Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 40
Vikublað 9.–11. maí 2017
33. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 554 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Hvar verða
Fjalla-
bræður?
Raular á Facebook
n Fréttamaðurinn fyrrverandi
og skemmtikrafturinn Ómar
Ragnarsson tók sig til á mánu-
dagsmorgun og birti á Face-
book-síðu sinni myndband þar
sem hann, að eigin sögn, raul-
ar ljóð sem vinur hans, Krist-
ján Hreinsson skáld, hafði birt á
Facebook-síðu sinni.
Ómar segir að ljóðið hafi
gripið sig og hann því ákveðið
að semja lag. „Það greip bæði
mig og fleiri og þegar slíkt gerist
verður stundum eitthvað nýtt
til á svipstundu. Í þessu tilfelli
var það lag, sem spratt fram eins
og föt utan um fallega mann-
eskju. Datt í hug að negla lagið
niður til minnis með því að taka
mynd af textanum og raula það
inn um leið. Bara
svona frum-
stæð tilraun í
anda augna-
bliksins,“ skrif-
aði Ómar við
myndbandið.
Kórdrengirnir
n Stefán Blackburn og
Stefán Logi Sívarsson, sem
báðir hafa verið dæmdir fyrir
hrottalega glæpi, skipuðu
byrjunarlið fótboltafélagsins
Kórdrengir sem lék sinn fyrsta
leik í Borgunarbikarnum á
dögunum. Liðið, sem leikur í
fjórðu deild, tapaði gegn Reyni
S. 7-1 og er því úr leik. Nafnarnir
höguðu sér vel inni á vellinum
og fengu enga áminningu.
Báðir voru þeir dæmdir í sex
ára fangelsi fyrir hrottalega
líkamsárás og frelsissviptingu
í Stokkseyrarmálinu. Fleiri úr
liði Kórdrengja hafa komist
í kast við lögin. Þannig
var formaður félagsins,
Logi Már Hermannsson,
dæmdur í þriggja ára og
níu mánaða fangelsi fyrir
fíkniefnainnflutning árið
2010. Varaformaður félagsins,
Davíð Smári Helenarson
hefur einnig hlotið
refsidóma fyrir
líkams-
árásir.
Gleði og glaumur
á toppi Úlfarsfells
n Stefnt að því að fá 1000 manns upp á fjallið n Reynir Traustason fer í ferð númer 1000
F
erðafélag Íslands, sem fagnar
90 ára afmæli sínu í ár, stefnir
að því að fá 1000 manns upp
á Úlfarsfell. Undirbúningur
er í fullum gangi en nákvæm
dagsetning liggur ekki fyrir. Reynir
Traustason, einn þeirra sem vinnur að
undirbúningi fjallgöngunnar, segir að
fjallgangan mikla verði ekki seinna en
um hvítasunnu. Þegar gangan verður
farin fer Reynir þúsundustu göngu
sína á fjallið.
Kemur þyrla með Ragga Bjarna?
„Þegar ég sagði Páli Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra Ferðafélags
Íslands, að ég væri að fara í ferð
númer 1000 á Úlfarsfell og bætti við
að gaman væri að hafa mann með
gítar uppi á fjallinu, sagði hann:
„Við höldum hátíð!“ Gangan hefur
yfirskriftina Úlfarsfell 1000, sem er
skírskotun til þess hversu oft ég hef
farið á fjallið. Markmiðið er að ná
þúsund manns upp á fjallið,“ segir
Reynir. Mikið verður síðan um dýrðir
á toppi fjallsins. „Þar verður komið
fyrir sviði og tónlistarmenn skemmta,
Valdimar, Bjartmar Guðlaugsson
og vonandi Stuðmenn. Þyrla
Landhelgisgæslunnar kemur með
góðan gest sem við veðjum á að sé
Raggi Bjarna, sem muni kannski syngja
Vorkvöld í Reykjavík. Borgarstjórinn
verður á staðnum og gerir samning
á fjallinu við Ferðafélagið um
umhirðuna á Úlfarsfelli, en þar
stendur meðal annars til að búa til
göngustíga,“ segir Reynir.
Reynir lofar mikilli upplifun.
Hann gekk fyrst á Úlfarsfell 2011, en
frá þeim tíma hefur hann alls farið
1.728 ferðir á fjöll, en hann heldur
nákvæma skrá um fjallaferðir sínar.
Hamingjudyrnar opnast
Reynir, sem er fjölmiðlahaukur og
fyrrverandi ritstjóri DV, segist hafa
fundið gríðarlegan mun á andlegri
og líkamlegri heilsu eftir að hann
hóf að stunda fjallgöngur. „Ég finn
algjöra breytingu. Þegar ég var
ritstjóri DV var ég í stöðugu stríði
og bjó við mikið stress. Ég var alltof
feitur reykingamaður. Svo hætti ég
að reykja sem þýddi að ég varð 140
kíló. Þá varð ég að taka á því og það er
eilífðarglíma. Nú er ég í ágætis formi
af því ég hef verið á mysukúrnum
síðan í desember. Ég drekk eitt glas
af mysu á morgnana og það drepur
sykurþörfina. Ef það kemur svo
yfir mig sykurþörf þá hleyp ég að
ísskápnum, opna hann, skelli mysu í
hálft glas og löngunin hverfur. Mysan
er mitt antabus.
Andleg líðan er líka miklu betri.
Auðvitað er ég ekki alltaf glaður, ég
er ekki þannig maður. En þegar ég er
kominn upp á fjall opnast fyrir mér
hamingjudyrnar.““ n
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Reynir Traustason Fer í ferð númer 1000 á Úlfarsfell. Mynd SigTRygguR ARi
Jakob Frímann Vonast er til að Stuðmaðurinn mæti ásamt félögum. Mynd ÞoRMAR VigniR gunnARSSon
Ragnar Bjarnason Mun hann syngja
Vorkvöld í Reykjavík? Mynd SigTRygguR ARi
„Þegar ég er
kominn upp á
fjall opnast fyrir mér
hamingjudyrnar