Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 6. október 2017fréttir E kki samþykkja hvern sem er á Facebook, eru varnaðar- orð sem heyrast reglulega. Ekki samþykkja einhvern sem þú þekkir ekki. Þú gætir lent í hættu. Viðkomandi gæti verið vond manneskja sem vill þér illt. Þetta hafa flestir foreldrar sagt við börnin sín, en oftar en ekki taka þau því mátulega alvarlega. DV ákvað að bregða sér í gervi tánings- stúlku með Facebook-síðu og upp- lifa og sjá hvað gerist ef vingast er við ranga einstaklinga. Niðurstaða DV eftir þessa nokkurra mánaða tilraun er að ein röng vinabeiðni eða samþykki ókunnugra „vina“ getur leitt börn og unglinga í stór- hættu. Foreldrar ættu því að brýna enn frekar fyrir börnum sínum að samþykkja aldrei vinabeiðnir frá fólki sem það þekkir ekki. Um það mun enginn efast að loknum lestri þessarar úttektar. Fjölmiðlar á Íslandi hafa í nokk- ur skipti stofnað aðgang á Einka- mál í þeim tilgangi að afhjúpa barnaníðinga. Eitt þekktasta dæm- ið er frá árinu 2007 þegar frétta- skýringaþátturinn Kompás nýtti sér síðuna til að fá fimm barna- níðinga til að mæta á „stefnumót“ með 13 ára stúlku. Á móti þeim tók hins vegar blaðamaðurinn Jó- hannes Kr. Kristjánsson eins og þekkt er. DV hafði veður af því að lítið hefði breyst varðandi níðingsskap af þessu tagi á netinu, jafnvel að ástandið hafi versnað, og ákvað því að leika svipaðan leik. Forleik- urinn var þó töluvert lengri þar sem DV vildi framkvæma tilraun- ina á öllu saklausari stað, sem ekki hafði verið gert áður – á Facebook. Hver er Sigrún Ósk Tilraunin hófst fyrir nokkrum mánuðum með því að DV bjó til Facebook-síðu fyrir unglings- stúlku og gaf henni nafnið Sigrún Ósk. Til að gera síðuna trúverð- uga greindi Sigrún frá því að hún væri að stofna nýja síðu þar sem Facebook hefði lokað á þá síðu sem hún hafði áður. Myndir af Sig- rúnu á síðunni voru af blaðakonu DV á unglingsaldri. Til að koma síðunni af stað sendi Sigrún vina- beiðnir á alls konar fólk, unga sem aldna og reyndi að hafa vinahóp- inn sem fjölbreyttastan. Meðal þeirra sem hún sendi til voru þrír aðilar sem blaðamenn DV vissu að væru meðlimir á síðum þar sem vændis konum eru gefnar einkunnir. Þá var Sigrún einnig með Snapchat-aðgang og síma sem blaðakonan notaði, bæði í símtöl og skeytasendingar. Sigrún hafði þá reglu gegnumgangandi í sínum samskiptum á miðlunum að hún skyldi aldrei hefja samræð- ur að fyrra bragði við karlmenn. Sigrún sagðist oftast vera 14 ára þegar hún var í samskiptum við karlmenn sem reyndu að misnota hana. Sigrún Ósk er frá Akureyri en flutti til frænku sinnar í Reykja- vík eftir að hafa lokið grunnskóla í heimabæ sínum. Sigrún starfaði í Hagkaupaverslunum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu við að leysa af þegar aðrir starfsmenn voru frá vegna veikinda. Var það gert svo níðingarnir gætu ekki staðsett hina ímynduðu stúlku á einum stað og þannig hugsanlega stefnt rannsókninni í voða. Sigrún Ósk á sér sögu um þung- lyndi og tjáði hún sig tvisvar um það á Facebook-síðu sinni. Á vor- mánuðum gekk henni þó allt í haginn. Hún opnaði sig einnig um það að hún hafði átt einn kærasta og sofið átta sinnum hjá kærasta sínum sem var árinu eldri. Hún hætti með kærastanum í júlí. Helstu persónur og leikendur Þessi tilraun DV leiddi í ljós að ótal karlmenn reyndu að vingast við Sigrúnu með annarlegar hvat- ir og áform í huga. Hér á eftir verð- ur rakin samskiptasaga Sigrúnar við þrjá þeirra sem gengu hvað lengst í því að reyna að fá hana til að stunda með sér kynlíf eða svala fýsn þeirra að öðru leyti. Áður en við rekjum nánar hvað dreif á daga Sigrúnar skulum við kynnast bet- ur þessum þremur sem höfðu sig mest í frammi. Sá fyrsti er skólabílstjóri á sjö- tugsaldri. Sigrún sendi honum vinabeiðni á Facebook, sem hann samþykkti og taldi strax að Sigrún væri vændiskona. Hún greindi honum hins vegar frá því að svo væri ekki. Hún væri nýbúin að n Ein röng vinabeiðni og barnið þitt getur lent í hættu n Unglingsstúlkur tældar á Facebook n Karlmenn á eftir táningum Kristjón Kormákur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir kristjon@dv.is / gudrun@bleikt.is Nauðgari, skólabílstjóri og fleiri karlmeNN á eftir uNgliNgsstúlku Tálbeitan Gömul mynd af Guðrúnu, blaða- manni DV, sem þóttist vera 14 ára stúlka. Mynd sem notuð var á Facebook-síðu tál- beitu DV. Tálbeitan fékk nafnið Sigrún Ósk. „Það væri gaman að hafa þig hér núna,“ sagði karlmaður sem horfir reglulega á 11 til 14 ára börn á Glerártorgi á Akureyri og fer svo út í Kjarnaskó að runka sér. Maðurinn sendi tálbeitu DV mynd af skrifstofu sinni. Maðurinn er tveggja barna faðir. Hann hafði ítrekað samband við Sigrúnu Ósk og talaði við hana á klámfenginn hátt. Hann greindi frá því að hann langaði að hitta hana. Hann spurði: „Viltu ríða?“ Anthony Lee Bellere Var dæmdur árið 2008 fyrir að nauðga ungum stúlkum. Hann neitaði að hafa ætlað að misnota „14 ára“ tálbeitu DV þegar hann mælti sér mót við hana á Ingólfstorgi. Skömmu áður hafði hann í smáskilaboðum sagt að hann vildi raka kynfæri hennar og brunda inn í hana. Hann segir að honum hafi aldrei verið boðin aðstoð vegna afbrigðilegra hvata sinna eftir að hann losnaði úr fangelsi. Skólabílstjórinn Hitti tálbeitu DV í vikunni. Hann ætlaði að bjóða unglingsstúlku út að borða og bjóða henni heim á eftir. Hann ætlaði að greiða henni fyrir kynlíf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.