur heim árið 2000. „Ég var
kallaður heim í snarhasti, það var
mikill uppgangur og mikið að gera
hjá Domino's en um leið var bull
andi tap,“ segir hann. „Fyrirtækið
hafði stækkað of ört og launakostn
aður var alltof hár. Það var verið að
brenna laununum í stað þess að hafa
færri starfsmenn sem vissu hvað þeir
voru að gera. Hugsunin var: Borgum
eins lág laun og við getum. Starfs
menn komu inn og fóru út, þetta var
eins og strætóstoppistöð.
Ég kom með tillögu til stjórnar,
sagði að til að lækka launakostnað
þyrftum við að snarhækka laun. Ég
náði að selja stjórninni þessa hug
mynd og hækkaði laun um 30 pró
sent. Það fyrsta sem gerist þegar
maður hækkar laun um 30 prósent
er að þau hækka bara, maður sér
engan árangur. Tapið hjá okkur jókst.
Það tók sex mánuði að snúa þessu
við. Svo allt í einu fór þjónustan að
batna af því að komið var til starfa
þjálfað fólk. Á fyrsta árinu lækkaði
launakostnaður um 20 prósent.“
Það er ekki sjálfgefið að sannfæra
heila stjórn um að leiðin til að lækka
launakostnað sé að snarhækka laun.
Hefurðu svona mikinn sannfær-
ingarkraft?
„Ég var svo heppinn að vera með
frábæra stjórnarmenn sem höfðu
trú á mér. Ég er bakari, hef enga við
skiptamenntun en ég hef unnið með
mönnum sem treysta mér og hafa
leyft mér að selja þeim hugmyndir
eins og þessa.
Rekstur Domino's fór að ganga
óskaplega vel. Ég var með fjölmargar
hugmyndir sem ég hrinti í fram
kvæmd, eins og að viðskiptavin
ir fengju sms í símann sinn þegar
pítsan var komin í ofninn og Mega
vikan er barnið mitt.
Undir lokin voru erjur í eigenda
hópnum, menn vildu fara mismun
andi leiðir og ég smitaðist af Hag
kaupshugmyndafræðinni. Ég man
að það var stöðufundur hjá Dom
ino's þar sem var fjallað um hvað
við gætum gert til að auka hagn
aðinn í fyrirtækinu. Ég sagði: Eig
um við ekki bara að hækka verðið á
píts unum? Jón Pálmason, sem nú er
annar eigandi IKEA, var þá stjórnar
maður í Domino's og pakkaði mér
þvílíkt saman þegar hann benti mér
á að það væri ekki boðleg hugsun að
hækka verð til að hagnast meira. Ég
tók þau orð svo sterkt til mín að síðan
hef ég verið þeirrar skoðunar að það
að hækka verð sé nokkuð sem mað
ur gerir ekki fyrr en allt annað er full
reynt.“
Af hverju hættirðu hjá Domino's?
„Ég fór í fæðingarorlof á sama
tíma og Baugur keypti fyrirtæk
ið en gerði þeim um leið ljóst að ég
myndi ekki vinna fyrir þá. Í mínum
huga kom ekki til greina að vinna
fyrir Baug, ég hafði fylgst með þess
um mönnum og vildi ekki vinna með
þeim. Allt sem þeir snertu, til dæmis
Hard Rock og Pizza Hut, fór til fjand
ans. Þeir ráku mig í fæðingarorlofi.
Ég fór í mál sem þeir unnu fyrir hér
aðsdómi en ég fór með málið fyrir
Hæstarétt og vann þá þar. Það var í
fyrsta sinn sem Baugur tapaði máli í
Hæstarétti. Það fyrsta sem þeir gerðu
þegar þeir losnuðu við mig var að
hækka verð á pítsum.
Þegar þessi staða var komin upp
spurði Jón Pálmason mig hvort ég
vildi taka við sem framkvæmdastjóri
IKEA. Mér leist ekkert á það, vissi
ekkert um þennan bransa en Jón
fullyrti að starfið hentaði mér. Ég lét
til leiðast. Í sumar verða tólf ár síðan
ég byrjaði.“
Breytingar með komu Costco
Hvernig framkvæmdastjóri leitastu
við að vera?
„Mitt markmið er að gestir IKEA
gangi héðan út með vellíðunartil
finningu. Ég vil að fólk komi aft
ur og aftur. Hús eins og þetta verða
svakalegar grafhvelfingar þegar þau
eru tóm. Húsið virkar best þegar þar
er kliður og margt fólk. Ég er mjög
heppinn, ég stýri fyrirtæki sem er að
bjóða fólki eins ódýran húsbúnað og
hægt er. Það er ekki að ástæðulausu
að fyrirtækið nýtur velgengni. Bræð
urnir tveir sem eiga þetta fyrirtæki
eru heiðursmenn með skýra fram
tíðarsýn. Starfsfólkið er ánægt og því
líður vel í vinnunni.“
Hjá Domino's hækkaðirðu laun,
hvað með laun hjá IKEA?
