Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Side 18
Vikublað 28.–30. mars 2017
Heimilisfang
Kringlan 4-12
4. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Ávinningur fyrir Fossa
Sá orðrómur er hávær á fjármála-
markaði að Fossar markaðir
hf. hafi landað samningi við Kaup-
þing um að annast útboð í haust
þegar Arion banki verður, að öll-
um líkindum, skráður á markað.
Talið er að Kaupþing muni losa
um allt að 36 prósenta hlut í bank-
anum á almennum markaði en
fram hefur komið að fyrirtækið sé
undir undir talsverðum þrýstingi
frá Fjármálaeftirlitinu til þess.
Ef satt reynist er um gríðarlegan
ávinning að ræða fyrir Fossa enda
munu þóknanatekjur hlaupa á
hundruðum milljóna króna.
Má er svaravant
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
var spurður út í málefni Samherja
í Eyjunni síðastliðinn fimmtudag.
Seðlabankinn hóf á sínum tíma
rannsókn á málefnum Samherja
og þótti ganga ansi
hart fram. Málið
var síðan látið nið-
ur falla. Svör Más
voru heldur mátt-
laus. „Það er fullt
af svona málum
sem komu upp og
svo fara þau ekki alla leið. Það er
ekki okkar að taka ákvarðanir um
það, það er annarra,“ sagði hann.
Víst er að Samherjamenn, þeir
Þorsteinn Már Baldvinsson og Krist-
ján V. Vilhelmsson, eru ekki par
sáttir við þetta svar og sendu frá
sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu
að Már hefði sagt ósatt í þættinum
og varpað eigin ábyrgð á aðra.
Aðstoð frá Bessastöðum
M
argt er óvíst í þessum heimi
en það er alveg öruggt að á
samfélagsmiðlum eru alltaf
einhverjir sem rjúka upp af
minnsta tilefni, koma sér í árásar-
stellingar á mettíma og úthúða ná-
unganum af lífs og sálar kröftum fyrir
alls engar sakir. Þetta gerðist þegar
þingmaður Bjartrar framtíðar, Nicole
Leigh Mosty, var hundskömmuð
fyrir að tjá skoðanir sínar opinber-
lega. Ekki eingöngu voru skoðanirn-
ar stimplaðar sem ömurlegar heldur
var hún harðlega gagnrýnd fyrir að
hafa ekki fullt vald á íslensku og gerð-
ist þar að auki sek um að tala með
hreim. Hún átti reyndar að mati ein-
hverra netverja ekki að eiga nokkurn
rétt á því að sitja á þingi þar sem hún
gæti ekki beygt íslensk orð rétt. Sem-
sagt, útlendingur sem ætti ekki að
eiga mikinn tilverurétt hér á landi.
Netverjar komast ansi oft upp með
andstyggileg ummæli, en svo var
ekki að þessu sinni. Fjölmargir stigu
fram og mótmæltu þessu fordóma-
fulla tali frá óuppdregnum dónum í
netheimum. Þar á meðal var forseta-
frúin, Eliza Reid, sem talaði mildi-
lega en af festu í pistli á Facebook-
síðu sinni og benti á að rétt og skylt
er að sýna þeim umburðarlyndi og
skilning sem koma hingað til lands
og eiga íslensku ekki að móðurmáli.
Forsetafrú Íslendinga er innflytjandi
sem hefur lært íslensku og talar hana
vel. Það var engan veginn sjálfgefið
að hún blandaði sér í þessar umræð-
ur, en innlegg hennar er mikilvægt.
Sjálf segist hún tala með hreim og
beygja orð rangt. Önnur forsetafrú,
Dorrit Moussaieff, talaði sömuleið-
is íslensku með hreim og beygingar
vöfðust fyrir henni.
Íslendingar sem fara til annarra
landa tala venjulega með hreim,
vonandi án þess að verða fyrir
aðkasti. Forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, hefur í heimsóknum
sínum til Danmerkur og Noregs talað
mál þeirra þjóða í hátíðarræðum.
Þar hefur líklega eitthvað skort
upp á réttan framburð en engar
sögur fara af fordæmingu vegna
þess. Við höfum fremur frétt af
ánægju vegna þess hversu alþýð-
leg og frjálsleg forsetahjónin eru
í fasi. Hefði til dæmis einhver
þjóðhöfðingi annar en Guðni
Th. Jóhannesson sungið vöggu-
vísuna úr Dýrunum í Hálsaskógi
í hátíðarmóttöku fyrir framan
kóngafólk?
Það má lengi vona að netdónar
taki sig á og hætti að láta eigin geð-
vonsku og biturð bitna á fólki sem
ekkert hefur til saka unnið. Ekkert
bendir þó til að þeir séu að ró-
ast. Á meðan verða aðrir að standa
siðferðisvaktina og mótmæla mál-
flutningi þeirra. Ekki er svo verra að
fá aðstoð frá Bessastöðum. n
Ég er ekkert merkilegri
en aðrir í fyrirtækinu
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. – DV
Fokk you dóni
Salka Sól var klipin í rassinn á árshátíð Icelandair. – Twitter
Borgin er ekki að
horfa til framtíðar
Sveinbjörn flytur inn innfylliefnalaust gervigras en borgin vill sand og gúmmíkurl. – DV
E
kki kemur mér til hugar að
fjargviðrast út í eigendur
Helgafells í Helgafellssveit
fyrir að hugleiða gjaldtöku
af ferðamönnum sem vilja
ganga á fellið. Að sögn landeigenda
er staðurinn orðinn mjög fjölsóttur
og farinn að láta á sjá. Styrkur hafi
fengist frá Framkvæmdasjóði ferða-
mannastaða árið 2014 til að gera
við skemmdir og búa svo úr garði að
landið yrði varið frekari skemmdum.
