Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.10.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 9 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 3 . o k t ó b e r 2 0 1 7 FrÍtt VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils Fréttablaðið í dag skoðun Formaður SHÍ og framkvæmdastjóri Félagsstofn­ unar Stúdenta skrifa um mögu­ legar aðgerðir í þágu ungs fólks á húsnæðismarkaði. 11 Erlendir ferðamenn voru áberandi víða í miðborg Reykjavíkur í gær eins og svo oft áður. Þessi sex manna hópur sem stóð á milli Ingólfstorgs og Hafnarstrætis skoðaði þar upplýsingakort af borginni og sannaði um leið að farsímar og önnur snjalltæki hafa ekki alveg tekið yfir þegar kemur að upplifunum erlendra ferðamanna hér á landi. Fréttablaðið/SteFán slys Átján ára kona og þrítugur karl­ maður þurfa nýja augasteina eftir að þau hlutu alvarlega áverka í lok ágúst þegar tappar af flöskum Flor­ idana­ávaxtasafa skutust í andlit þeirra af miklum krafti. Enn er óvíst hvort þau fá aftur 100 prósent sjón og maðurinn þarf að undirgangast sína aðra aðgerð á næstu mánuðum.   „Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón og er komin upp í 60 prósent,“ segir Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Ingimundardóttur. Ölgerðin, framleiðandi Flor­ idana­ávaxtasafa, hefur harmað atvikin sem komu upp eftir að yfir­ þrýstingur myndaðist í plastflöskum með safanum. Fyrirtækið innkallaði vöruna í kjölfarið en hóf í byrjun október sölu á henni á ný en með nýjum töppum með afloftunar­ raufum. „Ég gerði þeim grein fyrir því að þetta færi til lögfræðings af okkar hálfu þar sem þetta væri sýnilega ekki mál sem myndi jafna sig að fullu,“ segir Oddný og bætir við að dóttir hennar hafi misst mikið úr skóla. Þá sé beinn útlagður kostn­ aður vegna ástands hennar tals­ verður og útlit fyrir að Þóra Björg fari ekki í aðgerð fyrr en að jóla­ prófum loknum. Svavar Þór Georgsson þurfti að undirgangast aðgerð á hægra auga eftir sambærilegt atvik sem hann lýsti sem mynd­ arlegu rothöggi. Við það fékk hann skurð á augað og blæddi inn á það. „Staðan er ekki góð eins og gefur að skilja. Ég er ennþá með tak­ markaða sjón á auganu og þarf a ð g a n g a s t u n d i r a ð r a aðgerð. Það þarf að skipta um augastein og það eru enn svartir deplar á sjónhimnunni og töluverður munur á sjón­ inni sem var fullkomin fyrir slysið. Ég hef stundað veiði­ mennsku og skotfimi og þetta hefur aftrað mér í öllum áhugamálum og vinnu. Málið er enn hjá lögfræðingi mínum,“ segir Svavar Þór. – hg / sjá síðu 4 Þurfa nýja augasteina eftir safatappaslys Skipta þarf um augasteina í átján ára konu og þrítugum karlmanni sem hlutu alvarlega áverka þegar tappar af Floridana-flöskum skutust í þau. Læknar hafa sagt stúlkunni að óvíst sé að hún fái fulla sjón. Maðurinn þarf að gangast undir sína aðra aðgerð á næstu mánuðum. Í þrjár vikur eftir slysið sá hún ekkert með hægra auganu og fékk síðan 30 prósent sjón. Oddný Sigrún Magnúsdóttir, móðir Þóru Bjargar Þóra björg ingimundardóttir saMFélag Áfengi er selt innan um matvöru í kjörbúð Þrastalundar við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eig­ enda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrasta­ lundar, segir málið ekki sam­ bærilegt því að áfengi sé selt í matvörubúð. Allar aðrar vörur kjör­ búðarinnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. Þó eru dæmi um að bjór og léttvín séu seld fólki sem tekur vörurnar með út úr versluninni. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. – sa / sjá síðu 6 Bjór og léttvín seld í kjörbúð sport Elín Metta Jensen hefur blómstr­ að í framlínu íslenska liðsins í undankeppni HM. 16 lÍFið Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir fékk styrk frá Hönnunarsjóði til að fara til London og læra á nýju stafrænu prjónavélina sem hún var að kaupa. 30 plús 2 sérblöð l Fólk l  Fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 8 -0 C 9 4 1 E 0 8 -0 B 5 8 1 E 0 8 -0 A 1 C 1 E 0 8 -0 8 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.