Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 6. október 2017fréttir
Spurning vikunnar
Hækkun launa hjá millistéttinni og baráttu gegn því að
við göngum í Evrópusambandið.
Valva Árnadóttir
Það þarf að rétta hlut þeirra lægst launuðu.
Gunnar Freyr Gunnarsson
Mér finnst að þar sé nauðsynlegt að setja heilbrigðismál
í forgrunn.
Anna Helga Kristinsdóttir
Það er mjög nauðsynlegt að hækka laun hjá ellilífeyris-
þegum og huga að kjörum þeirra. Það er verið að hækka
laun hjá þeim tekjuhæstu en ekkert hugsað um öryrkja
og ellilífeyrisþega.
Hörður Sævar Símonarson
Hvaða áherslumál viltu sjá í forgrunni í kosningabaráttunni?
Í
vikunni var greint frá því að
Okkar bakarí ehf., sem rek
ur þrjú bakarí, tvö í Garðabæ
og eitt í Hafnarfirði, hefði verið
tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandi
fyrirtækisins er Jón Heiðar Rík
harðsson en hann keypti og tók við
blómlegum rekstri fyrirtækisins
árið 2012. Jarek Kuczynski, sem á
og rekur Hverafold bakarí, sig hafa
verið illa svikinn í viðskiptum sín
um við Jón Heiðar. Hann hafði
skrifað undir samning um kaup
á fyrirtækinu skömmu fyrir gjald
þrotið. Hann hafi þegar byrjað að
reyna að laga reksturinn og farið í
talsverð fjárútlát til þess. Viku síð
ar hafi lögfræðingur Jóns Heiðars
tilkynnt honum að fyrirtækið yrði
selt til samkeppnis aðila. „Þetta er
algjört rugl. Ég skil ekki hvernig er
hægt að hegða sér á þennan hátt í
viðskiptum,“ segir Jarek í samtali
við DV.
Fastakúnnum blöskraði ástandið
Okkar bakarí var tekið til gjald
þrotaskipta þann 26. september
síðastliðinn og verður skiptafund
ur haldinn þann 19. desember.
Rekstrinum hafði hrakað hratt
undanfarin misseri og aðdragandi
gjaldþrotsins virðist hafa verið
farsakenndur í meira lagi. Starfs
fólk situr eftir með sárt ennið.
„Það var orðið erfitt að fá vörur
til að selja. Allt bakkelsið var bak
að í versluninni í Iðnbúð en tæk
in voru orðin lúin. Það sem kom
til okkar var stundum hrátt eða
brennt. Það er fjöldi eldri borgara
hérna í nágrenninu sem voru fastir
viðskiptavinir og þeim var farið að
blöskra ástandið. Að lokum gáfust
flestir upp á að versla við okkur,“
segir starfsmaður fyrirtækisins
sem var staðsettur í útibúi bakarís
ins í Sjálandshverfi.
Að sögn starfsmannsins hafi
flestir starfsmenn gefist upp og
hætt undanfarna mánuði. „Það
voru margir sem hættu 1. septem
ber enda fékk fólk ekki laun greidd.
Bakararnir voru líka flestir horfnir
til annarra starfa og það var aðal
lega treyst á nema í bakstrinum,“
segir starfsmaðurinn. Sem dæmi
um slæmt ástand rekstursins hafði
útibúið í Sjálandi ekki verið þrifið í
marga mánuði. „Ástandið var enn
verra í Iðnbúð. Þar var ógeðslega
skítugt.“ Þá segir starfsmaðurinn
að skömmu fyrir gjaldþrotið hafi
ósáttur eigandi útkeyrslu fyrirtækis
mætt á útsölustaðina í Garða
bæ og hreinsað út flestar vörurn
ar sem eftir voru í kælinum upp í
skuld.
Handsalaði kaupin
Að sögn starfsmannsins eru
margir starfsmenn í fullkominni
óvissu varðandi launagreiðslur.
