Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Qupperneq 41
láta pikka í sig. Ég var eitthvað á rassinum úti í Frakklandi, þá sendi dóttir mín mér skilaboð og sagði: „hei, pabbi þetta er nóg. Taktu þetta út.“ Ég hlýddi henni þá.“ Var færður til í bekknum Hefurðu alltaf verið svona stórkost- lega hömlulaus týpa? „Já, ég held að það sé einmitt algjörlega rétta lýsingin á mér. Ég hef alltaf verið svona. Líka þegar ég var krakki. Það var alltaf verið að segja mér að vera hljóður í tímum. Svo var alltaf verið að færa mig í önnur sæti. Var færður út í horn eða eitthvað þar sem ég sat einn. Svo var ég líka færður alveg upp að kennaraborðinu til að hafa kennarann beint fyrir framan mig. Þau voru að reyna að fá mig til að halda athygli. Ég hef samt alltaf mætt til vinnu og slíkt þó að ég eigi erfitt með að halda athygli. Ég er ekki týpan sem sefur yfir sig. Svo er ég líka bara heppinn með fólkið í kringum mig. Til dæmis er ég að vinna hjá fjölskyldufyrirtæki og svo á ég líka alveg frábæra konu. Eins og með þetta ADHD; þegar hún vissi að ég væri svona þá las hún bara og lærði allt sem hún gat um þetta og vinnur svo bara út frá því. Eins og þegar við erum að fara að halda veislu eða matarboð, þá setur hún mér bara verkefni: „Þú átt að gera þetta núna, og svo áttu að gera þetta á eftir.“ Í staðinn fyrir að segja allt í einu. Þá fer auðvitað bara allt í fokk hjá mér.“ Fæddur til að vinna á leikskóla Þótt Hjálmar hafi fundið sína hillu í lífinu og uni sér vel við grínið er hann með nokkuð skýra og skemmtilega framtíðarsýn. Hann dreymir um að vinna á leikskóla, þrjá daga í viku en starfa sem skemmtikraftur hina dagana. „Það höfðu margir sagt við mig að ég væri eins og fæddur í þetta starf svo ég prófaði. Fyrsta daginn hugs- aði ég bara Guð, hvað er ég búinn að koma mér í!? Á degi tvö langaði mig ekki heim. Þetta er eina vinnan sem ég hef unnið þar ég hef hlakkað til að mæta á morgnana og langar svo ekkert heim eftir vinnu. Ég var með tvöhundruðsjötíuog- fimmþúsund krónur a mánuði, skelfileg laun, en aldrei liðið betur í vinnunni. Heilmargir eru að tala um að þá langi til að komast í núið. Ef þig langar í núið þá skaltu fara að vinna á leikskóla. Þetta er andlegasta starf sem ég hef unnið. Alveg magnað. Ég þurfti bara að hætta út af laununum en ég mun fara aftur í þetta starf. Það er alveg á hreinu. Núna gæti ég lifað af því að skemmta og snappa, þótt það sé algjört hark, en draumurinn er að geta unnið sem skemmtikraftur um helgar og á leikskóla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.“ Stendur með leikskólakennurum „Ég kynntist því að þarna er fjöldi fólks að vinna alveg gríðarlega erfitt starf, til dæmis með fötluðum börnum, á alveg gríðarlega lágum launum en samt er það rosalega þakklátt fyrir hluti sem venjulegt fólk er ekki þakklátt fyrir. Sem dæmi þá fórum við einu sinni að skoða Sorpu. Þar fengum við gefins fjölnota poka og ég gleymi því ekki hvað þau voru ánægð að fá þessa gjöf. Ég hafði þá unnið sem bílasali í tólf ár, verið boðið út að borða af alls konar lánastofnunum og þannig og menn voru bara að pæla í því hvaða stað okkur yrði boðið á næst. Frekjan í manni var orðin þvílík, en þarna erum við með æðislegt fólk sem er að vinna geggjað erfiða vinnu á fáránlegum launum en er samt rosalega þakklátt fyrir að fá fjölnota poka að gjöf. Hversu dásamlegt getur fólk verið? Ég er mjög harður á því að það verði að hækka launin þeirra og ég er til í slaginn hvenær sem er. Stend með leikskóla- kennurum, alla leið!“ Ertu femínisti? „Já, það er engin spurning að ég reyni að tileinka mér fordómaleysi. Tengdafaðir minn er með þetta lífsviðhorf sem ég vil tileinka mér. Það skiptir engu máli hvort þú ert lítill, feitur, kona eða karl. Það á bara það sama yfir alla að ganga. Ég held að allir séu femínistar innst inni. Eða ég vona það. Ég á til dæmis einn góðan vin sem styrkir til dæm- is Kvennaathvarfið, Stígamót og fleiri góðgjörðarsamtök. Mér finnst flott að vera ekki að básúna alltaf eigin góðmennsku á samfélags- miðlum heldur gera þetta bara. Láta verkin tala og láta gott af sér leiða.