Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Qupperneq 4
4 Vikublað 16.–18. maí 2017fréttir Ruslakistunni Gnúpi loks slitið n Félagið sem flaug svo hátt að það mátti ekki fara í þrot fyrir hrun n Skuldir nema tæpum 13,5 milljörðum Á kveðið var á hluthafa­ fundi fjárfestingarfélagsins Gnúps ehf. þann 24. mars síðast liðinn að slíta loks fé­ laginu sem stofnað var árið 2006 og var um tíma eitt af stærstu eignarhaldsfélögum landsins í góð­ æri. Gnúpur hefur á undanförnum árum komið við sögu í mörgum af helstu dómsmálum hrunsins. Félag­ ið fór í gegnum fjárhagslega endur­ skipulagningu í ársbyrjun 2008 og var haldið í fjárhagslegri öndunar­ vél af Glitni fram að hruni vegna um­ svifa félagsins á markaði. Félagið hefur verið í eigu Glitnis síðan bank­ inn leysti til sín allt hlutafé félags­ ins á eina krónu í október 2009. Eftir því sem fléttur og fjármálagerningar fyrirhrunsáranna komu upp á yfir­ borðið hefur Gnúpi verið líkt við ruslakistu sem tengdist félögum eigenda Glitnis fyrir hrun, Fons og fleiri þekktum leikendum síðustu fjármálabólu. Brann fljótt upp á fluginu Gnúpur eignarhaldsfélag var stofnað af Magnúsi Kristinssyni, Kristni Björnssyni og Þórði Má Jóhannes­ syni, sem var forstjóri þess, árið 2006 og var meðal annars með­ al stærstu hluthafa í Kaupþingi, FL Group, eiganda Glitnis, Glitni sjálf­ um og Bakkavör svo fátt eitt sé nefnt. Strax í janúar 2008 var félagið þó það illa statt að ráðist var í fjárhags­ lega endurskipulagningu þess. Öll­ um starfsmönnum félagsins var sagt upp störfum og samkomulag gert milli eigenda og helstu lánar­ drottna þess að vinna að sölu eigna og uppgjöri gríðarhárra skulda fé­ lagsins. Samkvæmt síðasta ársreikn­ ingi félagsins, fyrir árið 2015, kemur fram að eigið fé félagsins var í árs­ lok 2015 neikvætt um 13,4 milljarða króna, en allar skuldir félagsins væru við Glitni hf. Hlutverk Glitnis hf. sem eiganda hefur samkvæmt skýrslu stjórnar verið að safna upplýsingum um rekstur félagsins sem og klára að ganga frá ófrágengnum málum. Fram kom í skýrslunni að ákvörðun um hvort eða með hvaða hætti félaginu yrði slitið lægi ekki fyrir. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birt­ ist tilkynning þess efnis að ákveðið hefði verið að slíta félaginu og fer það þó ekki í þrot þrátt fyrir að hafa verið ógjaldfært í tæpan áratug. Í öndunarvél Glitnis Morgunblaðið fjallaði ítarlega um fjárfestingarfélagið Gnúp í nóvember síðastliðnum þar sem kom meðal annars fram að í þessu samkomulagi lánardrottna og fyrri eigenda hafi komið fram að Gnúpur mætti ekki fara í þrot. Var í umfjöllun Morgun­ blaðsins bent á að Gnúpur hafi ver­ ið stór hluthafi í FL Group, sem var stærsti einstaki eigandi Glitnis, og gjaldþrot Gnúps hefði þýtt að fjöldi bréfa í FL Group hefði getað farið á markað og verð á þeim lækkað með slæmum afleiðingum fyrir bank­ ann og félagið auk snjóboltaáhrifa á markaðinn. Frá samkomulaginu í ársbyrjun 2008 var Gnúpi því haldið á lífi, nánast í öndunarvél Glitnis en um þetta er einnig fjallað í rann­ sóknarskýrslu Alþingis. Frá hápunkti góðærisins fyrir hrun hefur lítið spurst til Gnúps en nafn félagsins þó reglulega komið upp í ýmsum af stóru dómsmálum hrunsins. Stím­málinu, BK­44­mál­ inu og Aurum­málinu sem öll tengj­ ast Glitni og eigendahópi þeirra. Í tilkynningunni um félagsslitin í Lögbirtingablaðinu kemur fram að þeir Jónas Rafn Tómasson, hdl. hjá KPMG, og Ingólfur Hauksson, fram­ kvæmdastjóri Glitnis, hafi verið valdir skilanefndarmenn á fund­ inum og að þeir hafi verið löggiltir til starfans hjá fyrirtækjaskrá Ríkis­ skattstjóra. n Pálmi Haraldsson Jón Ásgeir Jóhannesson Hannes Smárason Magnús Kristinsson Kristinn Björnsson Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Sælgætið innihélt kannabisefni Karlmaður sem tollverðir stöðv­ uðu nýverið við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríks sonar reyndist hafa í farangri sínum kökur og sælgæti, eða hlaup, sem hvort tveggja innihélt kannabis­ efni. Maðurinn var að koma frá Amsterdam þegar hann var stöðvaður. Í tilkynningu sem Tollurinn sendi frá sér kemur fram að Toll­ gæslan hafi haft samband við lögregluna á Suðurnesjum og tók hún við málinu. Lögreglumenn mættu á vettvang og játaði mað­ urinn að eiga kökurnar og sæl­ gætið. Málið er í hefðbundnum farvegi. Tollstjóri minnir á fíkniefna­ símann 800­5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnu­ verkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkni­ efnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 552­8030 hjá embætti Tollstjóra. WOW air flýgur til Tel Aviv WOW air mun hefja áætlunar­ flug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada en WOW air flýgur til tíu áfanga­ staða í Norður­Ameríku. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo­flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðviku­ dögum, föstudögum og sunnu­ dögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gam­ an að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menn­ ingar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, í fréttatilkynningu. Tel Aviv er næststærsta borg Ísrael og státar af fögrum strönd­ um og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jer­ úsalem og Betlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðal­ hiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst er almennt hlýj­ asti mánuðurinn og getur meðal­ hitinn farið upp í 30 gráður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.