Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Page 56
32 menning Helgarblað 6. október 2017
M
annskepnan er hégómleg
og ánetjast auðveldlega
völdum sínum og áhrif-
um. Vogaðir og
hugmyndaríkir eldhugar geta
unnið kraftaverk fyrir samfélagið
en einnig skilið eftir sviðna jörð.
Og vitið bregst jafnvel lærðustu
mönnum, þegar sigur virðist utan
seilingar. Þá er aðkallandi málum
sópað með þaulæfðum höndum,
þegjandi undir teppi. Þversögn
mannsins er margslungin og lýð-
ræðið styður einfaldlega fjöl-
mennasta svarið.
Ferðamannaiðnaðurinn er í
stórsókn í litlum smábæ í Noregi
í kjölfar heilsubaða sem nýlega
hafa verið stofnuð. Læknirinn sem
fékk hugmyndina að böðunum og
starfar við þau, kemst að því að
vatnslögnin hefur verið illa lögð
þannig að eitrað efni úr jarðveg-
inum berst í vatnið frá verksmiðju
fósturföður eiginkonu hans. Hann
vill umsvifalaust loka böðunum
uns lagfæring hefur verið gerð.
Bæjarstjórinn er á öðru máli og vill
lítið gera úr málinu enda bæjar-
búar nú efnahagslega háðir komu
ferðamannanna.
Þetta er er yrkisefni norska skál-
djöfursins Henriks Ibsens í En fol-
kefiende, sem frumsýnt var fyrir
135 árum. Leikritið á enn fullt er-
indi, jafnvel í upprunalegri útgáfu.
Ný leikgerð eftir leikriti
Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una
Þorleifsdóttir skrifa nýja leikgerð
upp úr leikritinu. Í þessari útgáfu
er verkið töluvert stytt, þrjár kon-
ur eru skrifaðar í hlutverk sem
upphaflega voru ætluð körlum
og verkið rammað inn í ákveðið
tímaleysi. Stytting verksins kemur
því miður niður á persónusköpun
minni hlutverka. Það hefði því allt
eins mátt ganga lengra og skrifa
þær persónur sem ekkert skildu
eftir sig, alveg út úr verkinu.
Ég var hins vegar hrifin af kyn-
leiðréttingum höfunda. Ekki síst
vegna afbragðs leiks Sólveigar
Arnarsdóttur í hlutverki Stokk-
manns bæjarstjóra. Tímaleysi
verksins dró svolítið sálina úr
sögunni og litlausir búningarnir
undirstrikuðu einhverja deyfð
sem dró persónusköpunina niður.
Þau Sólveig Arnarsdóttir og Björn
Hlynur Haraldsson, í hlutverki
Stokkmann-systkinanna, skör-
uðu langt fram úr öðrum leikurum
verksins í túlkun og krafti.
Sagt er að Ibsen hafi, líkt og
fleiri leikskáld síns tíma, vandræð-
ast með að skilgreina hvort verk-
ið væri kómedía eða harmleikur.
Það var helst að handrit og leikur
Sólveigar daðraði við kómedíuna,
ekki síst þegar hún lék sér með
þekkta og þreytta pólitíska frasa í
mögnuðu samtali sínu við áhorf-
endur. En þótt áhorfendum hafi
verið ágætlega skemmt þá veikti
þetta hliðarspor Petru bæjarstjóra.
Það var miður því hún var svo stutt
frá því að vinna áhorfendur á sitt
band í afstöðu sinni gagnvart hin-
um skaðvænlegum heilsuböðum.
En um leið og hún vakti hlátur þá
tapaðist sú barátta. Sýningin hefði
orðið magnaðri ef leikstjóri og
höfundar leikgerðar hefðu af ein-
lægni og afli annaðhvort staðið
með Petru bæjarstjóra og áhrifa-
fólki bæjarfélagsins og gert Tómasi
erfiðara fyrir eða gefið honum kó-
míska spretti til jafns við systur
sína. Þannig hefði barátta lækn-
isins fyrir lokun heilsubaðanna
orðið jafnari og meira spennandi.
Samstaðan með Tómasi var
þess í stað alltaf fyrirliggjandi af
hálfu aðstandenda sýningarinnar
og salurinn stóð með lækninum
allan tímann eða svo gott sem.
Togstreitan í verkinu liggur hins
vegar í ólíkri afstöðu systkinanna
sem geta ekki með nokkru móti
samþykkt skoðanir hvort annars
og sveifla hjörtum áhorfenda á
milli sín, enda hafa bæði nokkuð
til síns máls.
Gangvirki úr Game of Thrones
Sigurður Sigurjónsson og Guð-
rún Gísladóttir brugðust ekki í
sínum hlutverkum en það var
óspennandi að sjá þau gera
persónur sínar eldri og meira
gamaldags en nauðsyn bar til.
Hefði ekki verið eðlilegra að láta
Martein og Ásláksen vera á sama
aldri og þau sjálf? Og bera aldur-
inn jafnvel betur en aðrir, eins og
efnameira fólk á gjarnan til. Aðrir
leikarar fengu úr litlu að moða
og náðu ekki að fylla stóra sviðið.
Ég botnaði ekkert í útliti Katrínar,
eiginkonu læknisins. Fötin virtust
óþægilega þröng og stíf og hafa
áhrif á sviðshreyfingar hennar og
túlkun.