“ Kikk að sjá fólk fara að hlæja Langar þig að færa út kvíarnar, ná heimsfrægð kannski? „Jú, maður hefur nú kynnst því að svona samfélagsmiðlar geta dottið upp fyrir einn daginn og eitthvað nýtt tekur við. Þess vegna hef ég verið að reyna að stækka Facebook- og Instagram- síðurnar mínar. Um leið og maður er kominn með svolítinn fjölda á Facebook þá er hægt að gera vídeó þar líka. Það er svo frábært hvað þetta er orðið auðvelt núna. Í versta falli horfir enginn á þetta en maður er þó allavega að tjá sig. Gera eitthvað,“ segir Hjálmar og bætir við að hann hafi alltaf elskað glens og grín. „Mig hefur alltaf dreymt um að verða skemmtikraftur og grín- leikari. Það eina sem mig langaði þegar ég var lítill var að láta fólk fara að hlæja. Kikkið að sjá fólk fara að hlægja yfir einhverju sem maður gerir er alveg ómetanlegt. Kannski er þetta líka bara ákveðin meðvirkni? Mann langar einhvern veginn að öllum líki við mann. Steindi var einmitt að tala um þetta í viðtali um daginn. Það er þessi þörf á að öllum líki vel við mann, svo kemur einhver tólf ára úr Garðabænum og segir eitthvað ljótt um vídeóið manns og þá burðast maður með það í maganum. Mér fannst þetta svolítið merkilegt. Svo getur maður líka bara sætt sig við að það getur ekki öllum líkað við mann.“ Landaði aðalhlutverki í bíómynd gegnum SnapChat Eins og fyrr segir hefur grínið á SnapChat fært Hjálmari fjölbreytt verkefni í skemmtanabransan- um. Eitt þeirra er aðalhlutverk í kvikmyndinni Fullir vasar sem er leikstýrt af Antoni Sigurðssyni en sá hefur áður gert myndirn- ar Grimmd og Grafir og bein. Þegar þetta er skrifað er tökum á myndinni að ljúka en hún er væntanleg í sýningu snemma á næsta ári. „Leikstjórinn var hrifinn af einni týpunni sem ég er með á snappinu svo hann bjallaði í mig og spurði hvort hann mætti ekki skrifa handrit byggt á þessum karakter. Ég sagði að væri engin spurning. Ég las síðan handritið, fannst það alveg geggjað og þá spurði hann hvort ég vildi ekki bara leika aðalhlutverkið í myndinni. Ég hélt það nú,“ segir Hjálmar og bætir við að hann hafi reiknað með því að það væri lítið mál. „Ég hélt ég myndi mæta kannski tvisvar, þrisvar í viku í tökur og fara snemma að sofa, en þetta reyndist algjör ímynd- un. Við erum búnir að vera að frá klukkan tíu til tíu alla daga og að taka heila mynd upp á átján dögum. Þetta er búið að vera algjörlega geggj- að og þvílíkt góð reynsla,“ segir Hjálmar en með honum í myndinni leika snapparinn Aron Mola, og þeir Nökkvi Fjalar og Egill Ploder, sem mörg ungmenni kannast við úr Áttunni. Nú eruð þið fjórir karlmenn í aðalhlutverkum myndarinnar. Er þetta svona „dick-flick“ sam- anber „chick-flick“? Hvað segir þinn innri femínisti við þessu? „Ég veit það ekki!“ hrópar Hjálmar og skellihlær. „Við erum auðvitað fjórir karlar þarna í aðalhlutverki en það er líka glæsilegur hópur af leikkonum með í myndinni. Til dæmis Ólafía Hrönn, Júlía Sara, Þórunn Antonía og margar fleiri. Fyrst og fremst er þetta samt bara hrein og klár íslensk grínmynd. Ekkert drama eða vesen, bara grín. Það er löngu komin tími á svona mynd og ég hlakka mikið til að sjá hana.“ „Það er auðvitað skrítið að vera orðinn 44 ára gamall og finna hvernig þolið fyrir svona löguðu minnkar með árunum. Kannski að ég fari á lyf við þessu þegar ég verð fimmtugur. Tek þetta á fimmtugsafmælinu. Kristján AgnArsson, „KAgginn“ Aldur: 49 ára. Starf: Öryrki. Lífsskoðanir: Að hika er það sama og að hika. Hjúskaparstaða: Einhleypur. Stjórnmálaskoðun: Það veltur allt á bakkelsinu hverju sinni. Áhugamál: Sælgæti og að hanga með Hjörvari Hafliðasyni. KArl MAgnAson Önnuson sigrúnArson Aldur: 47 ára. Starf: Bókasafns- fræðingur. Lífsskoðanir: Jafn- rétti og systralag. Hjúskaparstaða: Einhleypur. Stjórnmálaskoðun: Vinstri græn, alla leið. Áhugamál: Bókmenntir. Heit og köld pottaböð. Ný stjórnarskrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.