Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 8
8 Vikublað 9.–11. maí 2017fréttir gerði upp og er fornbíll. Það er nú ekki rétt að ég sé rúntandi um og flautandi á fólk því að flautan er biluð á hon- um. Ég viðurkenni að ég hef farið rúnt stundum með tvo til þrjá úr félaginu. Þá erum við að leita að pókemon.“ Umdeilt mót á Seyðisfirði Haustið 2014 fór fram á Seyðisfirði Íslandsmót í boccia. Þar þótti Vig- fús sýna af sér óeðlilega framkomu gagnvart skjólstæðingi sínum. Kon- an, sem var þá 23 ára, hafði tap- að leik og tók það nærri sér. Segja sjónarvottar að Vigfús hafi tekið lengi innilega utan um hana og síð- an leitt hana inn í herbergi. Þá hafi hún verið með honum öllum stund- um á umræddu móti. Minnst sjö að- ilar hjá mismunandi íþróttafélögum höfðu þá samband við réttargæslu- mann fatlaðra á Akureyri. Í kjölfarið var Vigfús áminntur af réttargæslu- manninum. „Stelpan var að spila leik í úr- slitum og tapaði mjög stórt og hún er ofboðslega tapsár,“ segir Vigfús. „Hún stóð þarna hágrenjandi og ég tók utan um hana á gólfinu. Það var nú ekkert annað. Ég leiddi hana út úr salnum og að þvottahúsi sem var þarna og þar huggaði ég hana á með- an hún grenjaði. Það voru öll sam- skiptin.“ Voruð þið í sambandi, þú og þessi stúlka? „Ég get ekki sagt neitt til um það, fyrirgefðu.“ Vigfús segir móður konunnar standa á bak við kæruna og fyrrver- andi skjólstæðingur hans tekið þátt í því þar sem hún hafi verið reið og sár út í hann vegna misskilnings. Vigfús sakar móðurina um að vera í hefndarhug og að kæran snúist um að hafa af sér peninga. Þá segir hann málið byggt á sandi. „Kæran var ekki komin lengra en það að henni var vísað til baka til lög- reglu. Þessi kona kom sér í stjórn Ak- urs með látum sem varð til þess að allir keppendur gengu út úr Akri, eft- ir stendur félag sem er ekki neitt út af reiði og hatri þessarar konu. Þá hef- ur hún gert allt til að eyðileggja fyr- ir mér og bera út ósannindi og lygar, því miður. Ég get ósköp lítið gert annað en að halda mér til hlés og vera kurteis.“ Hvað er verið að kæra þig fyrir? „Hún er að segja að ég hafi mis- notað sig. Þetta er nauðgunarkæra. Það er ekki rétt. Það er langur veg- ur þar frá. Það er bara búið að leggja fram kæru og ekkert annað. Þetta fólk er ekkert að gera annað en að sverta mitt mannorð. Stelpan er sögð með þroskaskerðingu. Hún er ekki með skerðingu. Hún er ekki með ör- orku. Þessu máli var vísað aftur til lögreglu vegna þess að stúlkan er ekki með þroskaskerðingargrein- ingu. Það var farið fram á það að hún færi í greiningu til að sýna fram á að hún væri með greininguna. Þetta eru tvær konur sem eru að reyna ná sér í peninga.“ Áttir þú og þessi stúlka í sam- bandi, þú og skjólstæðingur þinn? „Ég get ekki farið að segja til um það. Það væri ekki skynsamlegast af mér,“ svarar Vigfús. Vigfús var, eins og áður hefur komið fram, formaður Akurs. Eigin- kona hans sinnti starfi gjaldkera og í stjórn sátu iðkendur. Heimildar- menn DV segja að Vigfúsi hafi ver- ið settur stóllinn fyrir dyrnar eftir að hafa verið birt kæran og hann neydd- ur til að segja af sér. Vigfús þvertek- ur fyrir það og kveðst sjálfur hafa átt frumkvæðið. Í kjölfarið að ný stjórn var kosin yfirgaf stór hópur iðkenda Akur og fylgdu Vigfúsi yfir í nýtt fé- lag. Vigfús neitar hins vegar að koma nálægt félaginu, sitji ekki í stjórn og komi ekki nálægt þjálfun en formað- ur félagsins segir hann einn af stofn- félögum. „Ég stofnaði ekki félagið. Það var stofnað nýtt félag og ég er bara starfs- maður félagsins. Ég er ekki í stjórn félagsins eða neitt.