Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Qupperneq 4
Vikublað 28.–30. mars 20174 Fréttir Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Íslendingar eiga flesta bíla í heimi – miðað við höfðatölu Íslendingar og Ítalir eru þær þjóðir heims sem eiga flestar bif- reiðar. Í þessum löndum er 1,6 einstaklingur á hvern bíl að jafn- aði. Þessi niðurstaða byggir á töl- um frá árinu 2015 sem Opplysn- ingsrådet for Veitrafikken (OFV), hefur tekið saman. Að meðaltali eru 2,4 um hvern bíl í Evrópu en Evrópa er sú heimsálfa þar sem flesta bíla er að finna miðað við höfðatölu. Í Ameríku eru 3,7 um hverja bif- reið og í Asíu 19,7. Í Afríku er til ein bifreið á hverja 45 íbúa. Í Eyjaálfu eru 2,5 um hvern bíl en árið 2014 voru 8,6 jarðarbúar á hvern bíl að jafnaði. Virtu ekki hvíldartíma Fimm ökumenn voru kærðir í umdæmi lögreglunnar á Suður- landi í liðinni viku fyrir brot gegn lögum um hvíldartíma og notkun ökurita. Í dagbók lögreglu kem- ur fram að lögregla hafi ráðist í, ásamt starfsmönnum ríkisskatt- stjóra, eftirlit með ökumönnum hópferðabifreiða þar sem hugað var að rekstrarleyfum, aksturs- og hvíldartíma og fleiru. Alls voru höfð afskipti af 52 ökumönnum. Auk þeirra fimm sem hér að fram- an eru nefndir voru tveir ökumenn boðaðir með ökutæki í skoðun og ríkisskattstjóri birti sjö ökumönn- um tilmæli um lagfæringar. Reisa öRyggisgiRðingu en íbúaR fá engin svöR n Kergja vegna Rangársels í Seljahverfi n „Þetta getur ekki talist góð stjórnsýsla“ Í vikunni munu tveir einstaklingar flytja inn á neðri hæð íbúðakjarna við Rangársel 16–20 í Seljahverfi í Breiðholti. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að nágrannar hafa fylgst með miklum endurbótum á húsnæðinu sem lítur núna helst út sem lítið öryggisfangelsi þökk sé fjögurra metra háum girðingum og fjölmörgum ör- yggismyndavélum. Íbúar í nágrenni við íbúða- kjarnann eru ósáttir við feluleik Reykjavíkurborgar vegna starfseminnar en engin kynning hefur átt sér stað um hvaða starfsemi verði þar. „Okkur var lofað því að hættulegir einstaklingar yrðu ekki vistaðir þarna og að íbúum yrði haldið upplýstum,“ segir Regína María Sigurðardóttir, sem býr í næsta nágrenni. Þá segir hún íbúana telja að Reykjavíkurborg sé að brjóta lög með því að afla ekki tilskilinna leyfa fyrir framkvæmdunum. Sauð upp úr fyrir tveimur árum Deilur íbúa í hverfinu og Reykjavíkur- borgar vegna íbúðakjarnans í Rangár- seli eiga sér nokkra sögu. Um árabil dvöldust hreyfihamlaðir einstaklingar í húsnæðinu á vegum Öryrkjabanda- lags Íslands og gekk það sambýli afar vel. Í lok árs 2014 keyptu Félags- bústaðir hf. fasteignina og skömmu síðar dró ský fyrir sólu. Upp úr sauð í maí 2015 þegar fjöl- mennur íbúafundur var haldinn í Seljakirkju. Þá hafði spurst út að fyrir- hugaðar væru þær breytingar að fólk með fíkniefnavanda fengi athvarf í Rangárseli. Yfir því voru íbúar í hverf- inu uggandi. Ásamt íbúum mættu fjöl- margir borgarfulltrúar á fundinn og var fundargestum heitt í hamsi. Eng- um þó heitara en Björk Vilhelms- dóttur, þáverandi formanni velferð- arráðs Reykjavíkurborgar, sem jós skömmum yfir fundargesti fyrir að ákveða fyrirfram hegðun fólks til fram- tíðar og tala niður þá sem minnst máttu sín í samfélaginu. Þá var hún sérstaklega ósátt við sóknarprest Selja- kirkju fyrir að lána guðshús undir slík- an fund. „Í skjóli nætur“ „Við héldum þennan fund fyrst og fremst vegna þess að við fengum engar upplýsingar frá borginni um hvaða starfsemi ætti að vera í húsinu. Eftir nokkra fundi með starfsmönn- um borgarinnar þá var okkur lofað að hættulegir einstaklingar yrðu ekki vistaðir þarna. Þannig róaðist málið um skeið en núna á að lauma starf- seminni inn í skjóli nætur. Reykja- víkurborg hefur ekki upplýst nágranna á neinn hátt um hvaða starfsemi verð- ur í húsinu og á meðan fylgjumst við með því hvernig húsnæðinu er breytt og lítur núna út eins og öryggisfang- elsi. Eðli málsins samkvæmt spyr maður sig hvaða starfsemi