Sviðsmyndin líktist helst ein-
hverju samblandi af háspennu-
staurum og gangvirki úr kynn-
ingarsenu Game of Thrones. Það
mátti líka allt eins sjá fyrir sér
að þarna efst sæti kónguló sem
kastað hefði tröllvöxnum leggjum
sínum yfir leiksviðið þar sem hún
dansaði í hringi kringum ráðvillta
bæjarbúa. Þetta virkaði þokkalega
í flestum tilfellum en hefur eflaust
ekki verið auðvelt í lýsingu. Í stuttu
máli þá hefði gjarnan mátt vera
meira kjöt á beinunum í þessari
leikgerð leikritsins. Karakter-
sköpun aukaleikara var ábótavant,
þeir voru óáhugaverðir og fylltu
ekki út í sviðið. Þau Björn Hlynur
Haraldsson og Sólveig Arnars-
dóttir báru sýninguna hins vegar
upp með afburðaleik og öryggi á
sviði. n
Efnahagsleg fíkn
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Óvinur fólksins
Höfundur: Henrik Ibsen
Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
Leikgerð: Gréta Kristín Ómarsdóttir
og Una Þorleifsdóttir
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Sólveig
Arnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir,
Snæfríður Ingvarsdóttir, Sigurður
Sigurjónsson, Guðrún S. Gísladóttir, Snorri
Engilbertsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir,
Baldur Trausti Hreinsson o.fl.
Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson og
Kristinn Gauti Einarsson
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins
Er sannleikurinn
sagna bestur?
Í uppsetningu Þjóð-
leikhússins á Óvini
fólksins er meðal
annars fengist við
spurningar um sann-
leika og almannaheill.
MyNd Hörður SvEiNSSoN
Ishiguro fær Nóbelinn
Enski rithöfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2017
B
reski rithöfundurinn,
handrits- og textahöfund-
urinn Kazuo Ishiguro hlýt-
ur Nóbelsverðlaunin í bók-
menntum árið 2017. Þetta var
tilkynnt á blaðamannafundi í
Stokkhólmi á fimmtudag.
Kazuo Ishiguro hlýtur verð-
launin fyrir skáldsögur sínar sem
með sínum „mikla tilfinninga-
lega krafti hafa afhjúpað hyldýpið
sem liggur handan villandi tilf-
inningu okkar fyrir tengslum við
heiminn.“ Sara Danius, aðalritari
sænsku akademíunnar, sagði að
skrif Ishiguros fjölluðu oftar en
ekki um minnið, tímann og sjálfs-
blekkingu og væru eins og blanda
af skáldsögum Jane Austen, skrif-
um Franz Kafka með örlitlu bragði
af Marcel Proust. Bækur Ishiguros
hafa oft verið sagðar búa yfir kyrrð
og fágun, og sjaldnast ljóst hvort
um harmsögur eða grínleiki sé að
ræða.
Ishiguro er fæddur í Nagasaki
í Japan árið 1954 en fluttist til
Surrey í Suður-Englandi með fjöl-
skyldu sinni þegar hann var fimm
ára gamall. Japanska var töluð á
heimili hans í æsku en hann kom
þó ekki til fæðingarlandsins aftur
fyrr en tæplega þremur áratugum
síðar, þá orðinn heimsþekktur rit-
höfundur. Þó að fyrstu tvær skáld-
sögurnar hans hafi fjallað um jap-
anskar persónur segist hann ekki
vera undir miklum áhrifum frá
japönskum bókmenntum og líti
fyrst og fremst á sig sem enskan
höfund.
Í upphafi ferilsins ætlaði
Ishiguro reyndar að verða
tónlistar maður og söngvaskáld, og
leit þá meðal annars til Bobs Dylan
– síðasta Nóbelsverðlaunahafa –
fyrir innblástur. Eftir nám í heim-
speki og skapandi skrifum sneri
hann sér að skáldsögunni. Fyrsta
bókin, A Pale View of the Hills,
kom út árið 1982 og hlaut góðar
viðtökur, en hann sló þó ekki end-
anlega í gegn fyrr en þriðja skáld-
saga hans, Remains of the Day,
eða Dreggjar dagsins, kom út árið
1989. Bókin sem er sögð frá sjón-
arhorni virðulegs yfirþjóns á ensku
yfirstéttarheimili, hlaut bresku
Booker-bókmenntaverðlaunin
árið 1989 og var síðar kvikmynduð
með Anthony Hopkins í hlutverki
hins alvarlega og skyldurækna
þjóns Stevens – sem þó er ekki jafn
áreiðanleg-
ur sögumað-
ur og hann
er í þjón-
ustustarfinu.
Í nýjustu
skáldsögum sínum hefur Ishiguro
í auknum mæli skapað ímynd-
aða heima og farið í átt að vís-
indaskáldskap þótt hann seg-
ist almennt vera á móti slíkum
skilgreiningum og flokkadrátt-
um í skáldskap. Nýjasta skáld-
saga Ishiguros nefnist The Buried
Giant og kom út árið 2015.
Fimm bóka Ishiguros hafa
komið út í íslenskri þýðingu, en
það eru Veröld okkar vanda-
lausra (When we were orphans),
Óhuggandi (The unconsoled),
Í heimi hvikuls ljóss (An artist
of the floating world ), Slepptu
mér aldrei (Never let me go) og
Dreggjar dagsins. n