Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Síða 10
Vikublað 28.–30. mars 201710 Fréttir Föður Meinað að sækja son sinn í grunnskólann n „Sorglegt mál,“ segir Margrét Pála n Starfsfólk tók sér stöðu fyrir aftan bifreið föðurins S kólastjóri Barnaskóla Hjalla- stefnunnar í Reykjavík reyndi á föstudaginn, ásamt öðru starfsfólki grunnskól- ans, að meina David Cross, þrítugum einstæðum föður, að sækja son sinn í skólann. Sonur Davids er sex ára og því í fyrsta bekk barnaskól- ans. David hafði ekki séð son sinn í fimm mánuði en að hans sögn hafði móðir hans hamlað umgengni hans allan þann tíma. „Hún fór með son okkar til Ind- lands og var þar í fjóra mánuði. Á þeim tíma var hún að brjóta um- gengnissamninginn sem var stað- festur hjá sýslumanninum í Reykja- vík. Þar stendur skýrum stöfum að ég eigi rétt á að fá að umgangast son minn,“ segir David og réttir blaða- manni umræddan samning. Þar sést undirskrift frá sýslumanni og stimp- ill til þess að staðfesta það sem þar kemur fram. Í samningnum um umgengni Davids við son sinn segir að „Barn dvelji hjá föður sínum aðra hvora helgi frá föstudegi til þriðjudags og mánudag þess á milli.“ Þá segir að barnið eigi að dvelja hjá föður helm- ing af sumarleyfi samkvæmt dagatali leikskóla/skóla og einnig að barnið skuli dvelja hjá föður 25. desember og einnig talað um skiptingu á páskafríi. Sá á Facebook að sonurinn væri kominn til landsins David vissi ekki að sonur sinn væri kominn til landsins fyrr en hann sá mynd af honum á Facebook-síðu Barnaskóla Hjallastefnunnar. Eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga og sýslumann þá ákvað hann, í krafti þess samnings sem hann hafði í hendi og var staðfestur 4. apríl 2015, að sækja son sinn í skólann á föstu- daginn en umræddur grunnskóli er við Nauthólsveg. „Ég mætti á leikskólann og lét umsjónarkennara hans vita að ég væri kominn að sækja hann. Vá, hvað það var gott að sjá hann. Það sást líka á honum að hann hafði sakn- að mín, hljóp til mín eins og fætur toguðu. Það var yndislegt augnablik en þó aðeins augnablik því ég tók eftir því að aðrir starfsmenn þarna og þá sérstaklega skólastjórinn litu mig hornauga. Ég var þó ekki mikið að kippa mér upp við það enda svo hamingjusamur að sjá litla strákinn minn loksins. Ég tók saman fötin hans, klæddi hann í og síðan ætluð- um við að ganga út,“ segir David en með honum í för var kærastan hans. Vildi að hringt yrði á lögregluna „Við erum komin út og erum að ganga að bílnum þegar ég heyri dyr grunnskólans opnast fyrir aftan okk- ur og það hlaupa einhverjir út. Ég lít við og sé skólastjórann ásamt tveim- ur öðrum starfsmönnum. Ég set son minn í bílsætið sitt og sný mér við. Þá heyri ég öskrað „Nei, nei, þú ert ekki að fara neitt.“ Það var þá skólastjór- inn sem var mættur út á bílaplan og greip í bílhurðina og reyndi að ná til sonar míns. Ég lokaði hurðinni og það sem gerðist eftir, það sést allt á myndskeiðinu sem kærastan mín tók upp. Ég var að sjálfsögðu í miklu uppnámi en ákvað samt að vera ró- legur og reyna að vinna úr þessu með starfsfólki skólans því það var með afrit af umgengnissamningnum og ætti að vita að ég átti rétt á að sækja son minn. Ég trúði þessu vart og vildi bara að það yrði hringt á lög- regluna,“ segir David sem á þess- um tímapunkti vildi koma barninu sínu út úr þeirri ringulreið sem hafði skapast á plani grunnskólans. „Ég er hræddur. Kannski hringja þau á lögguna,“ heyrist í sex ára gömlum syni Davids sem þá var sestur í sætið sitt í bílnum. Það var greinilegt að atvikið hafði mikil áhrif á hann. Þá heyrist líka í kærustu Davids sem reynir að hughreysta barnið: „Þú þarft ekkert að vera hræddur. Pabbi hefur fullan rétt á að tala við þig og hitta þig. Þetta er allt í góðu.