Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Síða 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Vikublað 16.–18. maí 2017 Hætt við því að fólk sjái svartnættið eitt Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, um sjálfsvíg í Hátúni. – DV Má ekki við truflunum Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefnd- ar, gagnrýndi Pírata á Alþingi í gær fyrir að víkja af fundum fastanefnda Alþingis í gær- morgun, til þess að því er Pawel taldi að ræða forystukrísuna í flokknum. Sem kunnugt er vék Ásta Guðrún Helgadóttir, nokk- uð óvænt, úr stóli þingflokks- formanns Pírata í gærmorgun. Pawel þótti þessi flótti Pírata af nefndarfundum hin mesta ósvinna og fór fram á að þing- forseti ítrekaði við formenn þingflokka að þeir höguðu starfi sínu með þeim hætti að það truflaði ekki vinnu nefndanna. Það er auðvitað hárrétt hjá Pawel að nefndirnar mega ekki við truflunum í störfum sínum. Umhverfis- og samgöngunefnd átti þannig eftir að leggja fram álit í 21 máli í gær, sem sum hver hafa legið á borði hennar frá því í byrjun mars. Miðað við ganginn í nefndarstarfinu þá er það alveg rétt athugað hjá hjá Pawel að allar hendur þarf á dekk. Ég er enn að jafna mig Köttur Ólafar var drepinn af þremur husky-hundum. – dv.is Hann var einstakur maður Mikael Torfason minnist föður síns, Torfa Geirmundssonar rakara. – Facebook Þ að verður æ forvitnilegra að fylgjast með stjórnarsamstarf- inu. Ekki verður betur séð en Viðreisn og Björt framtíð eigi í nokkru basli við að halda sérstöðu sinni, hægt og hljótt virðast þessir litlu flokkar vera að týna sjálfum sér í kæf- andi faðmlagi við hið valdamikla íhald í Sjálfstæðisflokknum. Það var viðbúið að einmitt þetta myndi gerast. Trúir til dæmis einhver því raunverulega að mikilvægar breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu verði að veruleika? Það er ekki nóg að búa til nefnd, eins og sjávarútvegsráðherra hefur gert, það þarf að koma hlutum í framkvæmd. Staðreyndin er einfaldlega sú að þegar kemur að breytingum á kvótakerfinu þá er andstaða Sjálfstæðis flokksins al- gjör. Áhuginn á því að halda í núver- andi kerfi er svo ríkur og fyrirferðar- mikill að hann nálgast það að vera þráhyggjukenndur. Nefndinni sem sjávarútvegsráð- herra hefur skipað er ætlað að móta tillögur um það hvernig tryggja beri sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Af frétt í Morgunblaðinu að dæma starfar þessi nefnd í mikilli óþökk nokkurra þingmanna Sjálfstæðismanna. Ekki höfðu þeir dug í sér til að koma fram undir nafni í frétt Morgunblaðsins en nafnleysingjarnir spá því að lítið muni koma út úr starfi nefndarinn- ar, en segja að ef svo ólíklega vildi til að komið yrði með tillögur til grund- vallarbreytinga þá muni þeir stöðva þær í þinginu. Frá því stofnað var til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa einstaka þing- menn Sjálfstæðisflokksins talað á þann hátt að stórlega má efast um að þeir hafi nokkurn áhuga á að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Og nú hafa þingmenn þessa sama flokks enn á ný opinberað þetta áhuga- leysi sitt. Þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vita nú af því, sem ætti sannarlega ekki að koma þeim á óvart, að þingmenn Sjálfstæðisflokks munu berjast gegn úrbótum á sjávar- útvegskerfinu. Og hvernig ætla Við- reisn og Björt framtíð að bregðast við því? Farsæld lands og þjóðar byggist ekki á þessu ríkisstjórnarsamstarfi, það eru aðrir kostir í stöðunni. Eða ætla litlu flokkarnir að búa við það þegjandi að Sjálfstæðisflokkurinn berji reglulega á þeim? Það er gríðarlega óábyrgt af þing- mönnum Sjálfstæðisflokks að gaspra út og suður um að þessi og hin mál, sem Viðreisn og Björt framtíð leggja áherslu á, muni aldrei koma til fram- kvæmda. Digurbarkalegar yfirlýs- ingar í þessa átt eru afleit aðferð við að byggja upp traust og samstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Ef einhver dugur er í þingmönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá hljóta þeir að rísa upp og veita viðnám. Ríkisstjórnin er sögð vera ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, en það er einungis í orði kveðnu. Þarna er einn flokkur við stjórn: Sjálfstæðisflokkurinn. n Kæfandi faðmlag íhaldsins Fjallaskíðamót á Tröllaskaga Fjallaskíðamótið Super Tröll Ski Race var haldið á Siglufirði um nýliðna helgi og lukkaðist vel þótt snjór sé á undanhaldi. Hér er keppandinn Tómas Guðbjartsson að nálgast hæsta hluta leiðarinnar á Hólsfjalli í Siglufjarðarbotni. Mynd SiGTryGGur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin „Ef einhver dugur er í þingmönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá hljóta þeir að rísa upp og veita viðnám. Tríóið tekur völdin Svo sem segir hér að ofan hætti Ásta Guðrún Helgadóttir sem þingflokksformaður Pírata í gær, vegna ágreinings við samflokks- menn sína. Þá hætti Björn Leví Gunnarsson einnig í stjórn þingflokksins. Stjórnin er nú skipuð þeim Einari Brynjólfs- syni, sem er formaður, Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy. Þetta er sama tríó og fór fyrir Pírötum í stjórnarmyndunarviðræðum í byrjun ársins. Það má velta fyrir sér hvort það hafi dregið eitt- hvað úr fyrirheitum Pírata um valddreifingu og lýðræði. Í það minnsta virðast völd í flokknum vera að færast hægt og bítandi á færri hendur og sífellt fleiri þurfa að ganga plankann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.