Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Qupperneq 48
Helgarblað 7.–10. apríl 2017 27. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 3 S Ó F A D A G A R T A X F R E E FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGS TAX FREE DAGAR 6-9. APRÍL 20% afsláttur af öllum vörum Píanó og píla? Og Swansea í fallsæti! Gylfi lærir á píanó n Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður okkar Ís­ lendinga, er byrjaður að læra á píanó og hefur gaman af að spila pílu. Þetta kom fram í svörum Gylfa við spurningum lesenda Fótbolta.net. Margt forvitnilegt kom fram í svörunum. Gylfi kveðst vilja pepperóní á pítsuna sína en ef hann breyti til verði ananas fyrir valinu. Þá sagði hann að Nem­ anja Matic og Ngolo Kante hjá Chelsea væru erfið­ ustu and­ stæðingarnir sem hann hef­ ur mætt en Eden Haz­ ard einn sá besti. Stærsta verkefni Þorsteins til þessa n Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, hefur landað hlutverki í myndinni Life in a Year. Óhætt er að segja að þetta sé stærsta verkefni þessa unga Akureyrings til þessa en í myndinni leika, auk Þorsteins, Terrence Howard, Cara Dele­ vingne og Jada Smith. Frétta­ vefurinn Miðjan.is greindi frá þessu á fimmtudag en um er að ræða aukahlutverk í myndinni. Stony hefur ekki setið auðum höndum undanfarin miss­ eri því auk þess að leika í kvik­ myndum og sjón­ varpsþáttum hef­ ur hann haslað sér völl á sviði tón­ listar með góð­ um ár­ angri. Hundur með 10 þúsund fylgjendur á Instagram n Heitir Bee í höfuðið á móður sinni n Veit ekki af hverju vinsældirnar stafa, segir eigandinn H ún er auðvitað rugl sæt.“ Þetta segir Elvar Andri Guðmundsson, eigandi tíkarinnar Bee sem er með 10.400 fylgjendur á Instagram. Það er töluvert meira en flestir notendur eru með. Instagram­síða Bee var upphaflega búin til fyrir fjölskyldu og vini Elvars og kærustunnar hans þar sem þau eru búsett í Slóvakíu. Snjóboltinn byrjaði að rúlla Bee, sem er af tegundinni, Italian Greyound, verður tveggja ára í ágúst. Elvar og kærastan hans fengu hana í Slóvakíu, þar sem þau eru nemar, aðeins nokkurra vikna gamla. Elvar segir hundinn vera mikið „kúrudýr“ og gleðigjafa. Skömmu eftir að Instagram­síða Bee var fullgerð, og eigendur henn­ ar farnir að setja myndir af henni inn á síðuna með reglulegu milli­ bili, byrjaði snjóboltinn, eins og Elvar orðar það, að rúlla. „Allt í einu fór alls konar ókunn­ ugt fólk að fylgja Bee og út frá því gerðist þetta mjög hratt.“ Nefndi hundinn í höfuðið á móður sinni Í dag er Bee með 10.400 fylgjendur. Þá eru fylgjendur hennar duglegir við að smella „lækum“ og setja komment á myndirnar. Elvar segir þetta svolítið flippað en þau hafi gaman að athygl­ inni sem Bee fær í gegnum samfé­ lagsmiðilinn. Spurður af hverju hundurinn, sem á íslenska eigendur, heitir nafninu Bee, segir Elvar að hundurinn heiti í höfuðið á móður hans: „Mamma mín heitir Berglind en þegar hún bjó í út­ löndum var hún kölluð B. Þess vegna nefndum við hundinn Bee.“ Að lokum segir Elvar að hann reyni að vera duglegur að setja mynd­ ir af Bee inn á síðuna hennar. Tæplega 2.000 einstaklingar hafa sett „like“ á síðustu myndir af henni svo það er óhætt að segja að Bee eigi orðið stór­ an aðdáendahóp á Instagram. Þess má til gamans geta að Bee heitir @ beetheitalian á Instagram. n kristin@dv.is Bee er vinsæl á Instagram Er með 10.400 fylgjendur. MyNd INStaGraM/ElVar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.