Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 30
30 menning Vikublað 9.–11. maí 2017 Miklu meira en verslun Sigríður Rut Marrow hefur ferðast um landið og tekið ljósmyndir af kaupmanninum á horninu U m miðja síðustu öld versl- uðu Íslendingar fyrst og fremst í sérverslunum og hjá kaupmönnum sem af- hentu fólki fjölbreyttar vör- ur yfir búðarborðið. Hundruð slíkra kaupmanna voru staðsettir á götu- hornum í íbúðahverfum um allt land, verslanir þeirra voru allt í senn skemmtistaðir, félagsmiðstöðvar og öryggisnet fyrir fólk í hverfinu. Með uppgangi stórmarkaða og lágvöru- verslanakeðja í útjaðri íbúðahverf- anna hefur þessi starfsemi að mestu leyti liðið undir lok, en enn standa þó nokkrir þrautseigir kaupmenn eftir á hornum borga og bæja lands- ins. Sigríður Rut Marrow hefur á undanförnu ári ferðast um landið og tekið myndir af hér um bil öllum kaupmönnum sem enn reka eigin verslanir á íslenskum götuhornum. Ljósmyndasyrpan er lokaverkefni Sigríðar í mastersnámi í menningar- miðlun við Háskóla Íslands en hún vonast til að geta sýnt afraksturinn opinberlega á næstu mánuðum og gefið út á bók. Inn í annan heim Sigríður segir að áhugi hennar á kaupmanninum á horninu hafi byrjað þegar hún var að leita sér að hentugu verkefni fyrir ljósmyndaá- fanga í skólanum. „Á þessum tíma fór ég fyrir tilviljun inn í Kjötborg [við Ásvallagötu] í fyrsta skipti. Ég er það ung að ég þegar ég var að alast upp höfðu stórmarkaðirn- ir löngu tekið yfir markaðinn. Það var því svolítil upplifun fyrir mig að koma inn í búðina – svolítið eins og að ganga inn í annan heim. Ég vissi strax að mig langaði að vinna eitt- hvað með þetta,“ segir Sigríður. Verkefnið óx fljótlega úr því að vera lítið ljósmyndaverkefni um þrjár verslanir í Reykjavík yfir í það að vera skrásetning á öllum horn- kaupmönnum landsins. „Bróðir minn stakk upp á því að ég ferðað- ist hringinn og myndaði allar svona búðir á landinu. Þetta er eldri bróð- ir minn sem ég tek mjög mikið mark á þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Síðasta haust fór ég í fyrstu ferðina og myndaði búðir á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Svo ferð- aðist ég um Suðurland og Reykja- vík í nóvember. Í apríl heimsótti ég svo nokkrar aðrar búðir sem ég hafði frétt af í millitíðinni. Þetta eru 33 búðir í heildina. Það eru reynd- ar tvær búðir sem ég missti af, en ég mun mynda þær ef ég fer eitthvað lengra með verkefnið.“ Deyjandi starfsstétt Þeir 33 kaupmenn sem reka eigin verslanir á Íslandi í dag eru aðeins brotabrot af þeim fjölda sjálfstæðu kaupmanna á landinu um miðja síðustu öld. Hún vitnar í hinn 87 ára gamla Bjarna Haraldsson sem enn stendur vaktina í Verslun H. Júlíussonar á Sauðárkróki, en hann man eftir því þegar það voru nærri því 20 verslanir í götunni á Sauðárkróki. En af hverju fækkaði þessum verslunum svona mikið, var það fyrst og fremst þegar stórmarkað- irnir komu fram? „Já, fyrsti stórmarkað- urinn að bandarískri fyrirmynd kom árið 1959 þegar Hag- kaup var stofnað. Það eru eflaust margar ástæð- ur fyrir því að slíkar verslanir fóru að taka yfir. Áður fyrr, þegar ís- skápar voru sjald- séðir á heimilum, þurftu húsmæð- urnar að fara einu sinni á dag út að versla, til kjötsalans, í fiskbúðina, mjólkur- búð- ina og kaupmannsins. Þetta breyttist svo smám saman. Það hafði líka áhrif þegar jafnrétti kynjanna jókst og báðir aðilar í hjónabandi fóru út á vinnumarkaðinn, samgöngur bötn- uðu líka og nú síðast hefur fólk far- ið að versla á netinu,“ segir Sigríður og bendir á að þróunin hafi aðeins orðið hraðari á síðasta áratugn- um. „Bónus kom svo árið 1989 og Íslendingar tóku sérstaklega vel í þetta enda var vöruverðið mun lægra.“ Sigríður segir að með ljósmyndum sínum sé hún að skrásetja hverf- andi menningarheim og sé verkefnið hálf- gerður minnisvarði, enda hafi fimm kaupmenn til viðbótar lagt upp laupana á því eina ári sem hún hefur unnið verk- efnið. „Til að reka svona búð þarftu að vera mjög „sósjal“ enda verða þetta yfirleitt eins og félagsmiðstöðvar fyrir nærumhverfið. Gunnubúð Guðrún Rannveig Björnsdóttir hefur rekið verslunina Urð, sem er betur þekkt sem Gunnubúð, á Raufarhöfn frá árinu 1995. MynD SIGRíðuR Rut MaRRow Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Fangar hverfandi menningarheim Sigríður Rut Marrow hefur tekið ljósmyndir af hér um bil öllum hornkaupmönnum landsins. MynD SIGtRyGGuR aRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.