Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 24
24 fólk Vikublað 9.–11. maí 2017 Filippus: Svar: Mér var boðið, herra. Filippus: „Já, en þú hefðir ekki þurft að mæta. - Filippus við ritstjóra Independent í móttöku í Windsor-kastala. Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 Hreinskilinn hertogi Ummæli Filippusar prins hafa ítrekað komist í heimsfréttir F ilippus hertogi, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottn- ingar, mun draga sig í hlé frá konunglegum og opinber- um skyldum síðar á árinu, en hann er 96 ára. Filippus er sterk- ur persónuleiki með afdráttarlaus- ar skoðanir sem hann hikar ekki við að láta í ljós. Sum ummæli hans hafa þótt óviðeigandi og óheppileg en önnur æði snjöll. Því verður ekki á móti mælt að hertoginn, sem er lítt gefinn fyrir pólitískan rétttrúnað, getur verið afar fyndinn. Hér eru rifj- uð upp nokkur ummæli sem vöktu athygli. n „Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um það að nauðsyn væri á meiri frítíma, all- ir væru að vinna of mikið. Nú þegar allir hafa meiri frítíma þá er kvartað und- an atvinnu leysi. Fólk virðist ekki geta gert upp við sig hvað það vill. – Um kreppuástandið árið 1981. „Ef það rekur ekki við eða étur ekki hey þá hefur hún ekki áhuga á því. - Um Önnu dóttur sína sem er mikill hestaunnandi. „Þú virðist vera tilbúinn í háttinn. – Við forseta Nígeríu sem var í þjóðbúningi. „Það er ánægjulegt að vera í landi þar sem þjóðin stjórnar ekki. – Við einræðisherra Paragvæ. „Hvað með Tom Jones? Hann hefur sankað að sér milljónum og er skelfilegur söngvari. – Í umræðum um hversu erfitt er að verða ríkur í Bretlandi. „Ó, ert það þú sem átt þennan skelfilega bíl? – Við Elton John þegar söngvarinn sýndi honum glæsikerru sína. Flugvallarstarfsmaður: „Hvernig var flugferðin, yðar tign? Filipppus: „Hefur þú ferðast með flugvél?“ Flugvallarstarfsmaður: „Já“. Filippus: „Þetta var alveg eins“. - Filippus við flugvallar- starfsmann. „Ég sé aldrei heimilismat, það eina sem ég fæ er eitthvert fínerí. „Þurfum við eyrna- tappa? – Þegar honum var sagt að Madonna myndi syngja titillagið í Bond-myndinni Die Another Day. „Þú hefur komist hjá því að verða étinn. – Við breskan innflytjanda í Nýju-Gíneu. „Hvað ertu að gera hérna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.