Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Síða 36
Helgarblað 7.–10. apríl 201732 Heilsa
Góð ráð gegn
flughræðslu
Fælni (phobia) er einn algeng-
asti geðræni kvillinn. Íslenskar
rannsóknir sýna að um tólf þús-
und manns eru með fælni á svo
háu stigi að það háir þeim veru-
lega í lífi og starfi. Flughræðsla
(avio-phobia) er ein tegund af
fælni og virðast sterk tengsl milli
hennar, lofthræðslu og innilok-
unarkenndar. En hvað er til ráða
gegn flughræðslu? Meðfylgjandi
eru ráð frá doktor.is.
n Undirbúðu flugið með því að kaupa
farmiða í tæka tíð. Reyndu að pakka
niður nokkru áður en þú ferð, en ekki
á síðustu stundu. Hugsaðu fyrir því
að hafa uppáhaldstónlistina þína
meðferðis, þannig að þú getir hlustað á
hana á meðan fluginu stendur. Allt sem
auðveldar að beina athyglinni að öðru en
eigin vanlíðan er af hinu góða. Því er gott
að hafa með sér til dæmis tímarit, bók,
spil, krossgátur, vasatafl eða tölvuleiki.
n Reyndu að sofa vel daginn áður en þú
ferð í flug. Æskilegt er að örva blóðrásina
áður en haldið er út á flugvöll til að
forðast neikvæð áhrif þess að halda
lengi kyrru fyrir í sætinu meðan á flugi
stendur. Hressileg gönguferð eða sturta
getur gert mikið gagn. Gætið þess að
ferðafötin séu þægileg og að þau þrengi
ekki að líkamanum.
n Standi ferðin skemur en í tvo sólar-
hringa er hyggilegt að hafa úrið stillt á
tímann heima. Vari ferðin lengur en tvo
sólarhringa er best að stilla klukkuna
strax á tímann á ákvörðunarstað. Verið
úti við í dagsbirtu og á fótum fram að
háttatíma. Þannig má verjast þotusleni.
n Í flugvélum er andrúmsloftið þurrt.
Það getur leitt til vanlíðunar, nema
þess sé gætt að drekka nægilega mikið
af vatni til að mæta vökvatapi. Talið
er hæfilegt að drekka sem svarar einu
glasi fyrir hverja klukkustund sem
flogið er. Hyggilegt er að neyta hvorki
áfengis né koffíns, sem getur örvað
útgufun úr líkamanum og hægt á
líkamsviðbrögðum. Það bætir líðan að
borða mat á flugi.
Endurlífgun eður ei?
n Allir hafa kynnst því sem fram fer innan veggja spítala n Ekkert má út af bregða
V
ið erum stödd á sjúkrahúsi
þar sem liggja margir sjúk-
lingar með ýmis vanda-
mál, sumir liggja á venju-
legri deild, þeir veikari á
gjörgæsludeildinni undir stöðugu
eftirliti og bundnir við tæki sem pípa
ef eitthvað fer úrskeiðis. Ákvarðanir
eru teknar á öllum deildum spítal-
ans á hverjum degi um það hvernig
meðferð skuli háttað og hvaða rann-
sóknir einstaklingar eigi að undir-
gangast, annaðhvort til þess að stað-
festa eða hrekja greiningu þá sem
unnið er með hverju sinni, eða til
þess að fylgjast með því að sú með-
ferð sem veitt er sé að skila árangri.
Inngripin eru margvísleg eða allt
frá því að gefa töflur til þess að skera
fólk upp eða gefa því geislameðferð
vegna illkynja sjúkdóms. Markmiðið
er að skila þessum einstaklingum
aftur út í samfélagið til þess að þeir
geti notið lífsins áfram, en líka til
þess að þeir haldi áfram að vera nýt-
ir þjóðfélagsþegnar og geti lagt sitt af
mörkum í hverju sem það kann að
felast.
Ekki gerður greinarmunur
Ekki er gerður neinn greinarmunur
á efnahag, menntun, kyni eða aldri
þeirra sem leita á þennan spítala.
