Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Síða 32
32 menning Vikublað 16.–18. maí 2017 Eldfimt og einlægt L eikhús þurfa að hafa rými fyr­ ir tilraunir og áhættu og bjóða upp á að minnsta kosti eina óhefðbundna sýningu á ári. Einhvern veginn er tilfinn­ ingin sú að listrænir stjórnendur leikhúsanna treysti helst miðaldra listamönnum, svona 40–55 ára gömlum, til þessa verks. Og tilfinn­ ingin er líka sú að oftast sé karlkyn­ inu falið það vald að hrista upp í áhorfendum með nýjum, hráum og ögrandi hætti. Það er auðvitað ekkert að mið­ aldra listamönnum og körlunum okkar gengur bara ágætlega að koma sínu erindi á framfæri, hvort sem er í fjölmiðlum, pólitík eða sem leikstjórnendur sviðsverka og kvikmynda. En þær eiga ekki síður erindi, Reykjavíkurdæturnar, sem fengið hafa verðskuldað tækifæri til þess að láta í sér heyra á litla sviði Borgarleikhússins nú í lok leikársins. Það vaknar hins vegar ósjálfrátt upp sú óþægilega spurning hvort sam­ bærileg sýning ímyndaðra Reykja­ víkursona hefði ekki fyrirhafnar­ laust fengið stóra sviðið samtímis heimildarþáttaröð á RÚV og veglegu „sponsi“ frá digru fasteignafélagi. Kalla mig tíkina … Sýningin hefst á hinu kraftmikla og frábæra lagi, Kalla Mig Hvað? Það voru vonbrigði að finna ekki söngtextana í leikskránni, sem var óþægilega smá í sniðum, aðeins A5 einblöðungur. Hvað ræður því að Borgarleikhúsið splæsir í 52 síðna leikskrá í stóru broti fyrir barnasýn­ ingu en lætur þennan litla einblöð­ ung duga fyrir Reykjavíkurdætur? Hápunktur sýningarinnar er tví­ mælalaust spjallþáttaratriðið, sem er snilldarleg, fyndin og áhrifarík leið til að koma sjónarmiðum femínista á framfæri. Mér þótti reyndar óþægilegt þegar þjóð­ þekktum einstaklingum voru eign­ aðar ræður sem ég veit ekki hvort þeir hafi raunverulega nokkurn tímann sagt. Við erum samt vön að sjá eitthvað þessu líkt, til dæmis í áramótaskaupinu, þar sem farið er frjálslega með staðreyndir sem þó eru aldrei í neinni órafjarlægð frá sannleikanum. Þetta atriði var einhvern veginn svo óþægilega ill­ kvittið, satt og afhjúpandi og um leið óborganlega fyndið. Aðrir leikþættir og uppákomur fylgdu á eftir í bland við söngatriði. Einlæg örstutt frásagnarbrot voru mörg hver afar sterk en svo komu önnur tilgangslausari atriði sem gjarnan hefði mátt sleppa eins og til dæmis gjafaleikir og pítsusending. Búningarnir spegluðu bæði húmor hópsins og sjálf­ stæði. Stelpurnar klæddust allar fölbleikum hettupeysum og víðum joggingbuxum í stað hins ríkjandi svarta klæðnaðar sem áberandi er á meðal stjarna rappheimsins. Þessi óhefðbundni einkennisklæðnaður kætti mig eiginlega alla sýninguna. Hæfileikar og breyskleiki Reykjavíkurdætur eru frjórri, hæfileikaríkari og fyndnari en femínistar minnar kynslóðar. Kraftur þeirra minnir frekar á þær konur sem stóðu að stofnun Kvennalistans og brölluðu allan fjandann á sín­ um tíma, en okkur sem á eftir fylgdu og lögðum það helst af mörkum að draga femínismann inn í fræðasam­ félagið þar sem hann einangraðist við háskólamenntaðar konur í starfi hjá opinberum stofnunum. Reykjavíkurdætur eru mikil­ vægar fyrirmyndir fyrir ungar stúlkur í dag, jafnt með breyskleika sínum sem hæfileikum og sigrum. Og mikið er skiljanlegt að