Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 2
2 Vikublað 9.–11. maí 2017fréttir Kínverjar til vandræða við Kvíabryggju Afstaða, félag fanga, segir að helsta vandamál fangavarða á Kvíabryggju síðustu ár hafi ver- ið ágangur ferðamanna. Félagið segir að stærsti hópurinn sé Kín- verjar sem engu skeyti um skilti sem bannar inngöngu að fang- elsinu. Kvíabryggja er opið fangelsi og svæðið því ekki afgirt. Óviðkom- andi aðgangur er þó stranglega bannaður. „Undanfarin ár hefur vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda er- lendum ferðamönnum utan við svæðið en það hefur verið dag- legur viðburður að reka ferða- menn aftur út fyrir svæðið og eru Kínverjar þar stærsti hópurinn og hafa þeir engu skeytt um skilti sem bannar þeim inngöngu enda vilja þeir ná bestu myndunum af Kirkjufellinu. Dæmi eru um að heilu rúturnar hafi komið og lagt beint fyrir utan forstöðumanns- bústaðinn,“ segir í færslu sem Af- staða birti á Facebook. Birgir Guðmundsson, for- stöðumaður Kvíabryggju, segir í samtali við DV það rétt að tals- vert sé um það að ferðamenn fari inn á svæðið. Hann segir að ferðamönnum sé alltaf vísað frá svæðinu. Að hans sögn verða margir þeirra hissa þegar þeim sé sagt að þeir séu staddir við fang- elsi. „Þetta er svo sem ekki stórt vandamál en það var verið að setja nýtt skilti við veginn. Þetta geta verið nokkrir bílar á dag,“ segir Birgir. Síðustu leifar vinstri umferðarinnar að hverfa Bílastæði sem bera vinstri umferðinni merki munu víkja í framkvæmdum við Miklubraut M eð framkvæmdum sem nú eru að hefjast á Miklubraut milli Löngu- hlíðar og Rauðarár- stígs munu einar af síð- ustu leifunum um vinstri umferð í borginni hverfa. Með framkvæmd- unum verður bílastæðum við húsa- götuna, sunnan megin við Miklu- braut, breytt en þar má sjá minjar þess þegar hér var vinstri umferð. Slíkar minjar eru einnig sýnilegar á bílastæðum við Hofsvallagötu, næst Vesturbæjarlaug. Framkvæmdirnar sem um ræð- ir fela í sér að gerð verður for- gangsakrein fyrir strætisvagna til austurs auk aðskilinna hjóla og göngustíga norðan götunnar. Haf- ist verður handa norðan megin, nær Klambratúni, en síðan farið í fram- kvæmdir í og við húsagötuna sunnan megin. Forgangsakrein strætisvagna verður þá lögð sunnan Miklubraut- ar, meðfram húsagötunni, auk hljóðvarnarveggja. Þar með munu umrædd bílastæði lenda undir fram- kvæmdasvæðinu og með þeim minj- ar vinstri umferðarinnar. H-dagurinn 1968 Umferð á Íslandi var breytt úr vinstri umferð og yfir í hægri umferð að morgni sunnudagsins 26. maí 1968. Eins og gefur að skilja hafði upp- bygging umferðarmannvirkja fram til þess tíma tekið mið af þeim regl- um sem í gildi voru, það er vinstri umferð. Vissulega var ekki mjög flókið að færa umferð frá vinstri til hægri þar eð aðeins þurfti að skipta um akreinar en hins vegar þurfti að færa þúsundir götu- og vegaskilta sem voru, eins og gefur að skilja, öf- ugum megin miðað við umferð. Þá þurfti að breyta strætisvögnum til að hægt væri að ganga inn í þá hægra megin í stað vinstra megin og einnig þurfti að breyta, í einhverjum mæli, umferðarmannvirkjum til að koma til móts við breytinguna. Lagt öfugt Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd voru bílastæðin sem um ræðir við Miklubrautina hönnuð með það fyr- ir augum að bílar sem komu keyr- andi til vesturs á syðri akreininni gætu keyrt inn í húsagötuna og lagt í skástæði meðfram Miklubraut. Því má sjá totu vestast á bílastæðunum báðum sem rímar við að leggja hefði átt bílum á ská í norðvesturátt. Hins vegar er bílum nú, sökum þess að hægri umferð er við lýði, lagt á ská í norðaustur. Nær að friða og setja upp minnismerki Snæbjörn Guðmundsson, jarð- fræðingur og áhugamaður um sam- göngu- og vegamál, vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og spurði jafnframt í léttum tón, en þó af alvöru, hvort ekki væri rétt að fara fram á skyndifriðun. Í samtali við DV segir Snæbjörn að honum þyki mið- ur ef ekki verður horft til samgöngu- sögunnar og það endi með því að allar minjar um vinstri umferðina hverfi. „Þetta eru auðvitað bráð- nauðsynlegar framkvæmdir sem verið er að ráðast í á Miklubrautinni. Það er hins vegar svolítið leiðinlegt að verið sé að slaufa þessu gamla bílastæði í leiðinni, bílastæði sem er núna einn fárra minnisvarða um vinstri umferðina sem eftir eru. Ein- hverjum kann að þykja sérstakt að líta á þetta með þessum augum en vinstri umferðin er hluti af sam- göngusögunni. Það getur varla verið mikið mál að varðveita þessar minj- ar, þótt lappað væri upp á þær með- fram framkvæmdunum. Það væri miklu frekar að friða þær og setja upp minningarskjöld um vinstri umferðina og H-daginn þarna við hliðina.