Þar er að finna öflugt fagfólk sem
vinnur þverfaglega og í teymi að því
að veita bestu mögulegu þjónustu
hverju sinni, með sama markmið
fyrir alla, að líkna þeim og lækna þá
sem þangað leita. Eðlilega eru hæð-
ir og lægðir í slíku starfi og þeir sem
standa á gólfinu eru á stundum ör-
þreyttir og teygðir, en þeir gefa samt
sitt besta, annað er ekki í boði. Þetta
er landsliðið, þangað leita allir sem
ekki geta fengið þjónustu annars
staðar, það að reyna ekki er ekki til
í orðabók þeirra sem þarna starfa
og gildir einu hvert vandamálið
er. Stundum tapar maður orrustu
og lýtur í lægri hlut fyrir þeim sem
kemur að sækja viðkomandi. Sumir
tengja slíkt við trúarbrögð, aðrir við
gang lífsins. En viðureignirnar eru
svo miklu miklu fleiri sem vinnast á
hverjum degi og það skapar ánægju
og vissu um að starfið sem unnið er
á þessum spítala skipti máli.
Nauðsynlegur og
eftirsóknarverður
Þegnar landsins eru sammála um
að þessi spítali eigi rétt á sér, hann
sé hreinlega nauðsynlegur og þeir
styðja ötullega við bakið á honum
með því að gefa gjafir, fé og borga
skattana sína, enda vita þeir ekki
hvenær þeir kynnu að þurfa á þjón-
ustu hans að halda. Þetta er eins kon-
ar trygging fyrir því að hann haldi
áfram sínu öfluga starfi, mennti
heilbrigðisstarfsfólk á heimsmæli-
kvarða og stundi vísindastarf af
hæsta gæðaflokki með fjölda rit-
rýndra greina í tímaritum víða um
heim. Spítalinn er næsta sjálfbær og
getur sinnt öllum þeim verkum sem
til er ætlast af honum og býr yfir öfl-
ugum tækjakosti til þess að tryggja
að svo sé. Hann getur gert allar
þær rannsóknir sem þarf til þess
að vel menntaðir og eftirsóknar-
verðir starfskraftar hans geti sinnt
sjúklingunum á sem bestan hátt og
tryggt öryggi þeirra. Spítalinn er eft-
irsóknarverður vinnustaður.
Mikil ábyrgð
Það er nánast ekki til sá einstak-
lingur í þjóðfélaginu sem hefur
ekki fengið að kynnast með beinum
eða óbeinum hætti því sem fram
fer innan veggja spítalans, annað-
hvort sem sjúklingur eða aðstand-
andi. Það er tilfinningalegur rússí-
bani sem einkennir þessi samskipti
oft og tíðum og er heiðarleiki og
gagnsæi aðalsmerki þeirrar þjón-
ustu sem hann veitir af bestu getu
hverju sinni. Þegar á móti blæs
standa menn saman um að leysa úr
þeim vanda sem upp kemur, hversu
smávægilegur sem hann kann að
vera, og tala saman. Sú samfélags-
lega ábyrgð sem hvílir á herðum
ráðamanna, stjórnenda, starfsfólks
og almennings er öllum ljós.
Í miðri endurlífgun
Í þessum pistli er rætt um ímyndað-
an spítala og nauðsyn þess að taka
rökréttar ákvarðanir hverju sinni
með hag sjúklingsins að leiðarljósi,
starfsemi spítalans snýst nefni-
lega eingöngu um það að líkna og
lækna, um það ríkir víðtæk sátt í
samfélagi þessa spítala. Þegar lækn-
ar taka ákvarðanir um endurlífgun,
byggir það á líkum á árangri og því
hversu lífvænlegur sjúklingurinn
er, stundum tekur maður ákvörðun
um að hætta. Ef við yfirfærum þessa
myndlíkingu á Landspítalann erum
við núna í miðri endurlífgun og það
má ekkert út af bregða því þá miss-
um við sjúklinginn. Adrenalín! n
Teitur Guðmundsson
læknir
„Sú samfélagslega
ábyrgð sem hvílir
á herðum ráðamanna,
stjórnenda, starfsfólks og
almennings er öllum ljós.
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
Á markaðsdeild DV er í
boði starf fyrir góðan og
harðduglegan starfsmann.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera
skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur,
samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur,
úrlausnamiðaður, hafa áhuga á
sölumennsku og markaðsmálum.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði
fyrir góðan og duglegan sölumann.
Umsóknir sendist á steinn@dv.is