“ Á sama tíma endurtekur sonur Davids að hann sé hræddur. „Eru þeir að knúsast,“ segir sonur hans þegar David reynir að stjaka við ein- um af starfsmönnum grunnskólans sem hafði tekið sér stöðu fyrir aftan bílinn. „Ég er með sting í maganum, ég er svo hræddur,“ segir sonur Dav- ids sem síðar segist hræddur um að skólastjórinn hringi á lögregluna. Sex ára og óttasleginn „Eruð þið búin að leysa þetta?“ heyr- ist sonur Davids segja síðan. Á með- an segist David hafa reynt að koma starfsfólki og skólastjóranum í skiln- ing um að hann hefði rétt á að sækja son sinn og eiga með honum helgi. Hann mætti í raun, samkvæmt samningnum, vera með hann þang- að til á þriðjudaginn. „Ég vildi bara koma barninu mínu burt úr þessum aðstæðum og þess vegna bað ég starfsfólkið að færa sig. Ég ætlaði með son minn burt úr þessum aðstæðum og síðan væri hægt að ræða málið frekar, ef þess þyrfti. Á þessum tímapunkti var ég sjálfur farinn að biðja um að hr- ingt yrði á lögregluna því ég vissi að ef hún kæmi á staðinn og sæi samn- inginn þá yrði mér leyft að fara með hann,“ segir David sem sést á mynd- skeiðinu leiðbeina kærustu sinni sem, að hans sögn, bakkaði lötur- hægt. „Af hverju voru þau að rífast?“ spyr sonur Davids á meðan kærasta hans reynir áfram að hughreysta hann. „Þau vita bara ekki betur.“ Bæði David og starfsfólk grunn- skólans hafði samband við lög- regluna sem var fljót á staðinn og stöðvaði för þeirra. Feginn að sjá lögregluna „Ég var feginn að sjá lögregluna en það var sárt að horfa upp á son minn sem skildi ekkert í þessu. Lögreglu- mennirnir voru þrír og þeir fóru yfir samninginn og voru lengi í símanum að ræða við sýslumann og fleiri sem að málinu koma. Niðurstaðan var sú að ég mátti, lögum samkvæmt og samkvæmt staðfestum umgengnis- samningi, sækja son minn í skólann þennan dag. Enn í dag á ég erfitt með að trúa því að starfsfólkið hafi með beinum hætti blandað sér í annars ömurlega forsjárdeilu sem barnið mitt þarf að upplifa að ósekju,“ segir David sem nú undirbýr lögsókn vegna málsins ásamt lögfræðingi sínum. „Það á aldrei að gefast upp. Þetta er sonur minn. Ég mun aldrei gefast upp. Við hverju býst fólk? Að maður geti bara gleymt barninu sínu og étið ofan í sig alls kyns ólöglegar tálman- ir? Nei. Það held ég ekki.“ David vill láta taka það fram að hann hefur búið á Íslandi frá því hann var sextán ára gamall. Hann á íslenska móður og er með íslenskan ríkisborgararétt og lítur á sig sem Ís- lending að öllu leyti. Einhverjir hafi haft áhyggjur af því, að sögn hans, að hann myndi flýja með son sinn úr landi en hvað það varðar segir David sjálfur: „Hvert ætti ég að fara. Ég á heima á Íslandi og sonur minn á heima á Íslandi.“ Ber að fylgja fyrirmælum forsjáraðila „Þetta er óendanlega sorglegt mál og ég hvet alla foreldra til þess að leggja öll gögn á borðið, samtalið er mikilvægast og við verðum að vita hvernig í pottinn er búið,“ segir Mar- grét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunn- ar, þegar DV ræddi við hana í gær, mánudag, um atvikið. Hún útskýrir að forsjáraðili, sem er móðir drengs- ins, sé sá sem þeim ber að vera í sam- bandi við. Hún líti málið alvarlegum augum. „Í þessu tilviki hafði móðir drengsins, sem hefur forsjá, sagt við starfsfólk skólans að það mætti alls enginn annar sækja barnið nema hún. Það eru þau fyrirmæli sem okkur ber að fylgja nema ann- að liggi fyrir. Þarna á föstudaginn fær skólastjóri starfsmenn með sér þegar hann sér að verið er að sækja drenginn. Hún vildi ná tali af föð- urnum sem setur drenginn í bílinn, veifar samanbrotnu A4-blaði og seg- ist eiga rétt á að sækja hann.