Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Síða 28
Helgarblað 7.–10. apríl 201724 Skrýtið
S
érhannað svæði tileinkað
fuglum verður byggt í kín-
versku stórborginni Tianjin
við austurströnd landsins.
Framkvæmdir hefjast undir
lok þessa árs og á þeim að ljúka 2018.
Hugmynd sú sem í fyrstu virðist út í
hött kann þó að reynast snjallari ef
nánar er að gáð. Slík nýsköpun kem-
ur ekkert á óvart þegar Kínverjar eru
annars vegar.
Friðsöm flughöfn ætluð fuglum
einum, þar sem skóglendi kemur í
stað steypu og staura. Fuglaverndar-
samtökin Lingang Bird Sanctuary
stóðu fyrir alþjóðlegri samkeppni
um skipulag 60 hektara svæðis í
hafnarborginni Tianjin. Heiðurinn
að hugmyndinni á ástralska
hönnunarstofan McGregor Coxall
sem varð með drögum sínum að
„farfuglaflughöfninni“ hlutskörpust
í keppninni. Fyrir tækið sérhæfir sig í
landslagsarkitektúr og hefur aðsetur
í þremur löndum.
Áningarstaður fyrir farfugla
Um ræðir feiknastórt náttúru-
verndarsvæði í hjarta borgarinnar,
frekar en eiginlega flughöfn. Svæð-
ið þjónar margþættum tilgangi og
verður jafnframt almenningsgarður.
Meiningin er að búa farfuglum án-
ingarstað á leið sinni austur á bog-
inn, en svæðið liggur við hina svo-
nefndu austurasísku flugleið (East
Asian-Australasian Flyway).
Þessa leið fljúga ríflega 50 milljón-
ir farfugla ár hvert. Gera skipuleggj-
endur verkefnisins fastlega ráð fyr-
ir því að farfuglar muni sjá hag sinn
í því að „millilenda“ á svæðinu og
safna kröftum fyrir áframhaldandi
flug. Austurasíska flugleiðin nær yfir
samtals 22 lönd og eiga fuglar því
dágóðan spöl eftir að lokinni milli-
lendingu í Kína.
Fljúga þúsundir kílómetra
fastandi
Fjöldi fugla á að baki yfir 11 þúsund
kílómetra ferðalag þegar þeir koma
að „flugvellinum“ í Tianjin. Ferða-
lagið er krefjandi og eru fuglarnir á
fastandi maga alla þá tíu daga sem
það varir.
„Flugleiðakerfi far-
fuglanna er hreint
náttúruundur,“ segir
Adrian McGregor,
forstjóri og stofn-
andi McGregor Coxall
hönnunarstofunnar.
Hann bætir því við að
vonast sé til þess að
„flugvöllurinn“ reyn-
ist veigamikill liður
í verndun farfugla-
tegunda í útrým-
ingarhættu.
Munu vonandi
„fylla tankana“
Þrátt fyrir erfitt flug til Kína hafa fugl-
arnir hingað til forðast að eiga við-
komu í Tianjin. Það er vel skiljanlegt
þar sem stórborgir eru jafnan engar
náttúruparadísir fyrir fugla. Fæði
er af skornum skammti og rýmið
sömuleiðis – og til að bæta gráu ofan
á svart er byggðin við strandlengj-
una sífellt að breiða meira úr sér. En
breyting þar á mun eiga sér stað í ná-
inni framtíð. Þökk sé fyrirhuguðum
framkvæmdum er ráðgert að þús-
undir farfugla muni lenda á vellin-
um í Tianjin og „fylla tankana“ fyrir
næsta flugtak.
Verkefnið er fjármagnað af Asíska
þróunarbankanum (Asian Develop-
ment Bank) og efnahags- og tækni-
þróunarsviði Tianjinborgar. Það er
lítil furða að vinningshugmyndin
hafi fallið vel í kramið, en náttúru-
vernd er ofarlega á stefnuskrá bak-
hjarla verkefnisins.
Vin í miðri stórborg
Fyrirhuguð fuglaheilsulind er ekki í
minni kantinum, en 20 hektarar jafn-
gilda 75 stórum fótboltavöllum. Fram-
kvæmd af slíkri stærðargráðu krefst
því umtalsverðrar undirbúnings-
vinnu. Græða á upp
svæðið til að líkja sem
best eftir náttúrulegu
umhverfi fugla. Því
er brýnt að undirbúa
jarðveginn vel. Strand-
lengjan var áður nýtt
undir sorphauga og er
fyrst á dagskrá að stinga
þá upp. Eiginlegar
framkvæmdir hefjast
síðan í lok þessa árs.
Manngerð vötn
Gerð ýmissa vatnasvæða er einnig
í bígerð. Manngert stöðuvatn mun
prýða vinina sem og stór fenjasvæði
og síki. Þriðjungur svæðisins verður
ræktaður skógi og síðan fyllt upp í af-
ganginn með kjarri og öðrum gróðri.
Loks verður byggður útsýnispallur
fyrir gesti og gangandi. Þaðan verður
hægt að fylgjast með fuglunum, þ.e.
ef þeir fela sig ekki allir í skóginum.
Ef allt gengur að óskum mun völlur-
inn nýtast jafnt fuglum sem vísinda-
mönnum og náttúruunnendum.
Við uppbyggingu farfuglaflug-
vallarins verður stuðst við sjálfbært
kerfi sem hreinsar allt frárennsli og
regn jafnharðan. Er þetta mikil fram-
för og verður komið á laggirnar í fleiri
stórborgum landsins, að sögn Jack
Qian, framkvæmdastjóra McGregor
Coxall í Shanghai.
Látlaus loftmengun í Kína
Hafnarborgin Tianjin er meðal fjöl-
mennustu borga í Kína með íbúa-
fjölda upp á 15 milljónir. Þar er dag-
legt brauð að beina þurfi flugumferð
annað vegna loftmengunar.
Lítið sem ekkert skyggni hefur
verið í borginni og er svifryksmeng-
unin komin langt yfir heilsuverndar-
mörk. Samkvæmt rannsóknum vís-
indamanna fellur í Kína rúm 1,5
milljón manns í valinn ár hvert sök-
um loftmengunar. „Grænt griða-
svæði í formi víðáttumikils fugla-
verndarsvæðis kemur einnig til með
að gera öðrum íbúum borgarinn-
ar gott, þ.e. hinum ófleygu,“ segir
Adrian McGregor. n
n Græða upp gamla sorphauga n Bætir bæði kjör fólks og fugla
Fyrsti farfuglaflug-
völlurinn rís í Kína
Guðmundur Bjartur Einisson
ritstjorn@dv.is
Griðasvæðið nýtist einnig
sem almenningsgarður
Uppkast af farfuglaflugvellinum
í Tianjin, 150 kílómetra suður af
Peking. Stærð hans samsvarar 75
fótboltavöllum af fullri stærð.
Ekki besta útsýnið Skyggnið í Tianjin þessa dagana.
Orsakavaldar eru vélknúin umferð og verksmiðjuiðnaður.
Örmagna eftir ferðina Þúsundir farfugla munu koma til með að nýta sér aðstöðuna. Þeir eiga fram undan allt að 10.000 kílómetra flug – völlurinn ætti því að koma í góðar þarfir.