Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Blaðsíða 4
4 Vikublað 9.–11. maí 2017fréttir Fæst í A4, Byko, Fk, Lyfju, Íslandspóst og um land allt Múmínálfar -Safnaðu þeim öllum Bakp okar , lykla kippu r o.fl. Nefndarmenn borgarinnar fá tugi þúsunda á tímann Sumir nefndarmenn í ráðum Reykjavíkur fá álíka tímakaup og slitastjórnir föllnu bankanna fengu N efndarmenn í ráðum Reykjavíkurborgar geta fengið allt að nærri 70 þús- und krónum á tímann fyr- ir nefndarsetu. Reykja- víkurborg greiddi í fyrra ríflega 290 milljónir króna í launagreiðsl- ur til einstaklinga fyrir nefndar- setu. Þetta kemur fram í svari borg- arráðs við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina. Nefndarmaður í hverfisráði, sem fær 66 þúsund á tí- mann, segir að nefndarseta kalli á vinnu umfram fundina sjálfa. Rétt er að taka fram að nefndarmenn í hverfisráðum eru skipaðir af stjórn- málaflokkum í borgarstjórn. Til að setja þessar upphæð- ir í samhengi þá fengu nefndar- menn í slitastjórn Glitnis í sumum tilvikum minna á tímann en sum- ir nefndarmenn borgarinnar. DV greindi frá því í fyrra að Kolbeinn Árnason hafi fengið 80 þúsund krónur á tímann fyrir stjórnarsetu í gamla Landsbankanum (LBI). Árið 2015 greindi DV jafnframt frá því að Steinunn Guðbjartsdóttir, formað- ur slitastjórnar Glitnis, hafi fengi 57 þúsund krónur á tímann. For- maður hverfisráðs Laugardals fékk í fyrra tæplega 59 þúsund krónur á tímann. Mishátt tímakaup Tímakaup fyrir nefndarsetu er mjög misjafnt eftir nefndum þar sem laun eru nokkuð stöðluð en ráð funda mislengi. Sem dæmi má nefna Sabine Leskopf, sem situr meðal annars í mannréttindaráði fyrir hönd Samfylkingarinnar. Hún fékk í fyrra 1,4 milljónir í laun auk ríflega 200 þúsund króna í launa- tengd gjöld fyrir að sitja í því ráði. Mannréttindaráð fundaði tvisvar í mánuði, utan júlí, eða samtals 22 sinnum í fyrra. Mannréttinda- ráð fundaði mislengi í fyrra, allt frá hálftíma upp í tvo tíma, en samtals fundaði ráðið í 34 klukkustundir. Það þýðir að Sabine fékk tæplega 49 þúsund krónur á tímann fyrir að sitja í því ráði. Hún sat í tveim- ur öðrum ráðum þar sem hún fékk jafnframt 1,4 milljónir í árslaun. Líkt og fyrr segir funda ráð mislengi og þar sem laun er stöðl- uð óháð fundarsetu þá getur tíma- kaupið verið misjafnt. Dæmi um það er menningar- og ferðamála- ráð, sem fundaði í fyrra í samtals 44 tíma. Stefán Benediktsson sat í nefndinni fyrir hönd Samfylkingar- innar og fékk hann ríflega 1,5 millj- ónir króna í fyrra. Hann fékk því tæplega 35 þúsund krónur á tím- ann. Segir verkefnin fjölbreytt Hverfisráð Hlíða fundaði ellefu sinnum í fyrra í samtals 19 klukku- tíma. Formaður ráðsins er Margrét Norðdahl, fyrir hönd Samfylkingar- innar, en Reykjavíkurborg greiddi henni 1,2 milljónir í laun og launa- tengd gjöld árið 2016. Hún fékk því ríflega 66 þúsund krónur á tímann fyrir að sitja í hverfisráðinu í fyrra. Margrét segir í samtali við DV að nokkur vinna fari fram utan funda. „Við erum að sinna verkefnum sem berast inn til okkar. Hvort sem það er í gegnum borgina, til dæmis er- indi frá umhverfis- og skipulags- sviði, eða frá íbúasamtökum. Oft koma erindi beint til manns frá íbú- um í hverfinu varðandi mál í hverf- inu. Það getur varðað til dæmis gönguljós. Verkefnin eru mjög fjöl- breytt. Við reynum að tengja okkur við það sem er að gerast í hverfinu. Ég funda á milli funda og við tök- um þátt í ýmsum viðburðum á vett- vangi hverfisins,“ segir Margrét. Fundarhald einn hluti af starf- inu Heiðar Ingi Svansson, formaður hverfisráðs Laugardals, segist ekki hafa farið í hverfisráð á forsend- um launagreiðslna. „Ég hef litið á þetta þannig að það sé ekki ver- ið að borga mér fyrir þennan eina fund. Ég hef verið að vinna þetta frekar út á hugsjón. Starfslýsingin er mjög víð. Það var til dæmis opinn íbúafundur um snjallsímanotkun í skólum í síðustu viku sem ég sat. Ég vinn miklu meira en þessi fund- ur segir til um. Ef þú ætlar að vinna þetta almennilega þá kallar þetta á aukavinnu umfram fundina. Eins og þetta blasir við mér þá eru fund- irnir hluti af vinnunni sem ég vinn sem formaður hverfisráðs,“ segir Heiðar Ingi. Hann fékk jafnhá laun og Mar- grét í fyrra en þar sem hverfisráð Laugardals fundaði nokkuð lengur en hverfisráð Hlíða var hann með um 59 þúsund krónur í tímakaup. n Formaður Hverfisráðs Hlíða Margrét Norðdahl var með um 66 þúsund á tímann í fyrra. Mynd SaMFylkingin Formaður hverfisráðs laugardals Heiðar Ingi Svansson hefur verið formað- ur í nærri tvö kjörtímabil. Mynd Björt FraMtíð Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is 97.500 krónum fátækari Lögreglan á Suðurnesjum kærði vel á annan tug ökumanna fyr- ir hraðakstur um helgina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur fram að sá sem hraðast ók hafi verið á ferðinni á Reykjanesbraut. Hann mældist á 151 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Brotið kostaði hann 97.500 krónur, að sögn lögreglu. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar. Björgólfur einn sá ríkasti í Bretlandi Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er í hópi ríkustu manna Bretlands ef marka má úttekt sem birtist í tímariti Sunday Times á dögunum. Tímaritið er helgað auðmönnum í Bretlandi og eru eignir hans metnar á 1,45 millj- arða punda, rétt tæplega tvö hundruð milljarða króna. Björgólfur, sem er búsettur í London, er sagður hafa hagnast um 325 milljónir punda milli ár- anna 2015 og 2016. Hann er í 89. sæti á lista Sunday Times yfir rík- ustu menn Bretlands. Í umfjöllun um hann segir að hann hafi eitt sinn tapað þremur milljörðum punda á þremur dögum í kjölfar efnahagsniðursveiflunnar 2008 en byggt viðskiptaveldi sitt upp aftur. Meðal helstu eigna Björgólfs má nefna helmingshlut í P4 sem er stærsta farsímafyrirtæki Póllands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.