„Hjá IKEA höfum við ítrekað
hækkað laun langt umfram kjara
samninga, hvort sem um er að ræða
að borga þrettánda mánuðinn eða
viðbótarhækkanir. Mér finnst oft að
menn séu að borga fólki alltof lágt,
eins lágt og þeir komast upp með.
Það er rangt. Ef fólkið er ánægt þá
vinnur það betur.
Það er of algengt að litið sé á
starfsfólk og viðskiptavini sem
einnota. Það er stöðugt verið að
hugsa um hvernig hægt sé að há
marka daginn í dag í staðinn fyrir
að hugsa um velferð starfsfólks og
hvernig hægt sé að tryggja að við
skiptavinurinn komi aftur eftir tíu ár,
jafn ánægður.“
Hvernig líst þér á komu Costco
hingað til lands?
„Fólk er komið með upp í kok af
þeim aðilum sem hafa stýrt heild
og smásölumarkaði hér á landi.
Ég held að við munum sjá veru
legar breytingar með komu Costco.
Ég held líka að þónokkur fyrirtæki
muni líða undir lok. Costco mun
breyta því hvað við borgum fyrir
hluti eins og dekk, tölvu og sjónvarp.
Ég held að koma Costco sé það besta
sem hefur hent íslenskan almenn
ing lengi.
Við getum haft mikil áhrif á það
hvernig samfélagi við búum í. Það
eru ekki bara stjórnmálamenn sem
ákveða það. Það eru allir sem ákveða
það, þú með þínum gjörðum og ég
með mínum. Neytendur eiga ekki að
samþykkja að það sé verið að níðast
á þeim.“
Þarf ekki að kvíða morgundeg-
inum
Þórarinn er fjögurra barna faðir.
„Elsta stelpan er 32 ára gömul og er
kennari í Danmörku, mamma hennar
er hálf dönsk. Svo á ég þrjú yngri börn,
fjögurra og sjö ára stelpur og tólf ára
strák, með konu minni, Barböru Ösp
Ómarsdóttur hjúkrunarfræðingi. Hún
er gamall starfsmaður minn úr Dom
ino's, við höfðum ekki sést í tólf ár
þegar við hittumst aftur og smullum
saman. Við erum reyndar nýgift, gift
um okkur um áramótin á Siglufirði.“
Þú ert andlit IKEA út á við og það
er örugglega erill vegna vinnunnar
utan vinnutíma. Hvernig hvílirðu þig?
„Ég er mikill matgæðingur og elda
á hverjum degi og þá allt frá grunni.
Það er þerapía fyrir mig. Ég borða
kvöldmat á hverju kvöldi með fjöl
skyldunni.
Ég er svo lánsamur að ég sef
eins og engill. Ég þarf ekki að kvíða
morgundeginum. Ég er ekki á flótta
undan neinu eða neinum. Ég þarf
ekki að kvíða því að hitta reiðan starfs
mann, reiða eigendur eða reiða við
skiptavini.
Ég reyni að vinna eins mikið og ég
get með fólkinu á gólfinu. Um daginn
var ég að baka kleinur með fólkinu
í bakaríinu. Hvern einasta morgun
geng ég um verslunina og hirði upp
rusl. Ég vil að fólkið mitt sjái mig á
hverjum degi, ekki bara einstaka sinn
um. Ég er ekki merkilegri en aðrir í fyr
irtækinu.
Ég bý örugglega við minna stress
en margir aðrir í stjórnunarstöðu af
því að ég hef góðan málstað að verja.
Ég þarf ekki að fara með veggjum.“
Það er ekki hægt að kveðja Þórarin
án þess að spyrja um IKEAjólageitina,
en um síðustu jól var kveikt í henni.
Verður IKEA-geitin endurreist um
næstu jól?
„Ég er mjög ánægður með að
þeir sem brenndu hana skuli hafa
náðst. Þeir verða dregnir til ábyrgð
ar. Jólageitin verður stækkuð, ætli við
hækkum hana ekki um allavega einn
metra. Mér finnst þessi geit óskaplega
falleg. Í byrjun var hún stæling á þeirri
sænsku og við vorum með ljóskast
ara á henni. Síðan fékk ég hugljómun:
hvað gerist ef maður vefur seríu utan
um hana? Hún verður svo miklu fal
legri við það. Mér finnst þessi geit vera
flottasta jólaskraut á landinu. Hún
verður endurreist og fær vonandi að
vera í friði.“ n
„Menn geta stjórn-
að miklu í eigin
lífi en þeir sem fara um
svíkjandi og prettandi og
níðast á fólki uppskera
ansi oft eins og þeir sá.
Þeir sem eru hreinir og
beinir og koma vel fram
við aðra uppskera sam-
kvæmt því
Vinnan „Ég vil að fólkið mitt sjái mig á
hverjum degi, ekki bara einstaka sinnum.
Ég er ekki merkilegri en aðrir í fyrirtæk-
inu.“ Mynd Sigtryggur Ari