Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Síða 35
KYNNINGARBLAÐ Brot af því besta 6 október 2017 Ábyrgðarmaður: Sigurvin Ólafsson / sigurvin@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Bjóða einstaka þjónustu í umsjón leiguhúsnæðis Félagarnir Davíð Karl Wiium og Davíð Vil­mundarson eru brautryðjendur í umsjón og umsýslu eigna í skamm­ tímaleigu. Árið 2014 stofn­ uðu þeir þjónustufyrirtækið Dekura sem sérhæfir sig í viðhaldi á húsnæði sem leigt er út í gegnum Airbnb og aðra sambærilega vefi, til þess að létta undir með leigu sölum. Einnig sérhæfa þeir sig í umsjón gistiheimila af öllum stærðum og gerð­ um. Það er ótal margt sem þarf að huga að þegar kemur að því að gera leigjandann ánægðan. Fyrir utan það að íbúðin þarf að vera í topp­ standi og tandurhrein og allt aðgengi með besta móti þegar nýr leigjandi bankar upp á, þá þarf leigusali að vera til taks til að hitta fólk á öllum tímum sólarhrings og vera reiðubúinn til að leysa úr hinum ýmsu vandamálum sem upp geta komið. Þess vegna sér Dekura einnig um öll samskipti við gesti. Inni­ falið í heildarumsjón Dekura er einnig allt lín, handklæði og annað sem þarf að vera til staðar fyrir gesti meðan á dvöl stendur. Rekstur af þessu tagi getur verið ansi tímafrekur og krefst töluverðra fórna og umtalsverðrar skipulagningar af hálfu leigusala. Samhliða fullri vinnu og skipulagningu getur þetta verið ansi þungur baggi fyrir leigusala að tak­ ast á við. Með hjálp Dekura getur leigusali tekið á móti töluvert fleiri viðskiptavinum og fengið betri umsagnir, sem eykur samstundis verð­ gildi íbúðarinnar og leigu­ tekjurnar sem af henni koma. Dekura hefur síðan árið 2014 aðstoðað fjölda fólks við allt sem viðkemur rekstri á eign­ um í skammtímaleigu. Allt frá þrifum upp í alhliða umsjón eignanna. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 12 manns sem sjá um hin ýmsu verkefni og státar Dekura sig af einu færasta þrifnaðarteymi í bransanum. Eftir fjögur ár í þessum rekstri vita starfs­ menn Dekura hvað til þarf til að hafa eignir tilbúnar fyrir ferðamenn. Dekura er í nánu samstarfi við teymi sérfræðinga í leyfismálum og aðstoðar við­ skiptavini sína við að fá þau leyfi sem þarf, viðskiptavinin­ um að kostnaðarlausu, hvort sem um er að ræða 90 daga leyfi eða fullgilt gistileyfi. Vegna aukinna umsvifa hefur bæst í teymið, nýr framkvæmdastjóri hefur tekið til starfa auk þess sem Dekura hefur fært sig um set niður á Skólavörðustíg í mið­ bæ Reykjavíkur. Þar starf­ rækir fyrirtækið skrifstofu og fullbúið þvottahús. Til þess að panta þjónustu frá Dekura má hafa sam- band í gegnum vefsíðu fyrir- tækisins dekura.is eða senda póst á netfangið dekura@ dekura.is. DEKuRA Davíð Vilmundarson (t.v.) og Davíð Karl Wiium (t.h.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.