“ Þegar Vigfús er spurður hver hafi stofnað félagið svarar hann: „Hann heitir Ásgeir Bragason og svo krakkar sem eru í félaginu. Iðk- endur sjálfir. Ég er ekki að þjálfa þar. Ég hef bara farið á æfingar til að leið- beina þeim.“ Ert þú að þjálfa þessa krakka sem eru í þessu nýja félagi? „Ég er bara að leiðbeina, hjálpa til, því ég var þjálfari Akurs. Ég er bara þarna sem pabbi dóttur minnar sem er þarna.“ Ásgeir, formaður félagsins, seg- ir Vigfús hins vegar vera stjórnar- mann. Þá er félagið skráð til heimil- is þar sem fyrirtæki hans, Plastás, er til húsa. Þá hafi erindi frá hinu nýja félagi komið til Akurs í umslögum merkt fyrirtækinu Plastás, sem er í eigu Vigfúsar. Vigfús útvegaði einnig félaginu aðstöðu til að stunda æf- ingar en félagið er ekki löglegt og iðk- endur fá því hvergi að keppa. Félag- ið hefur sótt um inngöngu hjá ÍBA en það hefur ekki verið tekið fyrir. Vigfús heldur því fram að hann hafi ekki gert nokkuð rangt í sam- skiptum sínum við iðkendur þrátt fyrir viðvaranir og kæru. „Ég get í hreinskilni sagt að ég hef orðið fyr- ir þvílíkri árás frá þessu fólki vegna þessara krakka sem ég hef verið að reyna að hjálpa.“ Málið í vinnslu DV ræddi við Agnesi Blöndal hjá lög- reglunni á Akureyri sem staðfesti að málið væri á borði lögreglu. „Þetta er í rannsókn hjá okkur og er í ferli. Ég get staðfest það að við erum með til rannsóknar mál, meint brot á fatlaðri stúlku sem á að hafa átt sér stað hérna á Akureyri 2015. Það er í rannsókn og reynum við að hraða henni eins og hægt er. Það þurfti að taka margar skýrslur í mál- inu. Við sendum málið til héraðsak- sóknara á sínum tíma og það var sent til baka með ósk um að frekari gagna væri aflað. Það er verið að vinna í því núna.“ Áhyggjufull móðir Móðir stúlkunnar segir í samtali við DV að hún hafi ákveðið að styðja dóttur sína í að fara fram með mál- ið til að koma í veg fyrir að brotið yrði á öðrum þroskaskertum skjól- stæðingum. Tvíburasystir stúlkunn- ar sem kærði Vigfús býr nú í íbúð hans og hefur móður hennar áhyggj- ur af dóttur sinni sem hefur búið þar frá áramótum. „Þetta uppgötvaðist þegar þau fara í keppnisferð 2014. Þá hafði önnur ung kona samband við rétt- argæslumann fatlaðra. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum. Hún var orðin 18 ára og ekkert hægt að gera. Það sem mér fannst grátlegast er að eftir að ég hafði samband skrif- aði réttargæslumaður undir og sam- þykkti að Vigfús væri fjárgæslumað- ur hennar.“ Móðir stúlkunnar sem situr í stjórn Akurs segir að 11 til 12 iðkend- ur hafi yfirgefið félagið til að æfa með BFA. „Ég veit það líka að hann er ekki lengur skráður sem formaður þessa félags en við vitum að þetta er félag sem hann er að stofna,“ segir móð- irin og bætir við að málið hafi tekið mikið á. „Andlega hliðin var búin. Dóttir mín er enn að vinna í þessu og gengur til sálfræðings og hún er búin að loka sig af. Hún fer ekki mikið út. Hún er líka hrædd.“ Hún bætir við að hennar skoðun sé að Vigfús eigi ekki að koma nálægt þjálfun þar til niðurstaða sé komin í hans mál. „Ég fór með þetta af stað á sín- um tíma til að bjarga hinum krökk- unum.