Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Síða 38
38 fólk Vikublað 16.–18. maí 2017
→ Inni- og útimerkingar
→ Sandblástursfilmur
→ Striga- og
ljósmyndaprentun
→ Bílamerkingar
→ Gluggamerkingar
→ Prentun á símahulstur
→ Frágangur
... og margt fleira
Skoðaðu
þjónustu
okkar á
Xprent.is
SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS
Ætluðu að
gefast upp
Allir eiga sína vondu daga, líka fræga fólkið.
Þessir frábæru listamenn íhuguðu sjálfs-
morð og sumir reyndu það án árangurs.
J.K. Rowling
Þegar Rowling var einstæð móðir
sem átti vart fyrir húsaleigunni
barðist hún við þunglyndi og íhug-
aði að fyrirfara sér. Hún leitaði
sér síðan sálfræðiaðstoðar. Hún
segir að dóttir sín, Jessica, hafi
verið ástæðan fyrir því að hún
ákvað að leita til sérfræðings.
„Ég hugsaði með mér, ég get
ekki gert henni það að ala
hana upp í þessu ástandi.“
Rowling segist ekki skammast
sín á nokkurn hátt fyrir að hafa
verið þunglynd. „Hvað ætti ég að
skammast mín fyrir? Ég gekk í gegnum
afar erfiða tíma og ég er mjög stolt af
að hafa komist í gegnum þá.“
Elton John
Tónlistarmaðurinn reyndi eitt
sinn að fyrirfara sér vegna ang-
istarinnar sem greip hann vegna
samkynhneigðar. Hann setti
höfuðið í gasofn en vinur hans
kom að honum og lífi hans var
bjargað. Elton John fann síðan
hamingjuna með eiginmanni
sínum David Furnish og
tveimur sonum.
Frank Sinatra
Stóran hluta ævinnar glímdi Sinatra við þunglyndi og reyndi nokkrum sinnum að svipta
sig lífi. Upp úr 1950, þegar stjarna hans virtist vera fallandi, var hann á Times Square í
New York og sá hrifningarfullar stúlkur bíða eftir að komast inn á tónleika með Eddie
Fisher. Niðurbrotinn Sinatra fór heim og setti höfuð inn í gasofn. Umboðsmaður hans
fann hann í tíma. Þegar hjónaband hans og leikkonunnar Övu Gardner var hvað storma-
samast reyndi hann oftar en einu sinni að fyrirfara sér.
Sammy Davis Jr.
Árið 1958 var söngvarinn ástfanginn af leikkonunni Kim Novak sem var hvít.
Mafían blandaði sér í málið og hótaði að stinga annað augað úr Davis og
fótbrjóta hann ef hann sliti ekki sambandinu og auk þess var þess krafist að
hann gengi í hjónaband með svartri konu. Davis giftist til málamynda svörtum
dansara, Loray White. Hann drakk of mik-
ið í brúðkaupsveislunni og heyrðist
veina: „Af hverju get ég ekki
verið með konunni sem ég
elska!“ Davis varð ofurölvi
og var komið í rúmið.
Þegar vinur hans leit til hans kom hann að söngvaranum þar sem
hann beindi hlaðinni byssu að höfði sér. Vinurinn afvopnaði Davis.
Hjónabandinu var slitið nokkrum mánuðum síðar.
Halle
Berry
Halle Berry gerði til-
raun til að svipta sig
lífi þegar hjónaband
hennar og íþrótta-
mannsins David
Justice var komið í
hundana. „Ég sat í
bílnum mínum og
vissi að útblásturinn
væri um það bil að
fylla bílinn þegar ég
sá í huganum móður
mína komandi að
mér látinni,“ sagði
hún. Berry snerist
hugur og segir: „Í
kjölfarið hét ég
því að verða aldrei
heigull.“