þarf slíka öryggisgæslu,“ segir Rebekka María. Varð fyrir fólskulegri líkamsárás Rebekka María hefur svo sannarlega ástæðu til þess að vera uggandi varð- andi störf Reykjavíkurborgar því um mitt ár 2015 varð hún fyrir fólskulegri líkamsárás af hálfu andlega veikrar konu sem vistuð var í Rangárseli. „Það fluttu tveir íbúar inn í Rangárselið árið 2015. Kona og karl sem bæði glímdu við andleg veikindi. Til að byrja með var gæslan í kringum þau afar slök og þau ollu talsverðum usla í hverfinu. Maðurinn glímdi við strípihneigð, sem fór ekki framhjá okkur nágrönnunum og varð meðal annars til þess að far- ið var fram á að sett yrði speglagler í glugga byggingarinnar. Þá fékk konan að ganga óáreitt um hverfið, sem var ámælisvert því hún var mjög árásar- gjörn. Meðal annars bankaði hún upp á hjá mér og kýldi mig þegar ég kom til dyra,“ segir Rebekka María, sem hlaut talsverða áverka við árásina. Hún lagði inn kæru mánuði síðar sem varð ekki síst til þess að þrýsta á breytingar. Hugsanleg lögbrot Reykjavíkurborgar „Þessir einstaklingar búa enn í íbúða- kjarnanum en gæslan í kringum þá hefur tekið stakkaskiptum. Síðan fluttust inn einhverfir einstaklingar í húsið og sú sambúð hefur verið frá- bær þannig að starfsemin var komin í ágætan farveg. Miðað við breytingarn- ar á húsinu þá er greinilegt að hættu- legir einstaklingar verða vistaðir þarna og það er með hreinum ólíkind- um að íbúar í hverfinu séu ekki upp- lýstir um fyrirhugaða starfsemi,“ segir Rebekka. Að hennar mati þá er líka vafamál hvort framkvæmdir borgar- innar standist hreinlega lög. „Borgin reisir þarna fjögurra metra hátt grind- verk fyrir framan húsið og gerir um- talsverðar skipulagsbreytingar á hús- inu. Íbúar hér í kring hafa leitað eftir upplýsingum hjá skipulagsyfirvöldum um hvort að tilskilin leyfi séu til stað- ar en svo virðist ekki vera. Þetta get- ur ekki talist góð stjórnsýsla,“ segir Rebekka María. Engar upplýsingar veittar Í svari frá Regínu Ástvaldsdóttur, sviðs- stjóra velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar, kemur fram að framkvæmd- irnar á neðri hæð hússins séu vegna tveggja einstaklinga sem muni flytja inn á næstu dögum. „Þeir verða með mjög mikla mönnun og sérstakan for- stöðumann,“ segir Regína. Hún segist ekki geta svarað því hvort íbúarnir séu með dóm á bakinu eða hvort þeir hafi verið metnir ósakhæfir. „Mér er ekki heimilt að segja frá einkamálefnum þess fólks sem við vinnum með,“ segir Regína. Þá segir hún að borgin veiti fólki sem á í vanda þjónustu úti um alla borg enda sé það svo að lög um mál- efni fatlaðra kveði beinlínis á um að íbúðir fyrir þessa einstaklinga skuli vera í íbúðabyggð og nálægt almennri og opinberri þjónustu. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi þessara tilteknu íbúa og starfsfólks,“ segir Regína. Þá segir Regína að starfsemin hefj- ist ekki fyrr en búið sé að fá leyfi hjá byggingarfulltrúa fyrir girðingunum sem umlykja neðri hæð hússins. n Rebekka María Sigurðardóttir Rebekka hefur fylgst undrandi með uppbyggingu Reykjavíkurborgar við Rangársel í ljósi þess að borgarstarfsmenn hafi lofað því að hættulegir einstaklingar yrðu ekki vistaðir þar. Mynd SigtRygguR ARi Áverkar Fyrir tæpum tveimur árum varð Rebekka fyrir líkams- árás af hálfu andlega veikrar konu sem vistuð var í Rangárseli. Rangársel Undanfarin misseri hefur Reykjavíkur- borg reist háar girðingar í kringum íbúðir á jarðhæð Rangársels og sett upp öryggismyndavélar. Íbúar í nærliggjandi húsum eru ósáttir við að fá engar upplýsingar um hvers kyns starfsemi mun fara fram í húsinu. Mynd SigtRygguR ARi Öryggismynda- vélar Tvær af fjölmörgum mynda- vélum sem eru innan- og utandyra að Rangárseli 16–20. Mynd SigtRygguR ARi Brot á lögum? Íbúar í hverfinu spyrja sig hvort Reykjavíkurborg hafi ekki þurft leyfi fyrir umfangs- miklum skipulags- breytingum innan- og utanhúss að Rangárseli 16–20. Mynd SigtRygguR ARi Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.