Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Síða 18
Helgarblað 7.–10. apríl 201718 Umræða E ftir að birtur var úrskurður endurupptökunefndar innar í hinum frægu Guðmundar- og Geirfinnsmálum, vandað og ítarlegt plagg með miklum rökstuðningi, mætti kannski ætla að umræðum um þessi lífseigu saka- mál fari senn að ljúka. Því það virð- ist vera um það almenn samstaða að niðurstaða nefndarinnar hreinsi nöfn þeirra sem voru dæmdir í þess- um málum, að það sé sýnt að dóm- arnir hafi verið rangir og byggðir á ósönnuðum getgátum og þar á ofan játningum sem hafi verið einskis virði enda fengnar fram með klækj- um, hótunum, útúrsnúningi og harðræði. Og varla annað í stöðunni úr því sem komið er að kveðja saman dómstólana á ný til að snúa gömlu úrskurðunum við og kveða upp sýknudóma. Og að sjálfsögðu yrði það gleðiefni fyrir alla ef réttlæti nær loks fram að ganga í þessum hryggi- legu málum. En hvað um dómsmorðingjana? En þegar því hefur verið lokið vakna að sjálfsögðu nýjar og áleitnar spurn- ingar sem fróðlegt verður að sjá hvernig verður leitað svara við. Og þá er ég ekki að tala um leyndardóminn um hvað varð um mennina tvo, því verður kannski aldrei svarað héðan af, enda hafa margir fleiri horfið á Ís- landi og aldrei fundist, eins og bent hefur verið á. Hins vegar hlýtur það að verða mönnum ráðgáta hvern- ig það gat gerst að alsaklaust fólk er sótt út í bæ, borið upp á það að hafa komið mönnum fyrir kattarnef og því ekki gefinn kostur á neinu öðru en að viðurkenna það, og líf þess þannig lagt í rúst. Sé það svo að sak- borningar hafi verið gripnir á grund- velli algerlega órökstuddra kjafta- sagna, sannanir og vísbendingar hafi verið nánast engar en mönnum samt ekki gefið færi á öðru en að játa, þá er auðvitað óhugnanlegt til þess að hugsa að slíkt hafi getað gerst í til- tölulega nýliðinni fortíð, í því lýð- ræðislega réttarríki sem við töldum að hér væri. Nú segja allir sérfræðingar, bóka- höfundar og aðrir sem mest og best hafa sökkt sér ofan í málin að fljót- lega eftir að rannsókn hófst, og í það minnsta löngu áður en ákærur voru gefnar út og dómar upp kveðnir, hafi öllum verið orðið ljóst, eða í það minnsta mátt vera augljóst, að ákær- ur gegn sakborningum voru byggð- ar á sandi og að í raun benti ekkert til sektar eða að þeir hefðu nokkurn tím- ann hitt eða séð mennina sem hurfu. En engu að síður hafi verið haldið áfram með málið vegna einhvers kon- ar samfélagslegrar, eða jafnvel póli- tískrar kröfu, um að málin yrðu leidd til lykta og sekir fundnir hvað sem það kostaði. Sé þetta svo, þá erum við far- in að tala um réttarfarslegan glæp af þannig tagi að það ætti að kalla á sjálf- stæð og mjög víðtæk málaferli. Eða í það minnsta rannsóknarnefnd Al- þingis af stærri gerðinni. Samsæri og einbeittur brotavilji Skoðum það að til þess að tilhæfu- lausar ásakanir, byggðar á slúðri og getgátum en án allra efnislegra sannana, fari alla leið í gegnum kerf- ið, gegnum öll dómstig og endi með sakfellingu, þá þarf til þess einbeitt- an brotavilja og raunar víðtækt sam- særi mjög margra. Það hefur ver- ið bent á lögregluna, jafnt óbreytta sem rannsóknarmenn bæði á höf- uðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, og svo fangaverði. Að auki þarf að sjálfsögðu ákæruvaldið með í málið og á endanum líka fjölskipaða dóm- stóla, bæði í héraði og svo sjálfan Hæstarétt. Miðað við það sem nú er sagt, og látið með öllu ómótmælt, þá hefðu réttsýnir menn einhvers stað- ar á þessari leið átt að sjá að málatil- búnaður hélt ekki vatni og að ekkert annað væri hægt að gera en að vísa öllu frá eða í það minnsta að sýkna hina ákærðu. En það var semsé ekki gert; öðru nær. Hafi þetta virkilega verið svona, þá hlýtur það að vekja upp ótal óþægilegar spurningar, til dæmis um þá menn, sem flestir hafa líklega haldið vera grandvara, menntaða og réttsýna, og skipuðu helstu dómstóla landsins, auk yfirmanna lögreglunn- ar. En það hefur greinilega verið eitt- hvað annað upp á teningnum, og lík- lega þá ástæða til að fara að skoða með krítískum augum fleiri mál og aðra dóma sem sömu menn kváðu upp. Í umræðum að undanförnu skirrast menn ekki við, hvorki í ræðu né riti, að tala um dómsmorð eða réttarmorð, en það er vel að merkja alvarlegur glæpur eins og hugtökin bera með sér, og í rauninni enn herfi- Mannshvörfin frægu Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja n Hverjir eru þá sekir? Mannshvarf „Má búast við að GG-málin verði mönnum enn efni til heilabrota að mörgum öldum liðnum.“ Sævar Ciesielski „Það virðist vera um það almenn samstaða að niður- staða nefndarinnar hreinsi nöfn þeirra sem voru dæmdir í þessum málum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.