Neitað um opinberan stuðning
Sótt hafi verið um styrk árin 2015
og 2016 en verið hafnað. Ekki sé
forsvaranlegt annað en að taka gjald
til að bæta bílastæðið og byggja upp
salernisaðstöðu. Þetta er sannfær-
andi málflutningur og trúverðugur
úr munni þeirra sem búa á staðnum
við ófullnægjandi og reyndar alger-
lega óþolandi aðstöðu. Þegar land-
eigandi hins vegar bætir því við að
ekki sé verið að rukka fyrir aðgang
að náttúruperlu eða útsýni þá er ég
ekki lengur sammála.
En þar er líka komið að öðrum
aðila og það er ríkisstjórn Íslands
og meirihlutanum sem hún styðst
við á Alþingi. Þar er allt á sömu bók-
ina lært og hefur verið um nokkurt
skeið undir verkstjórn Sjálfstæðis-
flokksins, nefnilega að íslensk nátt-
úra skuli einkavædd.
Stórfyrirtækin of ráðandi
Mér segir hugur um að þrýstingur
af hálfu Icelandair og hugsanlega
annarra flugrekenda hafi ráðið úr-
slitum um að hunsaðar voru óskir
um að sett yrði á sérstakt ferða-
mannagjald við komuna til Íslands
og að úr þeim ríflega sjóði sem
þannig myndaðist yrði veitt til Vega-
gerðarinnar til bílastæðagerðar og
reksturs salernisaðstöðu og síðan
til landeigenda til varnar og upp-
byggingar á landi þeirra. Hækkun
hótelgjalds var einnig hafnað, hugs-
anlega af hagsmunapólitískum
ástæðum einnig.
Og nú er kominn ferðamálaráð-
herra sem er við sama heygarðs-
hornið og vill fyrir alla muni að
landeigendur rukki hver sem bet-
ur getur. Þar með yrði kórónað það
verk sem forverinn hóf. Ekki er far-
ið í grafgötur um kostina við að
skúravæða allt landið með gjald-
tökuvélum. Þannig mætti stýra
ásókn ferðamanna, hefur nýi ráð-
herrann látið hafa eftir sér.
Vilja að aðgangur að náttúrunni
ráðist af efnahag
Aðrar hugmyndir um stýringu eru
á sama tíma slegnar út af borðinu,
til dæmis að segja nýjum flugfélög-
um sem vilja fá aðstöðu í Leifsstöð
að fleiri pláss sé ekki að hafa eins
og sakir standa. Afleiðingar þess að
tregðast við að gera þetta eru tvenns
konar.
Í fyrsta lagi stjórna flugfélög því
áfram hve margir koma til Íslands
til að sækja inn á yfirfulla staði. Í
öðru lagi sitjum við uppi með það
að gjaldtaka sem ella yrði við komu
ferðamanna til landsins yrði færð
inn á ferðamannastaðina sjálfa með
þeim afleiðingum að tekjulitlu fólki
yrði gert ókleift að ferðast um landið
og njóta náttúru þess til jafns við
efnafólk. Auðvitað munum við fá að
heyra að þetta verði svo lítið að fólk
eigi ekki að muna um það. Sama var
sagt þegar gjaldtakan hófst í heil-
brigðiskerfinu fyrir alvöru á tíunda
áratugnum. Þá var líka byrjað smátt.
Rukkað fyrir útsýni
Auðvitað er með gjaldtöku ver-
ið að rukka fyrir útsýni. Það geng-
ur ekki að mínu mati. Öðru máli
gegnir þegar boðið er upp á val-
kvæða þjónustu, til dæmis leiðsögn
og frásögur úr Laxdælu eins og ef-
laust myndi gerast við Helgafell.
Auðvitað væri gott að hafa þar land-
vörð og leiðsögumann en hann ætti
að vera kostaður úr ferðamálasjóði
sem væri nú orðinn vel aflögufær
ef skynsamlega hefði verið haldið á
málum.
Allnokkrum sinnum fór ég
með mín börn í uppvexti þeirra að
Helgafelli við Breiðafjörð. Gengum
við á fjallið og hugleiddum hvert um
sig þrjár óskir sem þjóðtrúin kenn-
ir að rætist ef ekki er litið um öxl og
ekki mælt orð af munni á meðan
fjallið er klifið. Engum mátti segja
óskirnar og þær urðu að vera settar
fram af góðum hug.
Andmælum sem aldrei fyrr
Ég veit nú hvers ég hefði óskað hefði
ég verið forspár. Ef sú ósk hefði náð
fram að ganga sætum við ekki uppi
með þá ríkisstjórn sem nú er sýnt að
þjóðin þarf að afplána næstu fjögur
árin. Þá gæti henni hafa tekist það
ætlunarverk sitt að einkavæða nátt-
úruperlur Íslands.
Það virðist vera pólitískur ásetn-
ingur hennar og það mun henni
takast nema þjóðin rísi upp og and-
mæli sem aldrei fyrr! n
Ætla sér að einkavæða náttúruperlur Íslands
Ögmundur Jónasson
skrifar
Kjallari „Auðvitað er með
gjaldtöku verið að
rukka fyrir útsýni.
„Það var engan
veginn sjálf
gefið að hún blandaði
sér í þessar umræður,
en innlegg hennar er
mikil vægt.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af íþróttagleraugum á
góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin!
Sportgleraugu
Red Bull sólgleraugu
kr. 14.950,-
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is