Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 14
14 Vikublað 9.–11. maí 2017fréttir Eldri sonurinn með einhverfu og hvítblæði Gunnar og Svava eiga þrjú börn. Salómon Leví, Mikael Mána og Sig- urrós Myrru. Mikael, sá elsti, verð- ur fimm ára í sumar og Sigurrós tveggja. Mikael greindist ungur með dæmigerða einhverfu og þegar hann var fjögurra ára greindist hann einnig með hvítblæði. „Eins og svo oft með einhverf börn kom þetta ekki strax í ljós. Margir höfðu orð á því hvað Mika- el væri gott barn og hvað hann væri prúður þegar hann léki sér. Hann greindist þegar hann byrjaði í leikskólanum, um eins og hálfs árs, sem er mjög snemmt,“ segir Gunnar og bætir því við að þau séu afar þakklát fyrir að hafa fengið greiningu svona snemma. Það var mikill léttir. Hjúkrunarfræðingarnir komu skríðandi inn á stofuna Eftir að Mikael greindist með hvítblæðið þurfti hann að venjast því að vera uppi á spítala hvern daginn á fæt- ur öðrum og vera umkringd- ur heilbrigðisstarfsfólki. Ver- andi einhverfur var hann ekki ýkja sáttur við þessa skyndilegu breytingu. „Þetta var ekkert smá erfitt. Fyrstu tvo mánuðina var hann öskrandi á hverj- um einasta degi. Hann byrj- aði að öskra um leið og hann varð var við einhvern koma inn á stofuna. Fyrstu vikurnar komu hjúkrunarfræðingarn- ir á fjórum fótum eftir gólf- inu og reyndu að fela sig með- an þær stilltu tækin. Ef Mikael rumskaði um nóttina og byrj- aði að líta í kringum sig flýttu þau sér niður á gólf svo hann sæi þau ekki,“ segir Gunnar og skell- ir upp úr. „Hjúkrunarfræðingarnir á Barnaspítalanum eru alveg magnað fólk.“ Mikael hefur þurft að fara í tíðar meðferðir. Fyrst var hann svæfður vikulega og krabbameinslyfi spraut- að inn í mænuna. Þá var hann uppi á spítala fimm daga í senn og kom síð- an heim. En nú hefur dregið úr því og hann á aðeins tvær slíkar meðferðir eftir. „Síðasta meðferðin hans er um miðjan ágúst. Eftir það fær hann töfl- ur í eitt og hálft ár sem við getum gef- ið honum heima. Það verður mikill munur,“ segir Svava. „Það þarf mikið til að koma okkur úr jafnvægi“ Batahorfur Mikaels eru sem betur fer góðar. Sú tegund hvítblæðis sem hann greindist með er vel læknanleg og þar að auki er hann heppinn að hafa greinst svona ungur. Gunnar og Svava hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og voru fyrir vikið betur undirbúin að takast á við erfiðleikana í sambandi við Salómon. „Þetta er nú þegar búið að vera mjög erfitt ár, þannig að það hefði þurft mikið til að koma okkur úr jafnvægi,“ segja þau. Stofnuðu eigin kirkju Árið 2013 stofnuðu þau Gunnar og Svava Loftstofuna Baptistakirkju þar sem haldnar eru fjölbreyttar messur hvern sunnudag. Þar að auki standa þau fyrir vikulegum heimahópum og halda úti YouTube-rásinni Apologia, þar sem þau tala um trúna og leitast eftir að svara hinum ýmsu spurningum varðandi hana. Hvað varð til þess að þið settuð á stofn eigin kirkju? „Þetta byrjaði í rauninni með litl- um heimahópum. Fyrst voru safnað- armeðlimir aðeins fjórir, við og eitt annað par sem hittumst reglulega og lásum saman úr Biblíunni. Báð- um saman og töluðum um trúna. Upp frá því hefur snjóboltinn rúll- að hægt og rólega. Á þessum fjórum árum hefur bæst í hópinn. Við fáum að leigja Aðventkirkjuna niðri í bæ til afnota og á dæmigerðum sunnudegi mæta um 35 fullorðnir og 15 börn til messu.“ Hvað einkennir kirkjuna ykkar? „Þegar maður les um upphaf kirkjunnar í Biblíunni sér maður hvað hún átti stóran þátt í að bæta samfélagið. Kirkjurnar gáfu hver annarri pening og studdu við bak fá- tækra. Þær héldu úti skóla- og heil- brigðiskerfinu. Í dag, 2000 árum síð- „Okkur langaði að stofna litla kirkju og þarna voru komnir að- ilar sem voru einmitt að leita að fólki til þess. Stofnuðu kirkju „Síðan væri nú ekki slæmt að vera búin að stofna aðra kirkju eftir tíu ár.“ Mynd Sigtryggur Ari Sterk saman Svana með Sigurrós Myrru og Mikael Mána.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.