„Jón Heiðar skuldar mér
september mánuð en ég veit um
marga starfsmenn sem eiga inni
nokkurra mánaða laun. Þeir
eru mjög sárir og reiðir vegna
ástandsins og hafa flestir leitað
til stéttarfélaga sinna. Við fengum
engar upplýsingar frá eiganda fyr
irtækisins um hvað væri yfirvof
andi,“ segir starfsmaðurinn. Að
lokum þurfti Jón Heiðar sjálfur að
sinna afgreiðslu í bakaríinu í Iðn
búð enda höfðu allir starfsmenn
yfirgefið skútuna.
Sem fyrr segir varð Jarek
Kuczynski, sem á og rekur
Hverafold bakarí í Grafarvogi,
einna verst úti. Hann hafði íhugað
að kaupa fyrir tækið um nokkurt
skeið og það gekk í gegn skömmu
fyrir gjaldþrotið, sem hann hafði
ekki hugmynd um að væri yfirvof
andi. „Okkar bakarí var eitt allra
besta bakarí landsins. Það er það
sem ég heyrði frá viðskiptavinum
og starfsfólki,“ segir Jarek. Að hans
sögn hafi rekstrinum hrakað hratt
og hann hafi því séð gott tækifæri í
að snúa rekstrinum við.
Hann komst að samkomu
lagi við Jón Heiðar um kaupverð
og síðan var skrifað undir kaup
samning. „Á honum voru nokkrir
fyrirvarar, meðal annars um fjár
mögnun. Ég fór beint í að tala
við bankann og það gekk hratt og
vel að fá vilyrði fyrir fjármögnun.
Þegar samþykki bankans lá fyrir
var kominn á kaupsamningur,“
segir Jarek. Hann sá að rekstrinum
var að blæða út og hóf því þegar
að reyna að koma fleyinu aft
ur á flot. „Ég pantaði vörur og
hráefni frá birgjum mínum fyrir
rúma milljón og kom með vörur
úr mínu bakaríi til að selja,“ segir
Jarek. Hann hafi þó fljótlega rekið
sig á að tæki og tól Okkar bakarís
voru ekki í því ástandi sem hann
taldi. „Það var allt meira og minna
ónýtt, meðal annars stór kæli
skápur. Það var óviðunandi og því
eyddi ég um 150 þúsund krónum í
að gera við hann,“ segir Jarek.
Aldrei séð kaupsamning
Jarek taldi að kaupin væru frá
gengin og því kom honum gjör
samlega í opna skjöldu þegar lög
fræðingur Jóns Heiðars tilkynnti
honum um að Jón Heiðar hefði
gert samning við annan kaup
anda, Jón Arilíusson, sem er jafn
an kenndur við Kökulist. Jarek
hyggst leita réttar síns.
DV náði tali af Jóni Heiðari
Ríkharðssyni en hann vildi ekki
tjá sig um málið. Hann vís
aði á skiptastjóra þrotabúsins,
Jón Auðun Jónsson, varðandi
frekari upplýsingar. „Það var
ekki kominn á kaupsamning
ur á milli Hvera foldar bakarís og
Okkar bakarís. Fyrir lá kauptilboð
sem var bundið í tíma og hafði
runnið út. Báðir aðilar voru því
lausir allra mála þegar seinna til
boðið barst. Ég hef engan kaup
samning séð og enginn nefnt það
við mig, hvorki Jón Heiðar, Jarek
eða starfsmenn bankans, að slík
ur samningur hafi verið gerður,“
segir Jón Auðunn í skriflegu svari
til DV. Hann segist ekki hafa
komið að samkomulagi þessara
aðila um rekstur bakarísins
þessa síðustu daga fyrir þrot. „Ég
þekki ekki efni þess en skilst að í
megin dráttum hafi það gengið
út á að Jarek útvegaði birgðirnar
og ábyrgðist laun starfsmanna en
tæki jafnframt allar tekjur. Þetta
voru bara örfáir dagar en tilboðið
rann út 30. september,“ segir Jón
Auðunn. n
Farsakennt
gjaldþrot
Okkar bakarís
n Starfsmenn sitja eftir með sárt ennið n Væntanlegur kaupandi segist svikinn
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is