“ Var skólinn ekki með afrit af þess- um umgengnissamningi? „Ekki inni í skólanum, nei. Ég hef ekki upplýsingar um það og venju- lega erum við ekki með þetta uppi á borði og það kemur mér á óvart ef svo er. Að sögn skólastjórans var strax hringt í forsjáraðilann, móður- ina, sem ítrekaði að ekki mætti sækja barnið,“ segir Margrét Pála og bætir við að starfsfólkið hafi ítrekað beðið um að fá að tala við föðurinn. Gaf misvísandi upplýsingar „Þau standa vissulega aftan við bíl- inn en þar óskuðu þau eftir því að fá að sjá pappírinn. Síðan er byrjað að bakka bílnum og að það sé valið – að bakka bílnum á starfsfólk skól- ans – setur maður spurningarmerki við, en þegar öllu er á botninn hvolft þá ber starfsfólki að fylgja fyrirmæl- um frá forsjáraðila eða -aðilum. Um leið og skólastjórinn fékk að lesa þau gögn sem faðirinn hafði með sér var afskiptum hætt. Í ljós kom, við yf- irferð þessara gagna, að faðirinn hefði heimild til umgengni frá föstu- degi og fram á þriðjudag og hér eru engin eftirmál. Þvert á móti. Hann kom með drenginn á leikskólann í dag (mánudag) og sótti hann síðan,“ segir Margrét Pála sem hefur söguna frá starfsfólki skólans, þar sem hún var ekki stödd þarna sjálf. Móðir drengsins hafði því gefið skólanum misvísandi upplýsingar. Ef litið er á myndskeiðið þá sést að afskiptum lauk ekki þegar búið var að fara yfir umgengnissamn- inginn því starfsmaður grunnskól- ans sést hlaupa á eftir bílnum þar til lögreglan stöðvar för hans. „Ég endurtek að þetta er óend- anlega sorglegt og grunnskólinn á ekki að vera stuðpúði á milli deilu- aðila. Barnið á að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti og ég harma þetta innilega. Þá hvet ég líka alla til þess að leggja fram viðeigandi pappíra og halda forsjárdeilum sínum utan skólans og ekki í kringum barnið,“ segir Margrét Pála. Er þetta fordæmalaust atvik? „Fordæmalítið en klípan hjá öllu skólafólki er sú að við fylgjum fyrir- mælum forsjáraðila og við kjósum ekkert fremur en að barn eigi frá- bæra umgengni við báða foreldra. Það er okkar afstaða.“ n Barnaskóli Hjallastefnunnar Margrét Pála, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir enga eftirmála af atviki föstudagsins og að faðirinn hafi, samkvæmt úrskurði sýslumanns, rétt til að sækja son sinn í leikskólann aðra hverja helgi. Mynd SiGtryGGur Ari Atli Már Gylfason atli@dv.is Ætlar ekki að gefast upp David Cross segir að forsjárdeilan sé ógeðsleg og bitni lang- mest á syni sínum. Mynd SiGtryGGur Ari reyndi að koma barninu burt Hér sést skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar ásamt öðrum starfsmanni grunnskólans en í miðjunni er David Cross að reyna að leiðbeina kærustu sinni svo hún gæti ekið út af bílaplaninu. Mynd SkjáSkot Stofnandi Hjallastefnunnar Margrét Pála Ólafsdóttir segir málið óendanlega sorglegt og harmar atvikið innilega. Mynd kriStinn MAGnúSSon „Ég vildi bara koma barninu mínu burt úr þessum aðstæðum og þess vegna bað ég starfs- fólkið að færa sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.