Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Page 4
Helgarblað 7.–10. apríl 20174 Fréttir „Sá sem rændi barninu mínu gengur núna laus“ „Við höfum óttast þennan dag,“ segja foreldrar stúlku sem var aðeins sjö ára þegar Daði Freyr nam hana á brott Í dag er dóttir mín hrædd. Í dag veit hún að maðurinn sem rændi henni og vinkonu hennar þegar þær voru aðeins sjö ára gamlar gengur laus og er kominn í hverf- ið. Átti ekki að láta neinn vita? Af hverju fáum við ekki að vita að mað- urinn sem rændi börnunum okkar er laus úr fangelsi? Mér finnst þetta bara hræðilegt verklag og fáránleg vinnubrögð. Hvað ef dóttir mín hefði rekist á hann á götu úti?“ spyr móðir tólf ára stúlku sem fyrir fimm árum var, ásamt jafnöldru sinni, numin á brott við strætóbiðskýli í Rofabæ. Þar var á ferðinni Daði Freyr Krist- jánsson en hann keyrði með stúlk- urnar, sem þá voru aðeins sjö ára, að Hádegismóum á malarveg sunnan við Morgunblaðshúsið. Þar stöðv- aði hann bifreiðina, settist aftur í til þeirra og þuklaði á þeim. Í dómnum segir að Daði Freyr hafi kysst aðra stúlkuna á kinnina og snert maga og læri þeirra utan klæða. Þegar þær fóru að gráta fór Daði með þær aft- ur þangað sem hann hafði þvingað þær upp í bílinn og skildi þær þar eftir. Daði gaf sig síðan sjálfviljug- ur fram við lögreglu eftir að lögregla lýsti eftir honum með ljósmynd í fjölmiðlum. Daði Freyr var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir barnaránið og misnotkunina. Er það dómur sem foreldrar stúlknanna eiga enn erfitt með að sætta sig við. Ekkert eftirlit þrátt fyrir alvarleg brot Líkt og DV greindi frá í síðasta helgar blaði er Daði Freyr laus úr fangelsi, hefur afplánað dóm sinn og er ekki undir neinu sérstöku eft- irliti – ekki frekar en aðrir einstak- lingar sem gerst hafa sekir um mjög alvarleg kynferðisbrot gagnvart börnum. Þá er engin sérstök eftir- fylgni á vegum yfirvalda heldur, sem þýðir að þeim sem ætla að brjóta gegn börnum aftur og hafa til þess einbeittan brotavilja eru engar sér- stakar hindranir settar. Í mörgum til- fellum skipta níðingarnir um nöfn og flytja í nýtt sveitarfélag. Þetta hef- ur valdið þungum áhyggjum hjá for- eldrum í Árbæ en einn viðmælenda DV sagðist ekki leyfa barninu sínu að leika sér úti lengur án eftirlits. „Ég einfaldlega skil þetta ekki. Hvernig getur það verið að svona hættulegir menn fái að ganga laus- ir án þess að nokkur fylgist með? Ég átta mig vel á því að hann hefur af- plánað sinn dóm. En hvaða dómur var það? Eigum við að renna yfir það sem gerðist? Hann sér þær ganga frá skólanum og inn í Krónuna og eltir þær þangað inn. Hann fylgist með þeim, eltir þær út og króar þær af. Síðan villir hann á sér heimildir, lokkar þær upp í bílinn sinn á sama tíma og hann þykist vera starfsmað- ur Krónunnar. Hann hótar að siga lögreglunni á þær og fær þær þannig með sér. Þær voru sjö ára,“ segir móð- ir stúlkunnar sem hefði viljað mun þyngri dóm. Að ósk fjölskyldunnar verður ekki greint frá nafni hennar. Dauðhrædd og vill að allt sé læst „Hann í raun sviptir þær frelsi sínu og brýtur gegn þeim. Þrjú ár fyrir þetta? Í fyrsta lagi er hann að brjóta gegn tveimur einstaklingum og því ætti hann eiginlega að fá þennan dóm tvöfaldaðan. Þeir sem ræna börnum geta átt von á allt að sextán ára fang- elsi hér á landi og það er dómur sem ég vildi sjá – ég vildi sjá hann dæmd- an fyrir barnsrán. Við foreldrarnir höfum talað um þetta eftir dóminn. Við vildum sjá hann fá átta ár.“ Móðir stúlkunnar segir brottnám- ið hafa haft hræðileg áhrif á dóttur hennar. Þau hafi á tímabili þurft að sannfæra hana á hverju kvöldi um að allir gluggar væru lokaðir og úti- dyrnar harðlæstar. Einnig helltist yfir hana ótti. Ótti við að vera ein. „Af hverju ég mamma?