Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 32
32 menning Vikublað 9.–11. maí 2017
Bandarísk Benjamín
dúfa frumsýnd í ár
„Þessi mynd er algjört kraftaverkabarn,“ segir Erlingur Jack Guðmundsson, framleiðandi Benji, the Dove
B
enji The Dove, bandarísk
endurgerð á íslensku kvik-
myndinni Benjamín dúfa frá
1995, sem byggð var á verð-
launasögu Friðriks Erlings-
sonar, verður frumsýnd síðar á þessu
ári. Þetta segir Erlingur Jack, einn
framleiðenda myndarinnar í samtali
við blaðamann DV.
Myndin er byggð á sögunni um
Benjamín dúfu og vinum hans í reglu
rauða drekans, en sögunni hefir verið
breytt nokkuð og hún staðfærð. Leik-
stjóri er Kevin Arbouet og skartar
myndin nokkrum ungum og óþekkt-
um leikurum í aðalhlutverki.
Upptökur fóru fram í New York í
fyrra, búið er að klippa myndina og
er nú verið að vinna í tónlist og hljóð-
eftirvinnslu. „Við stefnum á að klára
myndina í lok sumars og hugsan-
lega frumsýna hana í september, en
það á þó eftir að koma betur í ljós,“
segir Erlingur. Hann segist vonast til
að myndin nái inn í kvikmyndahús í
Bandaríkjunum og jafnvel víðar en
segir samkeppnina vera harða og vel
geti verið að myndin rati beint inn á
VOD-leigur og efnisveitur.
Nokkuð var fjallað um myndina
í íslenskum fjölmiðlum árið 2015,
meðal annars þegar tilkynnt var að
Susan Kirr og Cathleen Sutherland,
sem var ein af framleiðendum hinnar
margverðlaunuðu þroskasögu Boy-
hood, myndu taka þátt í framleiðsl-
unni. Þær sögðu sig þó báðar frá ver-
kefninu, meðal annars vegna þess að
ekki tókst að tryggja nægjanlegt fjár-
magn en í kjölfarið var ákveðið að
taka myndina upp í New York frekar
en Texas. „Þær hafa hins vegar verið
frábærar í öllu ferlinu og ráðlagt mér
mjög mikið,“ segir Erlingur.
Hann segir myndina hafa verið
töluvert ódýrari í framleiðslu en ís-
lensk kvikmynd á fullum styrkjum og
segist hann fyrst og fremst vera virki-
lega sáttur við að hafa náð að klára
verkefnið. „Þetta hefur verið mik-
ið ævintýri og ég hef lært heil ósköp
á því að gera þessa mynd – það er á
hreinu! Við leikstjórinn grínumst
stundum með að þessi mynd sé al-
gjört kraftaverkabarn,“ segir Erlingur
um Benji, the Dove. n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Mikill lærdómur Erlingur Jack,
framleiðandi bandarískrar endurgerðar
af Benjamín dúfu, segir framleiðslu
myndarinnar hafa verið mikið og lær-
dómsríkt ævintýri. Mynd SiGtryGGur Ari
A
lræmdasta sakamál Ís-
landssögunnar, Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálið, er
kvikmyndagerðarmönnum
sérstaklega hugleikið um þessar
mundir.
Annars vegar var ný bresk-ís-
lensk heimildamynd um Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið heims-
frumsýnd í Kanada í síðustu viku
og hins vegar vinnur RVK Studios,
framleiðslufyrirtæki Baltasars Kor-
máks, að sjónvarpsþáttaröð á ensku
um málið. Bæði verkefnin eru inn-
blásin af útvarpsþáttum og um-
fjöllun Simon Cox um málið fyrir
BBC, en þættir hans nefndust The
Reykjavík Confessions.
Heimildamyndin Out of thin air
er framleidd af Sagafilm og breska
fyrirtækinu Mosaic Films fyrir
RÚV, BBC og Netflix. Bretinn Dylan
Howitt er leikstjóri myndarinnar og
er hún bæði unnin upp úr gömlu
myndefni sem nýjum atriðum sem
leikstýrt er af Óskari Jónassyni. Ólaf-
ur Arnalds gerir tónlist myndarinn-
ar. Gagnrýnandi kanadíska kvik-
myndavefsins Toronto Film Scene
hrósar myndinni, segir hana snjalla
þótt hún sé lengi framan af torskil-
in og flókin.
Sjónvarpsserían um málið verð-
ur hins vegar unnin af framleiðslu-
fyrirtækjunum Buccaneer Media
og RVK Studios, en handritið verð-
ur skrifað af John Brownlow og áð-
urnefndum dagskrárgerðarmanni
BBC, Simon Cox. Í viðtali við Vísi á
dögunum sagði Baltasar Kormák-
ur að hann hefði áhuga á að leik-
stýra þáttunum en teldi það ólík-
legt vegna anna. Hann telur enn
fremur líklegt að tökur hefjist á
næsta ári. n
Kristjan@dv.is
Guðmundar- og Geirfinnsmálið frjór
efniviður fyrir kvikmyndagerðarfólk
Heimildamynd heimsfrumsýnd á dögunum og leiknir sjónvarpsþættir um málið í vinnslu
ný heimildamynd
Myndin Out of thin air var frumsýnd í
Kanada á dögunum
„Við leik-
stjórinn
grínumst stundum
með að þessi mynd
sé algjört krafta-
verkabarn
T
eiknimyndasagnasmiðurinn
Matt Furie jarðaði sköpunar-
verk sitt, froskinn Pepe, á tákn-
rænan hátt í nýrri myndasögu
á dögunum til að mótmæla notkun
nýnasista á persónunni.
Froskurinn Pepe birtist upphaf-
lega um miðjan síðasta áratug sem
persóna í myndasögunum Boy‘s
Club eftir Furie. Á næstu árum
dreifðist andlit frosksins um netið í
fjölbreyttum myndskrýtlum og varð
hann fljótlega að vinsælu „internet-
memi“.
Að undanförnu hefur hann hins
vegar í síauknum mæli verið notað-
ur sem merki Alt-right nýnasista-
hreyfingarinnar sem vakti alþjóð-
lega athygli í kringum bandarísku
forsetakosningarnar í fyrra. Anti-
Defamation League, samtök sem
berjast gegn gyðingahatri, skil-
greindu froskinn í kjölfarið sem
haturstákn.
Furie hefur ítrekað látið í ljós
óánægju sína og fordæmt yfirtöku
nýnasista á froskinum en sagði
lengi vel að hann hefði enga stjórn
á málinu. Hann setti þó í gang
herferð með það að markmiði að
bjarga froskinum frá nýnasistunum
undir myllumerkinu #SavePepe –
björgum Pepe.
Eftir að það gekk ekki virðist
hann hafa álitið best að kveðja þetta
sköpunarverk sitt á táknrænan hátt.
Í myndasögu sem gefin var út í til-
efni af Degi ókeypis teiknimynda-
sagna, Free Comic Book Day, sjást
vinir Pepes úr Boy‘s Club jarða
froskinn í opinni kistulagningu. n
Kristjan@dv.is
Rasistafroskur jarðaður
á táknrænan hátt
Skapari Pepe kveður froskinn í nýrri myndasögu