Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 22
22 sport Vikublað 9.–11. maí 2017
J
ón Daði Böðvarsson, fram-
herji íslenska landsliðsins, var
að klára sitt fyrsta tímabil á
Englandi en hann kom til Wolv-
es síðasta sumar og lék með
liðinu í næstefstu deild Englands í
vetur. Tímabilið bauð upp á allt fyr-
ir Jón Daða og félaga en framherjinn
frá Selfossi kveðst hafa lært mikið á
tímabilinu.
Wolves ákvað að festa kaup á Jóni
Daða eftir góða frammistöðu hans
á Evrópumótinu í Frakklandi síð-
asta sumar. Framherjinn byrjaði frá-
bærlega með Wolves en síðan komu
mjög erfiðir tímar þar sem lítið gekk
upp.
Erfitt tímabil
„Þetta var í báðar áttir hjá okkur á
þessu tímabili, fyrsti hluti tímabilsins
gekk vel og sá síðari ekki vel. Gengi
liðsins var ekki eins og maður hafði
vonast eftir eða væntingar stóðu
til, við vorum mjög mikið í þess-
um fallslag á tímabili en góður loka-
sprettur kom okkur úr honum. Þetta
var mjög erfitt tímabil, það er já-
kvætt að hafa byrjað þetta tímabil vel
en svo komu vonbrigði. Það er gam-
an að vera búinn að kynnast þessari
Championship-deild en hún er virki-
lega krefjandi og ég lærði alveg hell-
ing,“ sagði Jón Daði þegar við rædd-
um við hann um málið í gær.
Wolves endaði í 15. sæti deildar-
innar en félagið er mjög stórt á ensk-
an mælikvarða og stefnir á að komast
aftur upp í deild þeirra bestu, ensku
úrvalsdeildina. Chamiponship-
deildin sem Jón leikur hins vegar í er
gífurlega erfið og þar getur allt gerst.
„Þetta er rosalega erfið deild
og hún er að sumu leyti bara mjög
furðuleg keppni, það geta allir unnið
alla og það er fullt af liðum sem geta
bara komið á óvart. Þegar við vorum
búnir að tapa nokkrum leikjum í röð
þá var rosalega erfitt að ná að snúa
því við, það þurfti einn sigur til þess.
Við náðum honum svo og komumst
á ágætis ról.“
Fólk lifir fyrir fótboltann
Flestir eru á því að skemmtilegast sé
fyrir leikmenn að spila á Englandi,
þar lifir fólk fyrir fótboltann og því
fann Jón Daði fyrir á sínu fyrsta ári.
„Það var mjög gaman að upplifa
það að spila á Englandi, það er rosa-
lega skemmtilegt að upplifa hvernig
menn hugsa um fótboltann hérna og
hvernig kúltúrinn er. Þetta er öðruvísi
en annað, andrúmsloftið er ótrúlega
skemmtilegt hérna. Fólk lifir bara fyr-
ir fótboltann, það er gaman að vera í
því umhverfi og maður lærir líka að
vera þakklátur fyrir slæmu stundir-
nar hérna. Það er lífsreynsla að hafa
upplifað þetta allt og ég lærði alveg
ótrúlega mikið.“
„Ég lærði alveg ótrúlega mikið á
þessu tímabili og á það hvernig þessi
deild virkar, ég vissi ekki alveg hvað
ég væri að fara út í en hafði þó vissar
hugmyndir um það. Það kom mér á
óvart hversu ofsalega líkamlega krefj-
andi deildin er, það er rosalega stutt
á milli. Maður fer á fleiri æfingar sem
snúast um endurheimt frekar en að
fara á fótboltaæfingar, það er eitthvað
sem ég þurfti að venjast og læra á.“
Menn eru svekktir hjá Wolves
Félagið gerði sér vonir um að kom-
ast aftur upp í úrvalsdeildina í ár en
það var aldrei í kortunum. Jón Daði
segir að vonbrigði séu hjá klúbbnum
með tímabilið en hann er vongóður
fyrir framhaldið. „Það er ekki hægt að
fela sig á bak við það að þetta tímabil
er vonbrigði fyrir klúbbinn, þetta er
klúbbur sem sér sig sem félag í ensku
úrvalsdeildinni. Þetta voru vonbrigði
en svo er þetta kannski að einhverju
leyti eðlilegt, við byrjuðum vel en
við vorum með mikið af nýjum leik-
mönnum og þjálfara sem kunni ekki
alveg á deildina. Það var einfaldlega
of erfitt fyrir liðið að límast saman á
svona stuttum tíma. Við höfum ver-
ið að ræða það að það gerist alveg
oft í þessari deild að eftir svona erfitt
tímabil að þá kemur gott tímabil í
kjölfarið, vonandi gerist það hjá okk-
ur.“
Markið minnkaði og minnkaði
Jón Daði fór af stað með látum hjá
Wolves og skoraði í upphafi móts en
eftir að hafa skorað nokkur mörk í
ágúst kom ekki næsta mark hans fyrr
en í apríl. Á þeim tíma fór Jón í gegn-
um erfiða tíma og í fyrsta sinn á at-
vinnumannaferli sínum komu upp
vandræði innan vallar.