“ „Ránið hafði hræðileg áhrif á hana. Hún varð strax full sektarkenndar og kenndi sjálfri sér um hvernig fór. Þá breyttist hegðun hennar líka fljótlega eftir þetta og svefninn fór að vera mikið vandamál. Í kjölfarið hafði þetta áhrif á skólagönguna og námið. Þessi ömurlega lífsreynsla fór því að hafa keðjuverkandi áhrif á alla þætti í lífi hennar. Þarna er líka stöðugur ótti í gangi hjá henni og hræðsla við að vera ein fór að mynd- ast. Hún gat til að mynda ekki farið ein í skólann eða farið ein í skáta- hreyfinguna. Hún tengdi svæðið við skátaheimilið við manninn sem tók hana,“ segir móðir stúlk unnar sem enn í dag glímir við eftirköst brott- námsins. „Hún á enn erfitt með svefn, er oft í mikilli vanlíðan og grætur stjórnlaust. Þá spyr hún enn hvað hún hafi gert til þess að eiga þetta skilið. „Af hverju ég mamma?“ spyr hún mig. Það sem ég hugsa um er hvað ef hann hefði ekki komið með þær til baka? Hvað ef hann hefði ekki verið truflaður af öðrum bíl á svæðinu? Hefði hann mögulega gengið lengra?“ segir hún og bætir við að það hafi alltaf staðið til að undirbúa dóttur þeirra fyrir daginn sem Daði Freyr losnaði úr fangelsi. Gleyma aldrei andliti hans „Já ég ætlaði að gera það. Ég gerði mér fulla grein fyrir því að hann ætti eftir að losna út einhvern tímann en ég hefði aldrei trúað að ég yrði ekki látin vita. Dóttir mín hefur ítrekað spurt mig síðustu mánuði og ár hvenær hann losnar úr fangelsi og ég lofaði henni að ég léti hana vita. Í þessu tilfelli lét enginn nokkurn mann vita. Hún hefði þess vegna getað rekist á hann og þá hefði mér þótt ég hafa svikið hana þar sem hún treystir mér og ég taldi henni trú, í góðri trú, um að ég myndi láta hana vita. Hún er bara 12 ára og ég veit ekki hvort hún hefði verið tilbúin til þess að takast á við allar þær tilfinningar sem brytust fram ef hún sæi hann á förnum vegi.“ Þrátt fyrir að rúm fjögur ár séu liðin frá því stúlkunum var rænt þá segir móðir annarrar þeirra að dóttir hennar komi aldrei til með að gleyma andliti Daða Freys. Óttinn og hræðslan sem grípur um sig þegar um hann er rætt sé svo yfirþyrmandi að önnur stúlkan hafi ekki treyst sér í skólann daginn eftir að hún frétti að Daði Freyr gengi laus. „Hún þorir ekki í skólann af ótta við að verða rænt“ Öryggi hennar undir friðhelgi hans „Um það leyti sem dómur féll í mál- inu þá var ég að lesa fréttamiðlana og var með opna síðu um málið á tölvu- skjánum hjá mér. Dóttir mín horfði á skjáinn og brotnaði saman. Hún sagði: „Þessi maður lítur alveg eins út og sá sem tók mig.“ Svona minning situr föst í huga barna og þeirra sem lenda í svona hræðilegum atburðum,“ segir hún og bætir við að þær mæðg- ur undirbúi sig nú undir að rekast á manninn sem rændi dóttur hennar. „Við eigum okkar leyniorð. Ef ein- hver til dæmis kemur upp að henni og segir henni að koma með sér eða að ég hafi beðið viðkomandi um að sækja hana þá verður viðkomandi að vita leyniorðið. Ef viðkomandi getur ekki gefið henni leyniorðið strax þá á hún að hlaupa og öskra eins mikið og hún getur. Við höfum líka rætt að ganga ekki ein heim úr skóla eða öðrum frístundum. Hún hefur, því miður, óttast þennan dag – eins og við öll. Öryggi hennar og líðan verð- ur undir friðhelgi einkalífs þess sem rændi henni og braut á henni. Hvaða réttlæti er það?“ n Atli Már Gylfason atli@dv.is Gaf sig fram eftir birtingu þessarar myndar Daði Freyr gaf sig fram við lögreglu sem auglýsti eftir honum í fjölmiðlum með þessu skjáskoti úr öryggismyndavél. Daði Freyr Foreldrar í Árbæ eru áhyggjufull- ir vegna þeirra frétta að Daði Freyr gangi laus. Rofabær Daði Freyr nam stúlkurnar á brott við strætóbiðskýli í Rofabæ. Móðir annarrar stúlkunnar er ósátt við að enginn hafi látið hana vita að Daði gengi laus.„Hún þorir ekki í skólann af ótta við að verða rænt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.