Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Page 19
Vikublað 16.–18. maí 2017 19fréttir - erlent www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Það er ekkert við beinu bananana Ávaxtaðu betur H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n Krufning á líkinu leiddi í ljós að konan hafði verið á lífi þegar eldur var borinn að henni þar sem hún hafði andað að sér reyk áður en hún lést. Þá fundust 50 til 70 svefntöflur í maga hennar sem voru meltar að hluta. Bensín fannst við líkið og virðist það hafa verið notað til að magna eldinn upp. Úrskurðað var að konan hafði svipt sig lífi en margir eiga bágt með að trúa því að svo hafi verið. Hver myndi fara út fyrir bæinn, taka inn svefntöflur og kveikja í sér? Það var svo í febrúar árið 1971 að konan var borin til grafar. Lögregla taldi sig vera búna að rannsaka alla anga málsins og svo lengi sem engar nýjar upplýsingar kæmu fram lá rannsóknin niðri. Myndir voru teknar í útförinni ef ske kynni að einhver náinn konunni myndi gefa sig fram. En ekkert nýtt kom fram sem hald var í. Hreyfing kemst á málið Enn þann dag í dag vonast lögreglan til að leysa málið og varpa ljósi á um hvaða konu er að ræða. Þó að rannsókn NRK og lögreglu sé tiltölulega skammt á veg komin eru þegar komnar fram gagnlegar upplýsingar. Ekki er langt síðan tennur konunnar fundust í kjallara Haukeland- háskólasjúkrahússins, en talið var að þær væru týndar fyrir fullt og allt. Nú stendur yfir rannsókn á þeim. Með nýjustu tækni er vonast til þess að tennurnar geti gefið upplýsingar um hvaða mat konan borðaði, hvernig vatn hún drakk og hvaðan það kom. Þá hefur ítarlega DNA-rannsókn þegar farið fram á líkamsvef konunnar, en þegar líkið fannst var sú tækni ekki fyrir hendi. Á föstudag var greint frá því að konan væri af evrópsku bergi brotin og framundan er vinna við að senda þessar upplýsingar til evrópskra löggæslustofnana í þeirri von að DNA-samsvörun finnist. „Ef einhver nákominn henni er til í DNA-gagnabönkum þá munum við finna samsvörun,“ segir Ståle Hansen, fréttamaður hjá NRK, í samtali við BBC. „Þetta er mjög spennandi,“ bætir hann við. Þó að enn sé margt á huldu í málinu virðist heilmikil hreyfing vera komin á það. Hver veit nema hægt verði að bera loks kennsl á konuna og loka þessu máli sem fengið hefur sérfræðinga og almenning til að klóra sér í kollinum í tæpa hálfa öld. n „Þetta var á árum Kalda stríðsins og á þeim tíma voru örugglega margir njósnarar í Noregi. Töskur og smyrsl Þetta eru töskurnar sem fundust og voru raktar til konunnar. Þá fannst einnig smyrsl sem konan hafði fengið ávísað vegna exems. Búið var að afmá allar merkingar sem hefði verið hægt að rekja til konunnar. Verðmæti Armbandsúr og skartgripir voru meðal þess sem fannst á vettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.