Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Qupperneq 22
22 sport Vikublað 16.–18. maí 2017 Arnar Grétarsson Var rekinn úr starfi eftir aðeins tvo leiki. Blikar eru enn án stiga eftir tap gegn Stjörnunni á sunnudag í þriðju umferðinni. Mynd SiGtryGGur Ari U m fátt annað hefur verið rætt í íslenskum knattspyrnu- heimi síðustu vikuna en þá ákvörðun Breiðabliks að reka Arnar Grétarsson þjálfara úr starfi eftir aðeins tvo leiki í Pepsi-deildinni. Ákvörðunin er mjög umdeild og eiga flestir erfitt með að skilja tímasetninguna. Áhrifa ákvörðunarinnar gætti ekki í fyrsta leik liðsins eftir brottreksturinn þar sem liðið tapaði fyrir Stjörnunni á sunnudagskvöld. Breiðablik er án stiga í Pepsi- deildinni eftir þrjár umferðir en liðið hafði farið illa af stað á fyrstu tveim- ur árum Arnars í deildinni. Gengi Breiðabliks í vetur og undir lok síð- asta árs hefur þó væntanlega átt sinn þátt í þessari umdeildu ákvörðun Blika. Hafði alltaf unnið Stjörnuna Sú ákvörðunin að láta Arnar fara fyrir leik gegn Stjörnunni er líka áhugaverð í ljósi þeirrar staðreyndar að Arnar hafði aldrei tapað gegn Stjörnunni, hann hafði raunar aldrei tapað stigi gegn liðinu. Í fjórum leikj- um Breiðabliks undir stjórn Arnars í Pepsi-deild karla hafði liðið unnið alla leikina, Stjarnan hafði heldur ekki unnið í Kópavogi í 23 ár. Það er því erfitt að skilja af hverju Arnar fékk ekki tækifæri til að rétta skútuna af gegn Stjörnunni, sigur gegn því liði hefði getað gefið Breiðabliki mikið sjálfstraust. Staðan er hins vegar þannig eftir leikinn gegn Stjörnunni að Breiðablik er án stiga og þjálfara- laust. Hvert var planið? Nú, viku eftir að hafa látið Arnar fara, eru Blikar ekki komnir með þjálfara, stjórn félagsins setti markið hátt og reyndi að ráða til starfa Allan Kuhn. Sá er danskur og gerði Malmö að sænskum meisturum á síðustu leik- tíð og því hefði verið mikinn metn- aður í þeirri ráðningu. Kuhn hafnaði hins vegar Blikum í annað sinn á ferli sínum. Honum stóð nefnilega til boða að taka við Blikum vetur- inn 2014 eftir að Arnar hafði hafnað starfinu fyrst um sinn, samningar náðust þá ekki við Kuhn og þá hafði Arnari snúist hugur og vildi starfið. Nú þegar Kuhn hefur hafnað starfinu þá virðast Blikar ekki vita hvaða skref þeir eiga að stíga, þjálfaramarkað- urinn hér á landi er ekki stór og þeir bitar sem eru á lausu virka ekki ýkja spennandi. Ástæðan fyrir brottrekstrinum? Í yfirlýsingu Breiðabliks kom fram að úrslitin undanfarið misseri væri ástæðan fyrr brottrekstri Arnars og væntanlega á stjórn Breiðabliks við að Breiðablik hafði ekki unnið leik gegn Pepsi-deildar liði frá því í sept- ember á síðustu leiktíð. Síðasti sigur- leikur liðsins gegn Pepsi-deildar liði í keppnisleik fór fram þann 15. sept- ember er liðið vann öruggan 3-0 sigur á Val á útivelli. Eftir það fór af stað atburðarás sem gæti hafa reynst banabiti Arnars í starfi, tveir leik- menn félagsins fóru út í vikunni fyrir leik gegn ÍBV og voru settir í aga- bann. Leikmennirnir voru ekki að hella sig fulla en voru of lengi úti að mati Arnars. Þeir Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru því settir til hliðar í upphafi leiks, þessi ákvörðun Arnars fór ekki vel í leikmannahóp liðsins og virtist hafa áhrif út tímabil- ið. Veturinn var svo þungur fyrir Blika þar sem úrslitin voru ekki sér- staklega sterk. Fjórtán leikir án sig- urs gegn Pepsi-deildar liðum virðast vera stærsta ástæða þess að stjórn Breiðabliks tók svo snögglega í gikk- inn. Helmingur stjórnar vildi reka Arnar í fyrrahaust Það að Arnar hafi verið rekinn á þess- um tímapunkti kom flestum á óvart, starf hans var í hættu í fyrrahaust og þá voru margir á því að hann myndi missa starfið. Stjórn Breiða- bliks fundaði um stöðu mála eftir síðasta tímabil þegar liðið missti af Evrópusæti með klaufalegum hætti, þá var ekki samhljómur í stjórninni og samkvæmt heimildum DV vildi helmingur hennar reka Arnar úr starfi en helmingur halda honum. Það var því ákveðið að halda sam- starfinu áfram með von um betri tíð. Borghildur Sigurðardóttir, sem hafði verið formaður knattspyrnudeildar, lét af störfum í byrjun árs og við starfi hennar tók Ólafur Hrafn Ólafsson. Sú staðreynd gæti hafa kostað Arnar starfið en hann og Borghildur höfðu átt í góðu samstarfi. Stjórnin vildi þó bjóða Arnari nýjan samning snemma á þessu ári en hann neitaði að skrifa undir þann samning. Ástæðan fyrir því að Arnar hafnaði samningum var sú að félagið vildi að hann mætti til vinnu í 3–4 tíma á dag á skrifstofu. Það fannst Arnari ekki rétt og taldi stjórnina fara fram á hluti sem ekki væru eðlilegir fyrir þjálfara, auk þess að þjálfa meistaraflokk félags- ins hafði Arnar stýrt æfingum fyrir leikmenn félagsins á morgnana. Efnilegum þjálfara fórnað Þrátt fyrir að Arnar hafi gengið í gegn- um erfiða tíma sem þjálfari þá má ljóst vera að hann er einn efnileg- asti þjálfari liðsins, fáir íslensk- ir þjálfarar eru jafn sterkir þegar kemur að taktískum hluta leiksins og það gætu reynst stór mistök að standa ekki með honum lengur. Sumarið 2015, sem var fyrsta sum- ar Arnars í þjálfun, var frábært, Breiðablik setti þá stigamet félags- ins í efstu deild og spilaði frábæran sóknarbolta. Agaður varnarleikur var líka einn af helstu styrkleikum liðsins undir stjórn Arnars. Hefði stjórn Breiðabliks ekki mátt standa með Arnari lengra inn í sumar- ið þrátt fyrir að það hefði kostað liðið einhver stig? Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, gæti komið upp í huga Blika þegar líður á sumarið. n Umdeild ákvörðun stjórnar Breiðabliks n Arnar Grétarsson þjálfari rekinn fyrir viku n Framhaldið í óvissu Gengi Breiðabliks frá síðasta hausti n Íslandsmót 2017: Tap gegn KA og Fjölni n Lengjubikarinn 2017: Tap gegn FH. Jafntefli gegn Stjörnunni og Grindavík n Fótbolti.net-mótið 2017: Tap gegn ÍBV og FH Jafntefli gegn Grindavík n Bose-mótið 2016: Jafntefli gegn Fjölni og Stjörnunni (sigur í vítaspyrn- ukeppni) Tap gegn Víkingi n Eftir agabann á Íslandsmóti 2016: Tap gegn Fjölni og ÍA Jafntefli gegn ÍBV Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.