þær mót­ mæli þessari endalausa baráttu til þess eins að fá sömu sæti og strák­ arnir. Tímanum sem eytt er í þann slag verður ekki varið til annars á meðan og hann er ekkert launaður. RVKDTR á tvímælalaust erindi á svið Borgarleikhússins þótt ljóst megi vera að ekki verði allir hrifnir. En það er í góðu lagi, hér er enginn að reyna að þóknast öllum. Erindið er sjóðheitt og sprengikraftur hóps­ ins kærkomin tilbreyting frá hvers­ dagslegri sýningum leikhússins. n Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús RVKDTR Höfundur: Kolfinna Nikulásdóttir, Jóhanna Rakel, Sigurlaug Sara Gunnars- dóttir, Steinunn Jónsdóttir, Þura Stína, Solveig Pálsdóttir, Steiney Skúladóttir, Salka Valsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir Leikmynd og búningar: Jóhanna Rakel Hljóðmynd og tónlistarstjórar: Salka Valsdóttir og Baldvin Magnússon Hljóðfæraleikarar: Þórður Gunnar og Birkir Blær Ingólfsson Ljósahönnun: Juliette Louste Sýnt á litla sviði Borgarleikhússins „Þetta atriði var einhvern veginn svo óþægilega illkvittið, satt og afhjúpandi og um leið óborganlega fyndið. Sprengikraftur RVKDTR á tvímælalaust erindi á svið Borgarleikhússins þótt ljóst megi vera að ekki verði allir hrifnir. Mynd Jorri Stærstu arkitekta- verðlaun Evrópu veitt H ugvitsamlegar endur­ bætur á íbúðablokkinni DeFlat Kleiburg í útjaðri Amsterdam eftir hollensku arkitektastofurnar NL og XVW voru á dögunum verðlaunaðar með Mies Van Der Rohe­verð­ laununum fyrir árið 2017. Evrópu­ sambandið hefur veitt verðlaun­ in á tveggja ára fresti frá árinu 1988 fyrir framúrskarandi nútímaarki­ tektúr í álfunni. Meðal fyrri verð­ launahafa eru Peter Zumthor, Rem Koolhaas, norska arkitektastofan Snøhetta, David Chipperfield, og árið 2013 sigruðu Henning Larsen Architects og Studio Olafur Eliasson fyrir hönnun tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík. Yfir 500 íbúðir eru í þessari 11 hæða og 400 metra löngu blokk sem er ein stærsta íbúðabygging Hollands. Hún var upphaflega reist í módernískum stíl árið 1959. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa blokk­ ina en tekin var ákvörðun um að endurskipuleggja allt sameiginlega rýmið en láta hvern og einn íbúðar­ eiganda gera upp og breyta sinni eigin íbúð á þann hátt sem honum sýndist. Þetta er í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna sem viðbætur við eldri byggingu eru verðlaunaðar með Mies van der Rohe­verðlaununum. Í rökstuðningi dómnefndar sagði meðal annars: „Grunnhugmynd hönnunarinnar var að umbreyta þessari risablokk í nútímalega íbúðabyggingu með sveigjanlegu innra skipulagi, og að setja nýjan brodd í götumyndina og landslagið – en á sama tíma gera eins og lítið mögulegt er.“ Belgíska arkitektastofan MSA/ V+ hlaut hins vegar viðurkenn­ ingu sem efnilegasta arkitektastofan „Emerging Architect Prize 2017“ fyr­ ir íbúðablokkirnar NAVEZ – 5 social units í norðurhluta Brussel. n Hugvitsamleg endurskipulagning á einni stærstu íbúðablokk Hollands hlýtur aðalverðlaunin rísandi stjörnur í arkitektaheiminum Byggingin NAVEZ – 5 social units í Brussel eftir belgísku arkitektastofuna MSA/V+ var verðlaunuð í flokki ungra og upprennandi arkitekta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.