“ Formaður vill fólkið heim Hrafnhildur Haraldsdóttir er starf- andi formaður Akurs. Eftir að Vigfús var sakaður um kynferðisbrot steig hann til hliðar og Sædís Inga Ingi- marsdóttir tók tímabundið við en lét af störfum eftir að hafa flutt úr bæj- arfélaginu. „Ég vil ekki láta hafa mikið eftir mér á þessu stigi málsins en við höf- um áhyggjur af okkar iðkendum og myndum vilja sameina þetta aftur og sætta þetta og fá okkar fólk til baka hvernig sem það yrði gert.“ Valdalaus formaður Ásgeir Vilhelm er formaður hins nýja félags. Hann kveðst ekki hafa kom- ið að stofnun þess. Hann segist hafa þekkt Vigfús í rúm tvö ár og ný stjórn, sem skipuð er iðkendum, hafi ósk- að eftir að hann yrði formaður. Að- spurður hvort Vigfús hafi stofnað fé- lagið segir Ásgeir: „Hann gerði það ekki. Hann er stofnfélagi ásamt fjölmörgum öðr- um. Ég sé ekki hvernig þetta tengist honum, þetta félag.“ Er hann ekki tengdur félaginu? „Hann er félagi í því. Ég skil ekki hvernig hann og hans mál skipta þessu félagi máli,“ segir Ásgeir ósáttur við spurningar blaðamanns. Sagði hann persónuleg mál Vigfús- ar ekki koma félaginu við. Þá sagði hann að félagið væri ekki hans þótt hann væri formaður félagsins og hann framkvæmdi aðeins það sem stjórnin sem skipuð er iðkendum bæði hann um. Bætti hann við að enginn formlegur þjálfari væri í fé- laginu em Vigfús væri einn leiðbein- enda. Þegar Ásgeir var spurður af hverju félagið væri með heimilisfang á verkstæði Vigfúsar svaraði hann: „Ég hef ekki hugmynd um það. Póstfangið kemur bara þangað.“ Ef hann kemur ekki nálægt fé- laginu, af hverju er það skráð á verk- stæðinu hans? „Við höfum bara þetta heimilis- fang til að fá póstinn sem við þurf- um. Hann kemur félaginu ekkert við. Hann er bara félagi þarna. Hvað kemur það þér við hvert við fáum póstinn? [...] Ég er búinn að þekkja Fúsa kannski í tvö ár. Ég sé ekki hvað það skiptir máli. Þú ert að búa til eitthvað mál sem snýr að öðrum sem eru ósáttir. Við erum ekki ósátt við einn né neinn og höldum okk- ar striki. Ég skil ekki hvað það kem- ur formanni þessa félags við, hans persónulegu mál. Það er ástæða fyrir því að leitað var til mín. Ég geri mitt besta fyrir þetta fólk. Mér þykir vænt um þetta fólk.“ Réttargæslumaður fatlaðra Hópur foreldra kvartaði undan rétt- argæslumanni fatlaðra til velferð- arráðuneytisins og taldi að hann hefði brugðist starfsskyldum. Sner- ist kæran um að foreldrarnir töldu að þegar Vigfús steig til hliðar og ný stjórn var kosin hefði réttargæslu- maður átt að kynna iðkendum mál- ið. Í einum liðnum sagði: „Er það t.d. ásættanlegt að enginn skipti sér af því að maður sem er með kæru um kynferðislega misnotk- un á bakinu sé í slíkum samskipt- um við stóran hóp fatlaðra einstak- linga og nái að stýra þeim í einu og öllu og fái þau upp á móti fólki sem vill þeim vel [...] Ég ítreka að við höfum hag þessara einstaklinga að leiðarljósi og erum ekki að reyna að skerða þeirra frelsi með nokkrum hætti. Okkur þykir þyngra en tárum taki að sjá þennan hóp splundrast og illskuna magnast upp sem svo vel hefði mátt koma í veg fyrir. Sundr- ung hefur orðið í góðum hóp. Boccia iðkunin er þeirra líf og yndi og þar hafa mörg þeirra eignast vini í fyrsta skipti á ævinni. Þau eiga að baki frá- bæran árangur í boccia og innan- borðs eru Íslandsmeistarar og verð- launahafar frá öðrum mótum. Hér með er því lögð fram kvörtun vegna starfa réttindagæslumannsins á Ak- ureyri, við teljum að á umræddum hóp þroskahamlaðra einstaklinga hafi verið brotið þegar þau voru ekki upplýst um það hvers vegna þjálf- arinn var látinn víkja. Með því hefði mátt koma í veg fyrir það ástand sem nú hefur skapast.