“ n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Minjar vinstri umferðar Eins og sjá má á bílastæðunum á myndinni er undarleg tota lengst til vinstri, vestast. Það skýrist af því að bílum hefur verið lagt skáhallt til norðvesturs þegar hér var vinstri umferð en er nú lagt skáhallt til norðausturs. MyNd BoRgaRveFsjá vill varðveita minjar um vinstri umferð Snæbjörn segir að það væri ráð að friða þær fáu minjar sem eftir eru um vinstri umferðina og koma upp minningarskjöld um H-daginn. MyNd eyjóLFuR guðMuNdssoN H-dagurinn Mikil vinna var lögð í að kynna breytinguna frá vinstri og yfir í hægri umferð árið 1968. MyNd BoRgaRskjaLasaFN „Það getur varla verið mikið mál að varð- veita þessar minjar, þótt lappað væri upp á þær meðfram framkvæmdunum. Handtekinn vegna ráns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók rúmlega tvítugan mann um hádegisbilið á mánudag, en sá er grunaður um að hafa framið vopnað rán í apóteki í Breiðholti fyrr um daginn. Lögreglu barst til kynn ing um ránið á ellefta tímanum á mánudagsmorgun og mætti á staðinn í kjölfarið ásamt sérsveit. Mun ræninginn hafa verið vopnaður hnífi. Engan sakaði en starfsfólki var vissulega brugðið. Ógnað með hníf Lögreglan á Akureyri var kölluð til eftir að 11 ára drengur ógnaði börnum við Naustaskóla á Akureyri með vasahníf. Hótaði hann að drepa aðra drengi. Vikudagur greinir frá því að atvikið hafi átt sér stað í lok mars. Lögreglan hefur lagt hald á hnífinn en um var að ræða vasahníf sem otað var að hálsi eins drengs. „Krakkar sjá svona hegðun í tölvuleikjum og bíómyndum,“ sagði Gunnar Jóhannsson lögreglufulltrúi í samtali við Vikudag. B rynjúlfur Jóhannsson hef- ur verið kærður til lögreglu af tollstjóra fyrir að koma til landsins með fimm sveðjur í farangri sínum. Tollstjóri telur að málið varði við vopnalög sem banna að flytja til landsins bitvopn ef blað- ið er lengra en 12 sentímetrar. Brynj- úlfur segir sjálfur að sveðjurnar hafi verið með um 50 sentímetra blað- lengd. Hann vakti talsverða athygli í fyrra þegar hann auglýsti ólöglega ofskynjunarsveppi í kostaðri færslu á Facebook. Brynjúlfur segist í samtali við DV hafa litlar áhyggjur af kærunni. Hann var að koma frá Gvatemala, með millilendingu í Toronto, en Brynjúlf- ur segir að annar hver maður gangi með slíka sveðju í landinu. „Þegar ég kom úr vélinni og var að nálgast toll- inn þá er ég tekinn afsíðis, örugglega út af því að ég er þekktur. Ég var tek- inn aftur fyrir og það var rótað í öllu og þá fundu þeir sveðjurnar,“ seg- ir Brynjúlfur. Hann segist ekki hafa verið handtekinn en sveðjurnar voru gerðar upptækar. Brynjúlfur segist ætla að berj- ast fyrir því að fá sveðjurnar aftur en hann segist ætla að nota þær í land- búnaði. „Þessar sveðjur myndu gera líf mitt litríkara. Mér finnst þetta svo heimilislegt. Mig dreymdi að þær kæmu aftur. Það eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli,“ seg- ir Brynjúlfur og bætir við að honum þyki skemmtilegt að fá kæru á sig þar sem hann hafi þá eitthvað fyrir stafni. Brynjúlfur titlar sjálfan sig sem töfralækni og hefur um tíma boð- ið fólki á heimili sitt til að neyta of- skynjunarsveppa. DV greindi frá því í október að Brynjúlfur hafi mætt fyrir utan Alþingi með fíkniefni. „Þar mun ég vera með þessar tvær krukkur. Í annarri er kannabis, sveppir í hinni. Athöfnin er ætluð til þess að frelsa okkur frá ofbeldi bannstefnunnar,“ sagði hann þá. n hjalmar@dv.is „Þessar sveðjur myndu gera líf mitt litríkara,“ segir Brynjúlfur jóhannsson, sem titlar sig sem töfralækni Brynjúlfur tekinn með fimm sveðjur í Leifsstöð vill sveðjurnar aftur Brynjúlfur segir sveðjurnar ætlaðar í land- búnað. MyNd FaceBook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.