„Persónulega gekk allt frábær-
lega til að byrja með, maður var að
spila virkilega vel. Ég var að leggja
upp mörk og skora nokkur. Það
kom síðan erfiður kafli og mikið
markaleysi hjá mér, þegar það ger-
ist þá verða allir hlutir erfiðari. Það
liðu margir mánuðir sem ég skoraði
ekki og það er erfitt andlega, markið
minnkar bara með hverjum leiknum
en það var ljúft að skora svo á dögun-
um gegn Bristol. Það létti aðeins af
manni en ég passaði mig samt sem
áður að gera alla hlutina eins. Fram-
herjar þrífast svolítið á sjálfstrausti
en þegar svona markaleysi kemur
er mikilvægt að vera ekki að breyta
neinu, ég gerði alla hina hlutina eins
vel og ég gat og beið bara eftir því að
markið kæmi. Það er auðvitað mikil-
vægt fyrir framherja að skora en það
eru fleiri hlutir í mínum leik sem nýt-
ast liðinu, maður reyndi að halda
haus. Ef það er eitthvað sem ég tek
frá þessu tímabili að þá lærði maður
ótrúlega mikið um sjálfan sig þegar
það voru erfiðir tímar, þetta ætti að
gera mann að betri leikmanni og
ég er með fulla einbeitingu á næsta
tímabil. Ég á ekki von á öðru en að ég
verði áfram hjá Wolves.“
„Ég fann sérstaklega fyrir þreytu á
seinni hluta tímabilsins, þá fór mað-
ur að finna fyrir því að EM var síðasta
sumar og svona. Þetta var bæði lík-
amleg þreyta en einnig mikið and-
leg þreyta, þú ert alltaf með haus-
inn að hugsa um fótbolta og hvað sé
í gangi. Þetta var bara fótbolti allan
sólarhringinn og eins mikið og mað-
ur elskar þennan leik að þá getur
maður fengið leiða á því þegar mað-
ur fær ekki smá tíma til að hugsa um
eitthvað allt annað. Maður vann hins
vegar bara í þeim hlutum og það
verður gott að nýta þennan stutta
tíma núna í að slökkva aðeins á sér.“
Sólarlandaferð fyrir mikilvægan
landsleik
Jón Daði fer í sumarfrí á næstu dög-
um og ætlar að skella sér í sólina
áður en hann byrjar að undirbúa sig
fyrir gríðarlega mikilvægan lands-
leik gegn Króatíu þann 11. júní. Þar
getur Ísland komist á topp riðilsins
með sigri og verið í góðri stöðu til að
komast á HM í Rússlandi. „Planið er
að fara núna í einhverja daga í sól-
arlandaferð og slaka aðeins á, síðan
þarf maður að passa sig að halda sér
í toppstandi fyrir þennan leik. Þetta
er svakalega mikilvægur leikur við
Króatíu og mjög spennandi. Það er
leiðinlegt hvað maður fær stutt frí en
það er víst bara hluti af þessu.“
„Við vitum að við getum unnið
hvaða lið sem er og við viljum eyða
þessari Króatíu-grýlu sem virðist
vera komin. Við förum í þennan leik
til að vinna hann og erum með mikið
sjálfstraust. Við erum á heimavelli og
það hjálpar okkur líka að fá þennan
frábæra stuðning með okkur. Menn
verða léttir á því og tilbúnir í að gera
allt fyrir sigurinn.“ n
Andleg og líkamleg
þreyta á fyrsta tímabili
n Jón Daði Böðvarsson lærði mikið n Kaflaskipt tímabil með sögufrægu félagi
Erfitt tímabil Jón Daði er á leið í stutt sumarfrí
eftir erfitt tímabil í Championship-deildinni á
Englandi. Framundan er svo undirbúningur fyrir
leikinn gegn Króatíu eftir mánuð. Mynd Úr EinkaSaFni
„Það liðu margir
mánuðir sem ég
skoraði ekki og það er
erfitt andlega, markið
minnkar bara með hverj-
um leiknum.
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is