“ Í svari velferðarráðuneytisins segir að ekki sé hægt að taka undir þessi sjónarmið, að réttargæslumað- ur fatlaðs fólks á Norðurlandi hafi brotið á hópi fatlaðs fólks með því að upplýsa ekki um hvers vegna Vigfús var látinn víkja. Guðrún Pálmadóttir er réttar- gæslumaður fatlaðra. Hún vildi lítið láta hafa eftir sér um málið. Hún kveðst bundin trúnaði gagnvart skjólstæðingi sínum. Aðspurð hvort það hafi verið rétt ákvörðun að sam- þykkja að Vigfús yrði talsmaður kon- unnar eftir að hafa áminnt hann segir Guðrún að það hafi verið ósk konunnar og því orðið að verða við því. „Þó að fólk sé skert í þroska hefur það sömu réttindi og við. Ég skrifaði undir þennan samning og það gaf mér tilefni til að geta fylgst með.“ Guðrún bætir við að hún hafi rætt við konuna en bætir við að Vig- fús hafi sýnt merki þess að hann væri í raun að styðja hana. Sem réttar- gæslumaður má hún ekki kalla eftir sakavottorði. Hún segir ákvörðunina hafa verið tekna með hagsmuni kon- unnar í huga en í dag viti hún betur. „Núna í dag veit ég að það var alls ekki. Þegar slíkt gerist er maður ósáttur með sjálfan sig, þetta voru ákvarðanir sem ég taldi réttar. Maður notar svona hluti til að gera enn bet- ur. Það er eina leiðin.“ Fyrrverandi formaður áhyggju- full DV hafði samband við Sædísi og óskaði eftir að fá að vita hvernig það kom til að hún tók við af Vigfúsi. „Sem varaformaður í félaginu tók ég við sem formaður þar sem Vigfús ákvað að draga sig til hlés af persónulegum ástæðum og þá einna helst til að raska sem minnst ró inn- an félagsins. Einnig var stutt í fyr- irhugaða keppnisferð til Svíþjóðar sem iðkendur höfðu haft mikið fyrir að safna fyrir og mikil tilhlökkun var í iðkendum.“ Sædís bætir við: „Mér þykir miður að svo margir iðkendur hafi yfirgefið Akur því að þetta eru einstaklingar sem hafa æft hjá félaginu í mörg ár og hafa bæði tekið þátt í einstaklingskeppnum og liðakeppnum með félögum sínum þar. Það er því sorglegt að horfa upp á mörg þeirra snúa sér annað.“ Samskiptum Vigfúsar og Sædísar lauk í maí 2016. Hefur hún ekki átt í samskiptum við hann síðan. Sædís vonar að sættir náist í málinu en eins og staðan er núna er ljóst að ágrein- ingurinn og staðan bitnar á fjölda þroskaskertra einstaklinga sem fá ekki að keppa í íþróttinni sem þau elska. „Þá hafði hann ítrekað reynt að hafa áhrif á starfið eftir að hann hætti hjá félaginu og einnig á iðkendur fé- lagsins með endalausum símtölum, smáskilaboðum og Facebook-sam- tölum og olli þetta mikilli sundrung á meðal þessara einstaklinga. En eru þónokkrir einstaklingar úr þess- um hóp í samskiptum við mig og mörg þeirra hafa orðið fyrir aðkasti frá fyrrverandi félögum sínum sem kusu að yfirgefa félagið og þykir mér það mjög sorglegt og fær mig jafn- vel til að velta því fyrir mér hvaðan sú hegðum kemur og hver sé áhrifa- valdurinn á bak við það. Þessi hegð- un sem ég persónulega hef upplifað frá manninum er nóg til að ég myndi ekki kæra mig um að barnið mitt væri í félagi sem hann kæmi nokkurs staðar nálægt.“ n Sædís Inga Ingimarsdóttir Hún tók tímabundið við sem varaformaður Akurs Guðrún Pálmadóttir Réttargæslumaður fatlaðra á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.